Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - jan 2019, Qupperneq 45

Læknablaðið - jan 2019, Qupperneq 45
LÆKNAblaðið 2019/105 45 ákaft að koma þessari starfsemi af hönd- um sér og biðluðu til borgaryfirvalda og landsstjórnarinnar um að stofna lands- sjúkrahús. St. Jósefssystur skáru loks þessa dánumenn niður úr snörunni með stofnun Landakotsspítala. Innflutt heilbrigðisþjón- usta kvenna sem framkvæmdu á meðan karlar töluðu. Á fyrstu hæð hússins var læknaskólinn staðsettur í tæpa þrjá áratugi. Í dagblöð- um þess tíma voru auglýstar frílækningar á þriðju- og föstudögum, en móttakan var sett inn í stundatöflu læknanemanna milli kl. tólf og eitt. Þar gafst þeim tæki- færi að sjá sjúklinga milli þess sem þeir lásu um holds-, sulla- eða berklaveiki. Krufningar voru stundaðar í litlu húsi á lóð sjúkrahússins og enn markar fyrir molnuðu flísagólfinu. Krufningarnar tóku af vafa um hvað eiginlega gekk að sjúk- lingnum og var ígildi sneiðmyndatækni nútímans sem er í raun snemmbær krufn- ing. Á þessum tíma var læknirinn í besta falli upplýstur áhorfandi að gangi sjúk- dómsins líkt og sagnfræðingur eða ná- kvæmur bókari gjaldþrota fyrirtækis. Heiðarlegar undantekningar fólust í fæðingarhjálp og skurðlækningum, sér- staklega með tilkomu svæfingarlyfja og sótthreinsunar eftir forskrift Listers. Þar má nefna brota- og sárameðferð, aflimanir sem og tæmingu graftrarkýla. Sjúkling- um með slík vandamál eða sullaveiki var jafnvel hægt að koma til fullrar heilsu. Lyf- lækningar voru á þessum tímum í besta falli á formi verkjastillandi lyfjameðferðar. Sanatus, melior, status quo, deterior eða mortuus Ísland var talið sullaveikisbæli um miðbik 19. aldar og sjúkdómurinn skapaði því næg verkefni fyrir lækna og hómópata víða um landið. Flestar fjölskyldur þekktu þennan sjúkdóm af eigin raun. Úr skýrsl- um lækna þessa tíma eru ónefndar sóttir eins og inflúensa, mislingar, skarlatssótt, tauga-, barna- og mænuveiki. Slíkar gengu reglulega um landið og skildu eftir sig sviðna jörð. Helstu viðfangsefna nútíma- lækna, svo sem hjarta- og krabbameins- sjúkdóma, er vart getið. Það var tímanna tákn að fyrsti sjúklingurinn sem lagðist inn á sjúkrahúsið haustið 1884 var ung kona úr Grindavík, blind eftir mislinga. Ágætur læknir framkvæmdi augnbotna- skoðun og sá ekkert eins og segir í gögn- unum. – Blindur sjúklingur og læknir sem ekkert sá ! Af hverju ætti maður að vera að rek- ast í svo gamalli tíð? Má draga af henni Gólfið í krufningarhúsi Sjúkrahúss Reykjavík sem stóð á lóðinni. Eiríkur Jónsson tók myndirnar. Sjúkrahús Reykjavíkur, Farsótt við Þingholtsstræti.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.