Fréttablaðið - 14.12.2019, Síða 100

Fréttablaðið - 14.12.2019, Síða 100
1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R MENNING ÉG BYRJA OG EITT LEIÐIR AF ÖÐRU. ÞANNIG HEF ÉG ALLTAF UNNIÐ. ÉG KALLA ÞETTA SJÁLF­ SPROTTNA ABSTRAKTLIST. Verk eftir Sigríði Björnsdóttur MYND/MAGNÚS REYNIR JÓNSSON Ég segi alveg eins og er að þessi tilfinning var svo sterk að hún var eins og köllun, segir Sigríður. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Bók um listferil Sig-ríðar Björnsdóttur er nýkomin út. Bókin ne f n i s t My nd ve rk 1950-2019. Rúmlega 700 myndir prýða bók- ina. Aðalsteinn Ingólfsson skrifar megingrein bókarinnar og fjallar þar um einstök tímabil á mynd- listarferli Sigríðar, sem var braut- ryðjandi í listþerapíu hér á landi og vann á því sviði ásamt listsköpun. Sigríður er níræð og er enn að mála. Hún segist vera afar ánægð með bókina. „Mér finnst hún mjög vel heppnuð og vönduð. Aðalsteinn hefur sínar kenningar um myndlist mína og er athugull fræðimaður.“ Fékk köllun Sigríður, sem er prestsdóttir, er fædd á Flögu í Skaftártungu. „Alveg frá því ég man eftir mér var ég að búa eitthvað til. Fullorðna fólkið var alltaf svo upptekið og ég var minn eigin herra, gerði það sem mér sýndist og var alltaf úti. Ég var að drullumalla, raðaði steinum og bjó til alls kyns hluti úr spýtum. Svo gat ég legið á bakinu tímunum saman, horft upp í himininn og séð myndir í skýjunum.“ Þegar Sigríður var tíu ára f lutti fjölskyldan til Reykjavíkur og faðir hennar hætti prestskap. Sigríður og bróðir hennar, Oddur Björns- son leikritaskáld, voru í barnadeild Handíða- og myndlistarskólans og sem unglingur var Sigríður síðan í kvöldtímum í skólanum. Hún lauk myndlistarkennaranámi við Hand- íða- og myndlistarskólann árið 1952. „Ég kom heim með prófskír- teinið mitt. Það var eldspýtnastokk- ur á borðinu og ég fór að handleika hann og á bakhliðinni var mynd af unglingi á hækju. Þá fór ég að hugsa um það að í náminu hafði mér ekki verið kennt að vinna með börnum sem væru að takast á við veikindi eða fötlun. Það greip mig óvið- ráðanleg löngun til að vinna með þeim og þá sem myndlistarkennari á sjúkrahúsum. Ég segi alveg eins og er að þessi tilfinning var svo sterk að hún var eins og köllun. Ég held að við séum öll fædd með sköpunar- gáfu en það er misjafnt hvernig hún þróast hjá okkur og hversu mikið við notum hana. Í listþerapíu fara börnin í gegnum skapandi ferli, sem er styrkjandi fyrir sjálfsöryggið og sjálfsmyndina.“ Handverk að hugsa um heimilið Hún fór til Bretlands í verknám sem myndlistarkennari, vann með starfsfólki á spítala og kynntist veikum börnum. „Ég var þar í tvo mánuði. Þarna voru börn sem höfðu enga dægrastyttingu. Þau voru dauf og lokuð en þegar ég fékk þau til að mála þá breyttust þau og urðu opnari. Þá missti ég áhugann á að vera kennari og ákvað að helga mig myndlistarþerapíu. Ég réð mig á Hef aldrei unnið eftir reglum Myndverk 1950-2019 er bók um listferil Sigríðar Björnsdóttur. Fékk nokkurs konar köllun eftir myndlistarkennaranám. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is barnageðdeild í London og þar fékk ég að vinna á mínum forsendum.“ Hún var í starfsnámi í listmeðferð á barnadeild Rigshospitalet í Kaup- mannahöfn þegar hún kynntist svissnesk-þýska listamanninum Dieter Roth sem hún giftist. Þau bjuggu hér á landi og hún vann á barnadeild Landspítalans við list- þerapíu. „Eftir að ég gifti mig, var með heimili og í fullri vinnu á barna- deildinni hafði ég ekki mikinn tíma til að sinna myndlistinni. Það var allt svo frumstætt þegar ég byrjaði að búa, ég var ekki með þvottavél, ekki með ísskáp, ekki með ryk- sugu þannig að það var heilmikið handverk að hugsa um heimilið. Við Dieter vorum mjög gamaldags og höfðum alist upp við það að konan sæi um allt á heimilinu. Við ræddum þá hluti ekki einu sinni. Ég sá alfarið um heimilisstörfin.“ Kærulaus með myndlistina Spurð hvort henni þyki leitt að hún hafi ekki getað sinnt myndlistinni meir segir hún: „Nei, ég sé ekki eftir neinu. Ég hef verið mjög kærulaus með myndlistina mína og ekki tekið hana hátíðlega. Ég er alveg hissa hvað aðrir taka hana hátíðlega. Ég leit á Dieter sem listamanninn og hann fékk allt það frelsi sem lista- maður þarf. Hann vann þá í strang- flatarlist sinni og smám saman varð ég mjög hrifin af henni en reyndi aldrei að vinna þannig sjálf.“ Um eigin list segir hún: „Ég byrja og eitt leiðir af öðru. Þannig hef ég alltaf unnið. Ég kalla þetta sjálf- sprottna abstraktlist. Á tímabili málaði ég líka landslagsmyndir vegna áhrifa frá Hellnum á Snæ- fellsnesi þar sem Dieter byggði hús. Svo fór ég aftur í abstraktið. Ég vann líka með alls kyns hluti sem ég sankaði að mér héðan og þaðan og setti saman í verk. Ég hef alltaf verið mjög persónuleg í því sem ég geri. Ég hef aldrei unnið eftir reglum og ákveð aldrei fyrirfram hvernig verkið eigi að vera.“ Gertrude Stein í stofu sinni í París. Á veggnum má sjá fræga mynd Pablo Picasso af henni. Miðstöð íslensk ra bók-mennta hefur úthlutað rúmum 11 milljónum króna í 27 styrki til þýðinga á íslensku, í seinni úthlutun ársins. Þar af hljóta 11 bækur fyrir börn og ungmenni styrk. Verkin sem hlutu styrki að þessu sinni eru afar fjölbreytt og þar má sjá meðal annars skáldsögur, ljóð, myndríkar barna- og ungmenna- bækur, heimspekirit, endurminn- ingar og fræðitexta, jafnt nútíma- bókmenntir og sígild verk sem þýða á úr þýsku, ensku, rússnesku, frönsku, ítölsku, spænsku og fleiri tungumálum. Meðal verka sem hlutu þýðingar- styrki eru: Kentoshi eftir Yoko Tawada í þýðingu Elísu Bjargar Þor- steinsdóttur. Un Perro eftir Alej- andro Palomas í þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttur. 10 Minutes and 38 Seconds in this Strange World eftir Elif Shafak í þýðingu Nönnu B. Þórs- dóttur. Az ajtó eftir Magda Szabó í þýðingu Guðrúnar Hannesdóttur. Scherzetto eftir Domenico Star- none, þýðandi Halla Kjartans- dóttir. The Autobiography of Alice B. Toklas eftir Gert- rude Stein, þýðandi: Tinna Björk Ómars- dóttir. Smásögur heimsins V. bindi: Evrópa eftir ýmsa. Ritstjórar: Kristín G. Jónsdóttir, Jón K a rl Helgason og Rúnar Helgi Vignisson. Die Aufzeichnungen des Malte Lau- rids Brigge eftir R a i ner Ma r ia Rilke í þýðingu Bene- dikts Hjartarsonar. Meðal bóka í flokki barna- og ungmenna- bóka eru Where the Wild Things Are eftir Maurice Sendak. Þýð- andi: Sverrir Norland. I, Cosmo eftir Carlie Sorosiak, þýðandi: Marta Hlín Magnadóttir. William Wenton & Kryptalporten eftir Bobbie Peers í þýðingu Ingunnar Snædal. Bat- man eftir Grant Morrisson, Mark Millar, Scott Snyder, Mike Martz o.fl. Þýðandi: Pétur Yngvi Leósson. Billionarie Boy eftir David Walliams og myndhöfundur er Tony Ross. Þýð- andi: Guðni Kolbeinsson. – kb Gertrude Stein og fleira gæðaefni kemur út á íslensku Verkin sem hlutu styrki að þessu sinni eru afar fjölbreytt. 60 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.