Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 43

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 43
LÆKNAblaðið 2019/105 403 lækna sem eru lengra komnir, sem bæði létta álagi af öðrum sérfræðilæknum og hægt er að treysta fyrir viðameiri verk- efnum. Þessir læknar eru einnig virkir við að halda sérfræðilæknum á tánum með flóknum og erfiðum spurningum.“ Það sé krefjandi fyrir sérfræðilækna að vera með slíka sérnámslækna í handleiðslu. Hann bendir í sjötta lagi á að hreyfan- leiki sérfræðilækna hafi aukist í heiminum sem auðveldi sérnámið. Hingað til lands komi erlendir sérfræðingar til starfa sem hefur kennslugildi fyrir sérnámslækna á Landspítala. „Auk þess munum við áfram gera kröfu um að sérnámslæknar á Íslandi taki minnst sex mánaða námstíma erlendis.“ Hann segir tækifærin mörg til þess. „Við gerum ráð fyrir að margir taki 1-2 ár af sérnámstíma sínum erlendis.“ Það nægi til að víkka sjóndeildarhringinn og koma fersk að verkum Landspítalans. Kennt hér frá 2002 Bráðalækningar hafa verið kenndar við Landspítalann samkvæmt námskrá allt frá árinu 2002. Námið hefur þróast og haustið 2016 hófst kennsla samkvæmt námskrá Royal College of Emergency Medicine. Hjalti segir fyrstu þrjú árin kjarnanám kennd í samvinnu við svæfinga- og gjör- gæsludeild og lyflækningadeild frá árinu 2017. „Með þessu næst fram betri skilningur á störfum hinna stéttanna og samþætting í kennslunni.“ Nemendurnir geti að þeim loknum fengið þau metin erlendis. „Það verður örugglega þannig að einhverjir kjósa að taka allt námið erlendis.“ Hjalti segir námsframvinduna skráða. Fulltrúar frá Bretlandi tryggi gæðin. „Við höfum breytt öllum skilgreiningum þannig að ekki er hægt að flytjast á milli ára fyrr en kröfum hvers þeirra hefur verið svarað.“ Hann segir að rétt eins og í Bretlandi þurfi allir sérnámslæknar að innleiða breytingar á deildum sínum og fylgjast með mælingum um að þeir hafi bætt starfsemina. Strangt inntökuferli Hjalti segir ráðningarferlið í sérnámið strangt. „Umsækjendur koma í formleg viðtöl. Við förum yfir feril þeirra, leggj- um fyrir þau klínísk tilfelli og förum yfir siðferðisleg vandamál í þriðju prófraun- inni. Umsækjendum er svo boðin staða eftir mælanlegri frammistöðu. Því eins og við vitum er íslenskt samfélag lítið og læknasamfélagið enn minna og því hætta á frændhygli, þannig að við leggjum mikla áherslu á fagleg vinnubrögð við ráðningar þannig að við fáum alltaf þann hæfasta til að sinna verkinu.“ Allir sérnámslæknar þurfi að standast þrjú skrifleg og eitt verklegt próf. „Þessi próf hafa verið gerð á vegum Bretanna, en við höldum þau hér á landi í samvinnu við Prófamiðstöð háskólans. Það er ánægju- legt að segja frá því að þrátt fyrir að fallið hafi verið hátt í 60% meðal þeirra sem þreyta fyrsta prófið í Bretlandi hafa allir sérnámslæknar á Íslandi í ár og í fyrra náð prófinu,“ segir hann. „Við höfum því fulla trú á því að þetta fólk nái í gegnum nálar- augað og ljúki námi í bráðalækningum.“ Hjalti Már Björnsson bráðalæknir er kennslustjóri nýsamþykkts sérnáms í bráðaklækningum á Landspítalanum. Mynd/gag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.