Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Jan 2019, Page 48

Læknablaðið - Jan 2019, Page 48
48 LÆKNAblaðið 2019/105 Magnús Jóhannsson prófessor emeritus magjoh@hi.is Á þeim árum sem um ræðir voru gengnar í gildi reglur um skoðun, heilbrigðisvottun og stimplun á kjöti í sláturhúsum landsins. Þetta eftirlit var ætlað dýralæknum en var erfitt í framkvæmd vegna þess að dýra- læknar voru mjög fáir í landinu og hér- aðslæknar vildu fæstir bæta þessu á sig. Á einhverju árabili voru læknanemar fengnir til þessara starfa, við haustslátrun, eftir að hafa fengið leiðsögn hjá Páli A. Pálssyni yfirdýralækni á Keldum. Ég réð mig á Patreksfjörð og fór þangað með flugi í september. Það fyrsta sem kom á óvart var að ekkert sláturhús var á Pat- reksfirði heldur á Tálknafirði, í Örlygshöfn og á Barðaströnd en ég bjó lengst af á Patró. Þetta urðu því löng ferðalög og langir vinnudagar en ég fékk far á milli staða með hinum og þessum. Á þeim rúma mánuði sem ég var við störf þarna fyrir vestan gerðist margt eftirminnilegt og ætla ég í þessum pistli að rifja upp sumt af því, með- al annars var mér tvisvar hótað meiðingum eða lífláti. Eitt sinn fékk ég far frá Barðaströnd út á Patró með Manga í Botni (Botn er innst í Patreksfirði). Það var komið fram í október og á Kleifaheiðinni var frost og snjófjúk. Á leiðinni upp á heiðina spurði Mangi mig um álit mitt á segularmböndum sem voru í tísku á þeim árum og áttu að lækna allt og rúmlega það. Ég hafði mjög ákveðnar skoðanir á þessum armböndum og hélt langa ræðu um hvers kyns húmbúkk og blekkingar þetta væru og einungis væri verið að plata peninga út úr sakleysingj- um. Á meðan ég var að rasa út þagði Mangi en sýndi mér allt í einu að hann var með tvö armbönd á öðrum úlnlið og þrjú á hinum. Hann tjáði mér að armböndin hefðu bjargað bæði sér og mömmu sinni og svona stráklingar og hrokagikkir að sunnan eins og ég gætu bara étið það sem úti frýs. Því næst stöðvaði hann bílinn, uppi á miðri Kleifaheiði, og skipaði mér að fara út í frostið og hríðarmugguna. Ég var Raunir læknanema við kjötskoðun árið 1965 Ö L D U N G A D E I L D Stjórn Öldungadeildar Kristófer Þorleifsson formaður Jóhannes M. Gunnarsson ritari Guðmundur Viggósson gjaldkeri Halldóra Ólafsdóttir Margrét Georgsdóttir Öldungaráð Hörður Alfreðsson Magnús B. Einarson Reynir Þorsteinsson Snorri Ingimarsson Þórarinn E. Sveinsson Umsjón síðu Magnús Jóhannsson Karlmenn við púns- drykkju um 1910, senni- lega á Patreksfirði segir Ljósmyndasafn Reykja- víkur sem á þessa mynd. Talið f.v. Jón Markússon Snæbjörnsson (1868- 1941), Müller (skrif- stofumaður hjá PAÓ), sennilega Markús Snæ- björnsson (1832-1921) kaupmaður á Geirseyri, Guðmundur Björnsson sýslumaður á Patreksfirði og Pétur A. Ólafsson (1870-1949) athafnamað- ur. Sá síðastnefndi tók myndina um hálfri öld áður en Magnús Jóhanns- son skoðaði kjötið fyrir vestan.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.