Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1980, Síða 40

Hugur og hönd - 01.06.1980, Síða 40
norrænt heimilisiðnaðarþing 1980 Norrænt heimilisiðnaðarþing var haldið í 17. skiptið í Tromsö í Noregi 1.—3. júlí sl. Það fór að mestu fram með hefðbundnum hætti, í dýrðarinnar veðri og fögru um- hverfi. Að þessu sinni tóku sex þjóðir þátt í þinginu. Fær- eyingar voru með í fyrsta skipti, jafnréttháir og aðrir og þökkuðu íslendingum forgöngu í því máli. Það var sér- lega ánægjulegt að heyra hversu vel þingheimur tók fær- eyingunum, klappaði þeim lof í lófa meir en öðrum. Þingið var haldið í unglingaskóla, sem nefnist „Sommerlyst skole“, sýning í kennslustofum, en þingið í húsi, sem virt- ist bæði leikfimihús og samkomusalur. Eins og venja er höfðu drög að dagskrá verið gerð á tveim formannafundum milli þinga. Einkunnarorð þessa þings voru „Heimilisiðnaður fyrir alla. Atvinna — frí- stundir", og voru fyrirlcstrar og umræðuefni á dagskrá að mestu byggð á þeim orðum. Sá hluti þinghalds, sem flestir sýna jafnan mestan áhuga er heimilisiðnaðarsýningin. Eins og á þinginu í Reykjavík 1977, fékk hvert land eina kennslustofu til um- ráða, setti þar upp sýningu á munum gerðum með 1—2 aðferðum sem eru að einhverju leyti sérstæðar fyrir land- ið og hafði auk þess sýnikennslu, þeas vinnandi fólk sem sýndi og útskýrði vinnuaðferðirnar. Þar að auki hafði norska heimilisiðnaðarsambandið yfirlitssýningu, eins og venja er til um heimalandið. í sýningardeildununr var margt fróðlegt og fallegt að sjá. Danir voru með tauþrykk, marga fallega muni, meðal áhuga er heimilisiðnaðarsýningin. Eins og á þinginu í annars úr dýrindis silkiefni. Finnar sýndu einföld leikföng unnin úr tré og mjög vandaðan prjónafatnað. Færeyingar byggðu sína sýningu á handspuna og komu með marga góða gripi unna úr handspunnu færeysku bandi. Noregur sýndi kljásteinavefstað og brekánsvoðir ofnar á sérstæðan hátt í honum. Þetta er ævagömul tækni, sem lifað hefur á afskekktum stöðum í Norður-Noregi, en búið er að taka upp aftur sem almennan heimilisiðnað á þessum slóðum. Þeir voru líka með skinnavinnu, barnahúfur, vesti og fleira úr kiðlingaskinni. Yfirlitssýning Norðmanna var einnig að mestu bj'ggð á ýmiss konar heimilisiðnaði frá Norður-Noregi. Frá Svíþjóð kom uppsett á skerma kynn- ing á gamalli prjónaaðferð sem þeir nefndu „Tváánds- stickning" og er eins konar tvöfalt prjón. Þeir voru einnig með hálmvinnu, búa til úr honum margs konar jólaskraut og fleira. íslendingar fóru með útsaum unninn með refil- saum og augnsaum. Þessar útsaumsgerðir eiga sér báðar langa hefð í landinu, en hafa að nokkru leyti lent í glat- kistunni hin síðari ár. Heimilisiðnaðarfélagið vill reyna með þessu framtaki að vekja áhuga á ný fyrir þessum sérstæðu útsaumsgerðum, hérlendis sem erlendis. (Sýn- ingin verður væntanlega sett upp að Kjarvalsstöðum í haust). Mörgum þótti Island fá nýtt andlit með þessari sýningu. Áður hefur íslenska sýningardeildin jafnan verið byggð á íslensku ullinni. Þingið fór að öðru leyti fram þannig í stórum dráttum. Eftir setningu þings, hátíðlega móttöku og ávörp gesta, að rnorgni 1. júlí hélt Björn Aarsetth safnvörður í Tromsö, afar fróðlegt og áheyrilegt erindi um menningu og sam- félag samanna í norðurhéruðum Skandinavíu (Nordka- lotten). Síðar sama dag flutti Folmer Bukh skólastjóri í Kerteminde framsöguerindi um „Samstarf norræna heim- ilisiðnaðarsambandsins í framtíð“. Bar hann fram ýmsar eftirtektarverðar hugmyndir um samstarf, sem síðar voru ræddar á hópfundum. Þennan dag kynntu Danmörk, Finn- land og Færeyjar sýningardeildir sínar með stuttum er- indum. Næsta morgun fór fram sams konar kynning á íslensku, norsku og sænsku deildunum. Til kynningar á þeirri íslensku var lesið erindi eftir Elsu E. Guðjónsson. Síðan ræddu áhugamannahópar um sex fyrirfram ákveðin málefni. Hafði hvert land umsjón með einum hóp og fluttu stjórnendur stutt inngangserindi. Elínbjört Jónsdóttir sá um það fyrir HÍ. Um kvöldið var farið að skoða „Ishavskatedralen“, ný- lega kirkju á fallegum stað. Síðasta þingdag voru flutt sex framsöguerindi um tvö málefni. Fyrir hádegi ræddu finnar, norðmenn og svíar um efnið „Heimilisiðnaður sem atvinna“. Eftir hádegi komu svo Danmörk, Færeyjar og ísland með erindi um „Heimilisiðnað í frístundum“ og annaðist Gerður Hjör- 36 HUGUR OG HOND

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.