Hugur og hönd - 01.06.1977, Síða 17
úr steinbítsroði
er síðan gatað með gatatöng og saumað með sterkum hör-
tvinna og strekkt á grindina. Mikil teygja er í roðinu og
ekki hætta á að rifni út úr götunum. Þegar lokið er við
að sauma öll sniðin á grindina, er skermurinn allur pensl-
aður með formalinspiritus og settur út undir bert loft
til þerris.
Skermurinn á borðlampanum er gerður á þann hátt, að
heilt roð er lagt blautt á einn flöt grindarinnar í einu. Það
er strekkt og saumað með leðurnál yfir grindina. Roðið,
sem er umfram, er klippt meðfram saumunum, síðan er
flöturinn penslaður með formalinspiritus og þetta er sett
út til þerris. Þegar roðið er orðið vel þurrt, er saumurinn
klipptur burt og sniðið losað af grindinni. Á sama hátt
er farið með alla hina fletina, þar til fengið er form skerm-
grindarinnar í þurrum, strekktum og sléttum roðum. Nú
má tengja hliðarnar saman utanum grindina á ýmsan liátt,
hvort sem er með borðum eða snúrum, eða hvaða hugdettu
sem er. Þórunn Egilson.
HUGUR OG HÖND
17