Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 17

Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 17
Hönnun: Dögg Guðmundsdóttir, formbeygðir stólar úr ahornviði. eins um að ræða lítið brot af stærri heildarmynd, sá hluti sem snýr að viðgangi handverkshefða og heim- ilisiðnaði er einkum má nýtast ferðamannaiðnaðinum. Þeir sem fylgst hafa með framvindu þessa verkefnis hljóta að vera sammála um að mikil og jákvæð þróun hef- ur átt sér stað í handverksgreinum á síðustu árum sem fyrst og fremst verður rakin til verkefnisins „Handverk og hönnun". Með vissum hætti má segja að hér sé um framhald að ræða á því starfi sem Heimilisiðnaðarfélag Is- lands stóð fyrir árum saman, einmitt á þeim tíma sem hönnun almennt var ekki svo mikill gaum- ur gefinn. Það er engum vafa und- irorpið að starfsemi Heimilis- iðnaðarfélagsins, meðan vegur þess var sem mestur, forðaði því að handverkshefðir og gömul tækni við gerð handunninna muna glötuðust. Þó erfitt sé að stilla saman, virða fyrir sér hlið við hlið, verkmenn- ingu baðstofunnar og tölvustýrðri framleiðslu nútímans, verður ekki fram hjá því litið að framfarir í dag byggjast á uppsafnaðri reynslu og þekkingu manna í árþúsundir. Það er erfitt, ef ekki vonlaust, að reyna framtíðarspár. Við lifum í heimi hraðfluga breytinga. Ljóst er að margar greinar hönnunarsviðs- ins eru lykill að framförum og við- gangi fyrirtækja, stórra og smárra í framtíðinni. Á sama tíma má spyrja: er réttlætanlegt að prjóna vettlinga eða skera út í spýtu á líð- andi stund? Merkilegt, en markaðurinn, neytandinn, segir já. Þar komum við aftur að hinu huglæga. Þrátt fyrir öll okkar rafmagnsljós, sjón- varps- og tölvuskjái, förum við út í búð og kaupum kerti ef við vilj- um hafa mikið við. Það er mikilvægt að ná saman þeirri heildarmynd, sem hin ótrú- lega flóra hugar og handa leggur umhverfi okkar til. Leggja gildi hönnunar í stóru sem smáu undir þjóðhagslegt mæliker. Meta stöðu hennar í nútímanum og hvað á- unnist geti við markvissari stefnu til eflingar henni. Stefán Snæbjörnsson Hönnun: Aðalsteinn Stefánsson, lampi sem býður upp á litablöndun ljóssins. Hugur og hönd 2000 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.