Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.2000, Qupperneq 38

Hugur og hönd - 01.06.2000, Qupperneq 38
William Morris og íslenskir forngripir Silfurskál, svonefnd hjónaskál eða brúðhjónabolli (frá Hornstöðum?). Hjónaskálin var keypt til Fomgripasafns Islands 27. janúar 1872. Talin vera frá ofanverðri 17. öld. Erlend smíð. Þjms. 871. Ljósmynd: Þjóðminjasafn íslands, ívar Brynjólfsson. I A hundrað ára ártíð William Morris 1996 var margt gert til að minnast hans og verka hans, einnig hér á landi, enda tengdist hann Islandi með ýmsu móti. Meðal annars kom hann tvisvar til landsins, 1871 og 1873, og ferðað- ist norður í land og um Vestur- land, hið fyrra skipti í fylgd meðal annars með Eiríki Magnússyni sem hann hafði kynnst í London, en þetta sama ár um haustið fékk stöðu sem bókavörður í Cam- bridge. Báðum ferðum sínum um ísland hefur Morris lýst í dagbók- um. Birtust þær á prenti í Englandi í safnriti með öðrum verkum hans þegar 1911 og voru endurprentaðar í sérútgáfu 1996. En íslensk þýðing þeirra eftir Magnús Á. Árnason kom út 1975. Sigurður Vigfússon gullsmiður, sem á árunum 1878 til 1892 var forstöðumaöur Forngripasafns ís- lands eins og Þjóðminjasafn fs- lands nefndist í fyrstu, skrifaði í skýrslu safnsins þegar hann skráði hjónaskál - öðru nafni brúðhjóna- bolla - úr silfri, sem safnið hafði keypt 27. janúar 1872: „Sami mað- ur og átti þessa (þ.e.a.s. þessa skál), hafði aðra líka; hana fékk Morris Englendingur 1871 eða hans félagar og eina hnappskeið. Þar að auki fengu þeir aðrar 10 hnappskeiðar, og mörg vönduð og gömul beltispör, hnappa, belti, o.s.fr. Þetta er meðal annars lítið sýnishorn upp á, hvað út úr land- inu fór." Frásögn þessi varð til þess að höfundi lék forvitni á að kanna hvort finna mætti upplýsingar í dagbókum Morris um gripi sem hann eða félagar hans komust yfir er þeir ferðuðust um landið tvö of- angreind sumur. Þess má geta hér að Morris skoðaði Forngripasafn- ið 30. ágúst 1871 meðan hann beið skips í Reykjavík eftir ferð sína um landið. Um þetta segir hann eftirfarandi í dagbókinni: „Væta og rok. Það eina sem gerðist var að við fórum að skoða Safnið. Þar er mikið af merkilegum hlutum að skoða, forn, miðalda og nútíma list, jafnvel það síðara er lítið frá- brugðið þrettándu aldar sniðinu." II Dagbókin frá 1871 er til muna ítar- legri en sú frá 1873. Þar kemur fram að William Morris og ferðafé- lagar hans gistu í Grímstungu 1. til 3. ágúst og keyptu þar tvær gaml- ar1 silfurskeiðar hjá bóndanum. Aðfaranótt föstudagsins 4. ágúst gistu þeir hjá Jósep lækni Skapta- Silfurskeið, svonefnd hnappskeið. Skeiðin er talin vera frá öndverðri 17. öld. Án stimpla, en sennilega dönsk smíð. Þjms. 2889. Ljósmynd: Þjóðminjasafn fslands, fvar Brynjólfsson. 38 Hugur og hönd 2000

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.