Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 36

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 36
396 LÆKNAblaðið 2019/105 ná púlsinum upp. Endorfín flæðir um mig þegar ég næ púlsinum upp og ég sækist eftir því, en ég gæti lifað án þess,“ segir hún. Á meðan Elín Edda berst við klukk- una á jafnsléttu prílar Þórdís yfir grjót og greinar í lækjarfarvegi þar sem hlauparar halda í kaðla til að verjast falli. „Þetta er aldrei sama hlaupið. Ég hef hlaupið Lauga- veginn fjórum sinnum og upplifunin er aldrei eins,“ segir hún. „Það er því erfitt að bera saman tíma milli ára. Aðstæðurnar eru svo ólíkar.“ Ólíkur íþróttabakgrunnur Íþróttabakgrunnur þeirra Þórdísar og Elínar Eddu er ólíkur. Þórdís var alltaf í frjálsum íþróttum, var í landsliðinu í hástökki og keppti með stúdínum í körfu- bolta. Elín er tiltölulega nýbúin að finna keppnisskapið sitt og uppgötvaði mátt hreyfingarinnar fyrst í háskóla. „Ég skil ekki hvað ég var að gera í menntaskóla. Ég æfði ekkert og var í fé- lagslífinu og að skemmta mér. Mér finnst ég hafa verið önnur persóna þegar ég horfi til þess tíma og vildi óska þess að ég hefði verið í íþróttum. Þær eiga svo vel við mig. Ég get þó ekki sagt að ég sjái eftir ein- hverju, ég er það sem ég er og er ánægð að hafa byrjað að hlaupa,“ segir hún. „Þannig kynntist ég kærastanum mínum og á því- líkt tengslanet í hlaupunum. Það er svo gott fólk upp til hópa í hlaupum og þau breyttu lífi mínu.“ Elín Edda hóf að skokka með lækn- isfræðinni fyrir um átta árum. „Það var meira svona hugleiðslusport þá. Það fór svo mikil orka í að læra og sitja. Mér fannst því gott að fara út að hlaupa.“ Hún hafi ekki vitað hvað í sér bjó fyrr en hún „slysaðist“ á æfingu hjá meistaraflokki ÍR í desember 2016. Þórdís ætlar að rjúfa 100 km hlaupamúrinn Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir stefnir á lengsta hlaup sitt í október á Ítalíu. „Þessari hugs- un um að það væri gaman að klára eitt 100 kílómetra hlaup skaut upp í kollinn á mér eftir að ég kláraði 88 kílómetrana á Spáni,“ segir hún, en um 100 hlauparar úr FH stefna á að hlaupa á Ítalíu í október, allt frá 17 kílómetrum. „Ég fer hægt yfir en ekki á ógnarhraða Elínar Eddu,“ segir hún. „Þetta er brölt. Ég geng rösklega upp brekkurnar og hleyp þegar hægt er. Ég fer vegalengdina í einum rykk en stoppa og næri mig og tek stöðuna,“ segir Þórdís. „Ég var rúma 14 tíma með kílómetrana 88 og 5000 metra hækkun. Fyrsta markmiðið er alltaf að klára. Ég verð ánægð takist mér að klára undir 20 tímum en draumurinn er að klára undir 18 tímum.“ Laugavegshlaup sumarið ?? Mynd ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.