Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 49

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 49
LÆKNAblaðið 2019/105 409 skima fyrir kæfisvefni og benda á bæði árangursríkar og einfaldar aðferðir.38-42 Sem fyrsta skref er mælt með STOP-Bang spurningalistanum sem er bæði ódýr og einföld lausn.43-45 Auðvelt ætti að vera fyrir heilsugæsluna að bæta STOP-Bang spurningalistanum inn í forhæfingarferlið þar sem bæði er einfalt fyrir sjúklinginn að svara spurningunum og fyrir heil- brigðisstarfsfólk að túlka niðurstöðurnar. Þá sjúklinga sem hafa auknar líkur á kæfisvefni samkvæmt spurningalistanum (STOP-Bang ≥ 3) er mælt með að senda í frekari rannsókn með það að markmiði að staðfesta greiningu og hefja meðferð þegar við á.46,47 Vert er að benda á að með- höndlun á kæfisvefni í sjúklingum með sykursýki eða forstig sykursýki bætir blóð- sykursstjórnun,48-52 og hefur jákvæð áhrif á blóðsykurstjórnun og heilsufar sjúklings og fækkar endurinnlögnum.53-57 Samvinna heilsugæslunnar á höf- uðborgarsvæðinu og Landspítala Há- skólasjúkrahúss er mikilvægur áfangi í að bæta þjónustu við sjúklinga sem þurfa á liðskiptaðagerð að halda. Inn- leiðing Heilsugæslunnar á skimun fyrir kæfisvefni, greiningu og meðferð þegar við á, áður en að skurðaðgerð kemur ætti að hafa jákvæð áhrif á heilsufar sjúk- lings og um leið bæta upplýsingaflæði til sjúkrahústeymisins sem þá hefur tækifæri til að gera viðeigandi ráðstafanir varðandi eftirlit með sjúklingum með kæfisvefn bæði fyrir og eftir aðgerð. Skimun og greining á kæfisvefni á forhæfingartím- anum ætti að geta haft bæði mikilvæg og mælanleg áhrif á gæði þjónustu við sjúklinga með því að koma í veg fyrir fylgikvilla og fækka sjúklingum sem þurfa á endurinnlögn að halda og á sama tíma hafa jákvæð áhrif á rekstur heilbrigð- iskerfisins.58-61 Sólveig Magnúsdóttir, Medical Director, MyCardio LLC, Denver, Colorado, USA. Skoðanir höfundar þessarar grein- ar eru persónulegar skoðanir og þurfa ekki endilega að endurspegla skoðanir MyCardio LLC. Heimildir 1. Matthiasson P. Forsjórapistill: Umbótastarf á spítal- anum og skýrsla um liðskiptaðgerðir. landspitali.is/ um-landspitala/fjolmidlatorg/frettir/stok-frett/2019/05/24/ Forstjorapistill-Umbotastarf-a-spitalanum-og-skyrsla-um- lidskiptaadgerdir/ - júlí 2019. 2. Sigurðardóttir M. Forhæfing, undirbúningur sjúklinga fyrir liðskiptaaðgerðir. Læknablaðið 2019; 105: 317. 3. Sigurðardóttir M. Áhrif langtíma undirbúnings og uppvinnslu sjúklinga í bið eftir liðskiptaaðgerð á hné eða mjöðm á aðgerðarferilinn og tíðni fylgikvilla – Samvinnuverkefni Landspítala og Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins: Viðmiðunarhópur. Læknablaðið 2019, 105; fylgirit 101; E 18. 4. Global BMI Moratlity Collaboration, Di Angelantonio E, Bhupatihiraju ShN, et al. Body-mass index and all-cause mortality: individual-participant-data meta-analysis of 239 prospective studies in four continents. Lancet 2016; 388: 776-86. 5. Mansukhani MP, Kara T, Caples SM, Somers VK. Chemoreflexes, sleep apnea and sympathetic dysregul- ation. Curr Hyertens Rep 2014: 76. 6. Peppard PE, Young TE, Barnet JH, Palta M, Hagen EW, Hla KKM. Increased prevalence of sleep-disordered bre- athing in adults. Am J Epidemiol 2013; 177: 1006-14. 7. Khayat R, Pleister A. Consequences of Obstructive Sleep Apnea. Sleep Med Clin 2016; 11: 273-86. 8. Kendreska T, Mollayeva T, Gershorn AS, Leung RS, Hawker G, Tomlinson G. Untreated obstructive sleep apnea and the risk for serious long-term adverse outcomes: a systematic review. Sleep Med Rev 2014; 18: 49-59. 9. Kessler ER, Shah M, Grunschkus SK, et al. Cost and quality implications of opioid-based postsurgical pain control using administrative claims data from a large health system: opioid-related adverse events and their impact on clinical and economic outcomes. Pharmacotherapy 2013; 33: 383-91. 10. Kaw R, Chung F, Pasupuleti V, Mehata J, Gay PC, Hernandez AV. Meta-analysis of the association between obstructive sleep apnoea and postoperative outcome. Br J Anaesth 2012; 109: 897-906. Heimildir 11-61 er að finna í netútgáfu greinarinnar. María Sigurðardóttir sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum Landspítala Ég þakka bréf og áhuga Sólveigar Magnús- dóttur á forhæfingu sjúklinga fyrir liðskipta- aðgerðir. Í okkar fyrirkomulagi er lögð megin- áhersla á að bæta áhættuþætti sem gætu haft áhrif á tíðni alvarlegra fylgikvilla eins og liðsýkinga og sárasýkinga. Það útilokar ekki greiningu og meðferð annarra einkenna og sjúkdóma, meðal annars kæfisvefns, meðan á undirbúningstímanum stendur – heldur teljum að fyrirkomulagið hvetji beinlínis til þess með nýmyndun tengsla sjúklings við heilbrigðiskerfið. Bréfið endurspeglar þá almennu vit- undarvakningu sem hefur orðið á seinustu árum að undirbúa skuli sjúklinga sem best tímanlega fyrir aðgerð og er gott innlegg í umræðuna hvernig hagsmunum sjúklinga skuli best borgið. Vegna bréfs Sólveigar Magnúsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.