Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Page 21

Hugur og hönd - 01.06.2000, Page 21
Og þær sauma messuklæði. Þótt eitt klausturheitanna hljóði upp á fátækt, þurfa systurnar þó að hafa til hnífs og skeiðar. Þær fara því að dæmi klaustursystra fyrri alda og selja hannyrðir. Höklar unnir af Karmelsystrum eru í eigu allnokkurra íslenskra presta og einnig hafa þær sent hökla til Póllands, þaðan sem þær eru ættaðar. Efnin eru af ýmsum gerðum, oftast keypt hérlendis. Munstur og útfærslur eru unnar af systrunum sjálfum í hefðbundnum stíl. Oft er það svo að prestur sem pantar hökul vill fá liti eða form í sam- ræmi við glugga eða innréttingar kirkjunnar sinnar, eða hann hefur ákveðnar hugmyndir um skreyt- ingu. Systurnar vinna síðan úr hugmyndum prestsins eða í sam- ráði við hann. Utsaumurinn er unninn með mislitu silkigarni og gylltum þræði. Þær sauma ýmis spor sem mynda grunn og fylla þannig upp í formin sem lögð hafa verið. Oft nota þær bótasaums- tækni (applikation), ýmist með út- saumi eða eina og sér. Hinar eldri kenna þeim yngri að- ferðirnar og þær afla sér einnig þekkingar af bókum. Eins og mynd- irnar bera með sér eru höklar systranna stíl- hreinir en litaglaðir. * Sjá: Elsa E. Guðjóns- son. (1985). íslenskur út- saumur. Reykjavík: Ver- öld. Texti og myndir: Gréta E. Pálsdóttir. Hugur og hönd 2000 21

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.