Hugur og hönd - 01.06.1977, Blaðsíða 11
Vestfirskir laufaviðarvettlingar voru
ýmist hvítir eða mórauðir með svört-
um brugðningum og marglitum kafla-
bekkjum; einum eða tveim breiðust-
um, laufaviðarbekkjum, og totan æv-
inlega svört. Einstökusinnum voru
þeir bláir.
Sbr. Hugur og hönd 1973.
Peysan er fallegri úr plötulopa, en
einhverra hluta vegna er liturinn ekki
talinn litekta í plötulopanum, heldur
aðeins í hespulopa. Þá má þvo plöt-
urnar áður en prjónað er og skola
úr ediksvatni til að festa litinn, og
skola svo aftur úr volgu vatni, og
þvo flíkina þannig þaðan í frá. En
þessi uppskrift er miðuð við hespu-
lopa.
Ejni: 4 hespur hvítur eða mórauður
lopi, og hálf af hvorum lit, svörtum,
rauðum, gulum, grænum, og má bæta
við hvítum ef peysan er mórauð eins
og þessi; og eins má bæta við bláum
lit eftir smekk.
Bolur: Fitjið upp 144 1 m rauðu
á hringprjón nr 4 og prj síðan 1 sl
umf í hring með svörtu, og áfram
m svörtu 2 sl 2 br, 3 cm, eða 6 umf.
Þá kaflamunstur 2 rauðar 2 grænar
tvisvar sinnum. 2 svartar eða sauð-
svartar umferðir, þá kaflamunstur:
2 hvítar 2 mórauðar tvisvar sinnum,
eftir þær 6 mórauðar 1 og 2 livítar 1
tvisvar sinnum. Nú 3 umferðir mó-
rauðar og 2 umferðir svartar, þá
kaflamunstur 2 bláar 2 rauðar tvisvar
sinnum, þá 2 umf svartar og þá er
laufaviðurinn prjónaður inn í eftir
teikningunni. Endað aftur á 2 svört-
um umf, kaflar: 2 bláar og tvær rauð-
ar tvisvar og síðast 2 umf svartar.
Nú eru prjónaðar 5 umf í grunnlit, þá
2 svartar umf, þá 2 grænar og tvær
rauðar tvisvar sinnum og aftur 2
svartar umferðir og í næstu umf 2
svartar og 2 hvítar tvisvar sinnum og
síðan eftir teikningu 2 hvítar 2 grunnl.
Þá 2 hvítar, 6 grunnl og loks 2 hvít-
ar og 10 grunnl á milli og er þá gott
að bregða bandinu mitt á milli svo
það verði ekki of langt og laust á
röngunni. 0 umf í grunnlit, 2 svartar
umf, 2 rauðar og 2 gular tvisvar
sinnum, 2 svartar umf. 4 mórauðar
umf. Þá 2 svartar og 2 hvítar tvisvar
sinnum og loks 2 hvítar og 2 svart-
ar tvisvar, eins og á taflborði. Nú eru
geymdar 8 1 undir handveg báðum
megin og hinar geymdar á prjóninum
þar til búið er að prjóna ermar.
Ermar: Fitjið upp m rauðu 36 1 í
hring og á 4 prjóna, prjónið með
svörtu, fyrst 1 sl umf, þá 3 cm 2 sl
og 2 br, þá 2 rauðar og 2 grænar
tvisvar sinnum, 2 svartar umf, þá 2
mórauðar og 2 hvítar tvisvar og loks
2 hvítar og 2 mórauðar tvisvar sinn-
um. Aukið út strax í fyrstu mó-
rauðu umferðinni eftir munsturbekk-
inn, þannig að 12 1 verði á hverjum
prjóni eða 48 1 í hringnum. Prjónið
6 cm. Aukið síðan út á miðri undir-
ermi um 1 lykkju á tveggja cm bili'
þangað til 58 1 eru á hringnum og
má þá prj á lítinn hringprjón í sama
númeri. Þegar ermin er 46 cm löng
eru geymdar 8 1 undir handvegi.
Setjið nú ermalykkjurnar upp á
hringprjóninn báðum megin. Prj 2
umf og setjið misl spotta sín hvorum
megin v ermarnar. Byrjið á bak-
lykkjunum, þegar 2 1 eru eftir að
mislita spottanum eru þær teknar
saman. Næstu 2 lykkjum (sem eru á
erminni) er snúið við á prjóninum
og síðan prjónaðar saman eins og
hinar. Prjónið þangað til 2 1 eru eftir
á ermi, þá eru þær prj saman og
fyrstu 2 lykkjunum á framstykkinu
snúið við á prjóninum og þær prj
saman, þannig er haldið áfram allan
hringinn og svo aðra hverja umf
upp að hálsmáli. Eftir um 36 umf
er skipt um lit, þannig að fyrst eru
prj td 2 grænar umf og síðan svart
upp úr sem eftir er og hálsbrugðning-
in, sem er 64 1, 2 sl, 2 br, er líka svört,
en fellt af með rauðu. Á peysunni,
sem myndin er af, er kaflamunstur
á þessum samskeytum, en þá þarf að
byrja um 4 umferðum fyrr á kraga-
stykkinu.
A. S.
HUGUR OG HÖND
11