Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 12
Hnífasmiðurinn
Páll Kristjánsson
Líklegt má telja að einhvers konar
„hnífar" hafi fyrir árþúsundum
verið meðal fyrstu verkfæra sem
maðurinn gerði sér. Hann komst
snemma upp á að nota tinnusteina
eða aðrar hentugar steinategundir
til ýmiss konar verkfæra og vopna-
smíða. I Danmörku hafa til dæmis
fundist fjölmörg verkfæri og vopn
úr tinnu. Oft ótrúlega falleg.
Þegar menn lærðu að búa til
málma urðu miklar tæknilegar
framfarir á fjölmörgum sviðum,
þar á meðal við gerð verkfæra,
vopna og búsáhalda.
A járnöldinni urðu stórstígar
framfarir. Járnið var að vísu dýrt
og lengi erfitt fyrir almenning að
eignast hluti gerða úr því. Það var
líka misgott, oft mjög lélegt. Hnífa-
gerð virðist hafa verið algeng á
þeim tíma, má telja víst að flestar
fullorðnar manneskjur hafi haft
hníf til afnota og hann verið það
verkfæri sem síst mátti án vera.
A Norðurlöndum finnast hnífar
alloft í haugum og kumlum frá
víkingatímabilinu, oft mjög ein-
faldrar gerðar, en fyrir kemur að
það finnast skreyttir hnífar smíð-
aðir af miklum hagleik og hafa
sennilega stundum verið eins kon-
ar stöðutákn auk þess sem þeir
gátu nýst sem vopn og matarhníf-
ar.
Hnífar til almennra nota munu
oftast hafa verið fremur litlir; lög-
un hnífsblaðanna var margbreyti-
leg og gjarnan sniðin að þeim
verkum sem oftast voru unnin
með hnífnum. Gerð hnífskeftanna
var einnig vandaverk ef hnífurinn
átti að fara vel í hendi, reynt var að
ná sem bestu samræmi í formum
blaðs og skeftis.
Hér á Islandi hafa ryðguð hnífs-
blöð fundist í kumlum frá land-
námsöld, en í kuml voru gjarnan
lagðir hlutir sem þeim látna voru
mikilsverðastir á þeirri ferð sem á-
litin var fram undan.
Fáar sögur fara lengi vel af ís-
lenskri hnífasmíði, þó má gera ráð
fyrir að hún hafi verið nokkur á
öllum öldum Islandsbyggðar því
hnífar hafa verið fólki með öllu ó-
missandi. Innflutningur á hnífum
hefur fyrir löngu verið allsráðandi
og hér orðið fátt um innlenda
hnífasmiði, handverkskunnátta á
þessu sviði að mestu horfin.
Það vakti því forvitni tíðinda-
manns Hugar og handar þegar
hann frétti af handverksmanni
sem hefur aðalatvinnu sína af
hnífasmíði og hefur getið sér gott
orð sem hönnuður og smiður á
þessu sviði. Páll Kristjánsson
(Palli) heitir maðurinn og er titlað-
ur handverksmaður í síma-
skránni.
Hann er nýlega fluttur í hús-
næði við Alafoss og er að koma
sér þar fyrir með verkstæði sitt. Þó
annríkið sé mikið hjá Páli, bæði
við hnífasmíðina og lagfæringar á
húsinu, gaf hann sér tíma til að
ræða við tíðindamann og sýna
honum hnífana sem hann var að
vinna að þá stundina.
Páll er uppalinn á Seltjarnar-
nesi. Faðir hans, Kristján Pálsson
smiður, notaði oft vasahníf sinn til
að tálga ýmislegt smálegt úr ýsu-
beini þegar hann sat við eldhús-
borðið, áhugi Páls á smíðum
vaknaði þegar hann sá föður sinn
töfra fram fugla og fiska úr ýsu-
beinunum og hann lærði sjálfur
snemma að beita tálguhníf. Hann
segist hafa frá barnæsku vanist á
að hafa alltaf vasahníf á sér þegar
hann var við vinnu.
Páll vann lengi við ýmis störf,
sjómennsku, smíðar o.fl. Greip
Hvaltönn og íbenholt. Handsmíðað víkingaafdarblað.
Ærhorn og bein úr nautslegg. Blað er innflutt, Brusletto.
12 Hugur og hönd 2000