Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1977, Side 35

Hugur og hönd - 01.06.1977, Side 35
vesti Efni: Tvinnað loðband 3 mórauðir litir 3 ljósgráir litir Eingirni blátt, prjónað tvöfalt Alls um 100 gr. Hringprjónn nr. 4. Þensla: 20 1. = 10 cm. 23 umf = 10 cm. Fitjaðar upp 130 1 með silfurfit og dökku bandi. Þá prj 1 sl 1 br með mórauðu 10 umf. Nú er prj slétt prjón og mynstur og litaskipti af fingrum fram, en aldrei hafðir nema tveir litir í takinu í einu. Gefst þá gott tækifæri til að prjóna sínar eigin hugmyndir. Hér voru dekkri litirnir prjónaðir fyrst og vest- ið látið lýsast er ofar dró. Þegar búið var að prjóna alla hæðina, 57 cm, var merkt fyrir handveg beggja vegna 24 cm, og stungið í saumavél, ein lykkja höfð á milli vélstungnanna, síðan klippt á milli stungnanna. Þá voru axlir lykkjaðar saman, 17 lykkjur hvoru megin. Merkt fyrir hálsmáli, hér: 8 cm niður að framan og til hvorrar hliðar en 2 cm að aftan. Saumað í saumavél eftir merkingunni en síðan klippt. í handveg voru teknar upp 80 1 og prj 6 umf, 1 sl. 1 br með ljósmórauðu, fellt af með garðaaffellingu. í hálsmál 70 1 — 6 umf — garðaaffell- ing. Vestið þvegið, þerrað inni í hand- klæði. Teygt svolítið á langveginn og lagt til þerris. V. P. HUGUR OG HOND 35

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.