Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 23

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 23
LÆKNAblaðið 2019/105 383 R A N N S Ó K N Ekki eru vísbendingar um að algengi svefntruflana í rannsókn- inni hafi verið ofmetið.3,4,5 Við útreikninga á heildaralgengi svefn- truflana var til dæmis notast við 5 greiningarskilmerki fótaóeirð- ar. Það styrkir rannsóknina að stuðst var við fjögur gild matstæki sem hafa verið notuð til að skima fyrir svefnvanda hjá MS-greind- um í erlendum rannsóknum.3-5 Það er hins vegar veikleiki að við mat á trufluðum svefni vegna verkja, salernisferða, hita og kulda var stuðst við stakar spurningar. Annar veikleiki rannsóknarinnar er að ekki var um klínískar greiningar að ræða heldur svör við spurningalistum (self reported data), það gildir bæði um sjálfa MS-greininguna og um all- ar niðurstöður rannsóknarinnar. Auk þess getur verið að þeir sem glíma við svefnvanda taki frekar þátt í rannsókn á svefni (selection and non-response bias) sem getur skekkt niðurstöður. Það er einnig vert að benda á að þetta var þversniðsrannsókn og því ekki hægt að álykta um orsakatengsl. Þegar munur á milli svefngæða hjá hópum var skoðaður kom í ljós að svefngæði voru minni hjá þeim sem voru of þungir og hjá þeim sem voru með hækkaðan blóðþrýsting. Það kom ekki á óvart þar sem hár líkamsþyngdarstuðull og hækkaður blóð- þrýstingur tengist hvort tveggja kæfisvefni26 sem getur skýrt minni svefngæði þessara hópa. Það kom hins vegar á óvart að yngri MS- greindir skyldu hafa minni svefngæði en þeir eldri, þar sem svefngæði minnka yfirleitt með aldrinum.27 Þó að mun- ur hafi greinst á svefngæðum eftir aldri, líkamsþyngdarstuðli og blóðþrýstingi var munurinn ekki mikill og því ástæða til að túlka þær niðurstöður með varúð. Sérstaklega þar sem ekki reyndust vera tengsl á milli aldurs eða kæfisvefns við svefngæði í línulegu aðhvarfsgreiningunni. Það var athyglisvert að samkvæmt aðhvarfsgreiningunni höfðu verkir tengsl við svefngæði en ekki kæfisvefnseinkenni eða einkenni fótaóeirðar. Í framtíðarrannsóknum á svefni hjá MS-greindum (og jafnvel öðrum hópum) er mikilvægt að skoða ekki einungis hefðbundna svefnsjúkdóma eins og kæfisvefn og fótaóeirð, heldur einnig algengar svefntruflanir eins og verki og salernisferðir. Einnig var eftirtektarvert hversu mikill munur reyndist á svefngæðum þeirra sem tóku svefnlyf þrisvar í viku eða oftar miðað við þá sem ekki þurftu að nota svefnlyf. Ætla má að þeir sem notasvefnlyf glími við svefnleysi enda sýndi línuleg aðhvarfsgreining að einkenni svefnleysis höfðu áberandi sterku- st tengsl við lítil svefngæði. Þegar meðferðaraðilar skoða leiðir til að aukasvefngæði MS-greindra sem hóps, ættu þeir að horfa til greiningar og meðferðar á svefnleysi og verkjum. Í rannsókn Côté og félaga skilaði meðferð svefntruflana hjá MS-greindum minni þreytu og aunum svefngæðum.10 Í þeirri rannsókn gagnaðist PSQI við mat á svefni og árangri meðferðar.10 Almennt gilda sömu aðferðir við greiningu og meðferð svefntrufl- ana hjá MS-greindum eins og öðrum.2,9,10 Fyrir áhugasama er vísað í grein Braley og Boudreau frá 2016 varðandi sérstakar áherslur í meðferð svefntruflana hjá MS-greindum.9 Mælt er með að vísa MS-greindum sem eru í aukinni hættu á kæfisvefni (STOP-Bang ≥3) í svefnmælingu til að fá áreiðanlega greiningu og viðeigandi meðferð.9 Vegna sterkra tengsla svefnleysis við skert svefngæði í þessari rannsókn er bent á að meðferð við svefnleysi er hugræn atferlismeðferð-svefn (HAM-S) og/eða lyfjameðferð,28 óháð öðr- um einkennum (eins og verkjum eða þunglyndi) sem geta einnig þarfnast meðhöndlunar samhliða réttri meðferð við svefnleysi.28 Ályktanir Bregðast þarf við hárri tíðni skertra svefngæða og svefntruflana hjá MS-greindum. PSQI getur gagnast við mat á svefngæðum auk þess að gefa vísbendingar um hvað þarfnast nánari skoðunar. Þegar meðferðaraðilar skoða bestu leiðirnar til að auka svefngæði MS-greindra almennt, ætti sérstaklega að horfa til greiningar og meðferðar á svefnleysi. Þakkarorð MS-greindum á Íslandi eru færðar kærar þakkir fyrir góða þátt- töku, MS-félaginu er þakkað fyrir aðstoð við að nálgast þátttak- endur og fyrir að taka þátt í kostnaði við könnunina. Sérstakar þakkir fær Bergþóra Bergsdóttir fræðslufulltrúi MS-félagsins fyr- ir frábæra samvinnu, yfirlestur og aðstoð á öllum stigum rann- sóknarinnar. Evu Halapi og Rúnari Birgissyni eru færðar þakkir fyrir töl- fræðivinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.