Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 46

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 46
406 LÆKNAblaðið 2019/105 Aldrei betra heilbrigðiskerfi „Það er ekki tilviljun hvað við nýtum fé vel heldur er það vegna ofboðslegs dugnaðar og vinnuhörku heilbrigðisstarfsfólks okkar. Það er ekki sjálfgefið og ég tek hatt minn ofan fyrir starfsfólki spítalans sem gegnir frábæru starfi alla daga,“ segir forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson sem er við það að gera miklar breytingar á yfirstjórn spítalans. „Við höfum verið á uppbyggingarleið síðustu sex ár í íslensku heilbrigðiskerfi,“ segir hann. „Það er að verða búið að setja inn aftur það fjármagn sem sparað var í kjölfar hrunsins en verkefnum hefur á sama tíma fjölgað,“ segir hann. „Við erum að fá inn nýja tækni og meðferðir. Íslendingum hefur fjölgað heilmikið. Hér er allt fullt af ferðamönnum – sem betur fer,“ segir Páll. Bæði skorti hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem geri spítalanum erfitt fyrir. „Þó má ekki gleyma því að gefið hefur verið í frá árinu 2013 og við nýtum fé mun betur heldur en við gerðum fyrir tíu árum. Það fullyrði ég. Við erum betri spít- ali en við höfum nokkurn tímann verið. Það fullyrði ég líka. Við afköstum miklu meiru,“ segir Páll. Árið 2016 hafi verið kölluð eftir úttekt á rekstrargrunni spítalans sem síðan hafi leitt til McKinsey-skýslunnar. „Þar kemur skýrt fram að kostnaður okkar er 52% af því sem er í Svíþjóð á samb- ærilegum sjúkrahúsum og læknarnir okkar eru að sjá 95% fleiri sjúklinga en sænsk- ir læknar. Svipað má segja um hjúkrunarfræðinga og álag á þá,“ segir hann. „Ég er stoltur af starfsfólki spítalans og því þrekvirki sem það vinnur allar daga, oft við afar erfiðar aðstæður.“ í gagnið: „Já, annars vegar sér maður fyrir sér í nýjum spítala að þá sameinum við bráðaþjónustu spítalans á Hringbraut. Þá keyrum við svo dæmi sé teki ekki tvær vaktalínur stærstu sérgreina og tvær gjör- gæslur,“ segir hann. „Reiknað var út fyrir sex árum að rekstrarhagræðingin sé rúmlega þrír millj- arðar á ári.“ Þessi samlegð næst ekki strax, en viss samlegð næst strax, þótt það sjáist ekki á nýja skipuritinu. Það á að fækka sviðsskrifstofunum. „Nú erum við með tíu sviðsskrifstofur og ég vil sameina þær í tvær.“ Sérsníða íslenska lausn Páll segir að þótt að vissu leyti sé byggt á ráðleggingum McKinsey sé ekki stigið það róttæka skref sem Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi hafi stigið, og er nú að falla frá að hluta, að kortleggja helstu ferla sjúk- linga og búa til einingar í kringum þá ferla. „Vandinn er sá að við höfum ekki upplýsingar um ferla sjúklinga nema í nokkrum tilvikum og það er flókið að kortleggja þá svo vel sé.“ Auk þess sé veruleiki Landspítalans annar en Kar- ólínska sem sé tilvísunarspítali og í meira mæli sérhæft sjúkrahús. „Landspítalinn er bæði almennt sjúkrahús fyrir höfuðborgarsvæðið og svo sérhæft sjúkrahús fyrir landið allt. Skipurit verður að endurspegla veruleik- ann og þetta þýðir að við þurfum að finna blandaða lausn.“ Dæmi um fókus á ferla sjúklinga sé til dæmis að finna í því að búa á til klasa eða kjarna í kringum tvo mjög mikilvæga sjúkdómaflokka, hjarta- og æðasjúkdóma annars vegar, krabba- mein hins vegar. „Það er spennandi að gera þetta á viss- um sviðum, en við stígum varlega til jarð- ar og umbyltum ekki öllum spítalanum,“ segir hann. Gerir eins vel og hann getur Páll segir vert að forðast fullkomnunar- áráttu þegar gerðar séu breytingar. „Við þurfum að hafa þá auðmýkt til að bera að segja: Við ætlum að gera eins vel og við getum og breyta. Það getur vel verið að í einhverjum atriðum þurfum við að stíga til baka og reyna aðra leið. Það er ekki hægt að sjá allt fyrir í flóknu kerfi en við þurfum að tryggja öryggi þjónustunnar og hefjast handa og vera með það viðhorf að breyta, og ef þarf að læra af reynslunni, bakka og bæta.“ Hvernig snertir þetta einstaklingana sem sumir verða ekki lengur fram- kvæmdastjórar? „Auðvitað er það alltaf erfitt og allir stjórnendur sem við höfum haft er undantekningarlausn afar öflugt fólk, með víðtæka reynslu. Það er full þörf fyrir starfskrafta þeirra þótt einhverjir verði ekki með sama titil og áður. Ég vona að við missum ekki starfskrafta fólks,“ segir Páll. „Auðvitað var þetta erfitt skref en þjónusta við sjúklinga verður að ganga fyrir.“ Sparast fé? „Til lengri tíma tel ég að við munum spara fé; að við drögum úr sóun og fáum skipulag sem passar betur við þá þjónustu sem við erum að veita. Líka til skamms tíma ef við fækkum stjórend- um. En í rauninni er þetta gert í skugga rekstrarvanda en ekki vegna hans. Þessar breytingar eru tímabærar,“ segir Páll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.