Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1977, Side 29

Hugur og hönd - 01.06.1977, Side 29
Efni: Tvöfaldur plötulopi. Prjónar: Hringprjónn og sokkapr. nr. 5, 2 pr. nr. 4. Þensla: 15 lykkjur og 18 umferðir á 10x10 cm. Fitjið upp á tvo prjóna nr. 4 og prjón- að eftir meðfylgjandi munstri. Fyrstu 6 prjónarnir eru prjónaðir með garða- prjóni, síðan er skipt yfir á hringprj. og prjónað slétt í hring. Þegar komið er upp á öxl er fellt af (sjá munstur). Merkt er fyrir handveg með þræðingu og saumað í saumavél með þéttu spori, tvær stungur báðum megin við merkinguna. Síðan er merkt fyrir hálsmáli og klauf, saumaðar tvær stungur innan við merkinguna og klippt úr fyrir innan stungurnar. Öxl- in er síðan lykkjuð saman. Þá eru teknar upp á sokkaprj. 64 1. í handveg, þannig: teknar upp tvær, hlaupið yfir eina o. s. frv. Ermin er síðan prjónuð eftir munstri. Teknar eru upp á vinstri klaufarbarmi 38 1. á 2 prj. nr. 4 og prjónaðir 10 prj. 1 sl. 1 br. Hægri klaufarbarmur er prjónaður eins en á 4 prj. eru gerð 5 hnappagöt. Teknar eru upp 67 1. í liálsmáli á prj. nr. 4 og prjónaðir 10 prj. 1 sl. 1 br„ fellt af. H. T. HUGUR OG HÖND 29

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.