Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 40
Fjórar útskomar fjalir, framhlið af kistu frá Skálholti sem varðveittist að Hlíðarenda fram til 1883. Þýskt verk í got-
neskum Stíl, frá 14. Öld. I Þjóðminjasafni Islands, Þjms. 2437. Ljósmynd: Þjóðminjasafn íslands, fvar Brynjólfsson.
„öll timburþiljuð að innan og með
býsna vandaðri kórgrind, fallegum
kertastjaka úr látúni, tveimur
gömlum (17. aldar[?3]) myndum,
þrískiptri altarisbrík og máluðum
róðukrossi." Einnig nefnir hann að
þar hafi verið talsvert af bókum,
þeirra á meðal Guðbrandsbiblía,
kirkjuannálahandrit og „fagurlega
skrifuð sagnabók" með Hrólfs
sögu kraka, Völsunga sögu og
Ragnars sögu loðbrókar, en bók
þessa taldi hann vera handrit frá
17. öld. Ekki nefnir hann þar klæði
af neinu tagi.
Um kvöldið 5. ágúst 1871
tjölduðu þeir Morris hjá Fjarðar-
horni í Hrútafirði, og að morgni
næsta dags spurðust þeir fyrir
um það hvort fólkið ætti „ekki
eitthvað gamalt og fallegt til að
selja" og keyptu tvo hornspæni.
Þegar þeir komu að Hvammi í
Dölum 8. ágúst keypti einn
ferðafélagi Morris, Faulkner að
nafni, tvær gamlar silfurskeiðar
af gamla prestinum þar, Þorleifi
Jónssyni, og getur Morris þess að
hann hafi sett upp svo lágt verð
að Faulkner hafi greitt honum
meira fyrir þær. I Hvammi skoð-
uðu þeir einnig kirkjuna, og
greinir Morris frá nokkrum grip-
um hennar: gömlum fimmtándu
aldar kaleik og patínu „sem er
sýnilega ensk," laglegum hurðar-
hring og „nokkuð af góðum út-
saumi."
Þann 9. ágúst skrifar Morris að
þeir ferðalangarnir hafi komið að
Hornstöðum „þar sem við
keyptum silfurbikar af bóndan-
um," og á Búðum 16. ágúst
keyptu þeir „nokkur blárefa-
skinn." Mun þá vera upp talið
það sem þeir keyptu á ferðalag-
inu, að frátöldum sokkum, vett-
lingum og peysum og ýmsum
nauðsynjavarningi. Hins vegar
má geta þess að er þeir félagar
gengu inn bæjargöngin á Hlíðar-
enda 21. júlí 1871 stóð þar „stór
gotnesk kista úr útskornum viði,
frá 14. öld og komin frá Norður-
Þýskalandi," og var þeim sagt að
hún hefði áður verið í Skálholti,
á biskupssetrinu, sem ekki væri
langt undan. I Grundarfirði 13.
ágúst var ferðamönnunum boð-
ið kaffi í húsi silfursmiðs og
borðuðu þar nesti sitt meðan
þeir horfðu á „tóbaksbaukana í
smíðum," í Hítardal 19. ágúst sá
Morris í fyrsta sinn langspil og
hlustaði á litla stúlku leika á það,
en í Stafholti 21. ágúst sýndi pró-
fasturinn þeim „meðal annars
tvo mjög fallega látúnskerta-
stjaka" úr kirkjunni.
Þegar Morris ferðaðist um Is-
land í seinna skiptið, 1873, kom
hann í Skálholt 22. júlí og sá þar
meðal annars tvo altarisdúka,
altar cloths, [ekki altarisklæði
eins og segir í íslensku þýðing-
unni] bryddaða íslensku silfri og
vel varðveittan hökul „með fal-
legum fjórtándu aldar útsaumi."
Einnig sótti hann þá heim bónd-
ann að Halldórsstöðum er var
spónasmiður og keypti af hon-
um nokkra spæni, og sama
hugðist hann gera að Lundar-
brekku.
III
Samkvæmt dagbókarfærslunum
virðast þeir Morris því ekki hafa
keypt margt gamalla gripa í ferð
sinni 1871 - og eingöngu spæni
1873 - heldur frekar skoðað gripi,
en að sjálfsögðu er engan veginn
víst að allt hafi verið tíundað. Til
dæmis eru þar aðeins nefndar fjórar
silfurskeiðar, en Sigurður Vigfússon
þóttist, eins og áður er sagt, hafa
heimildir fyrir að þeir hefðu fengið
hér alls ellefu. Silfurbikarinn sem
þeir keyptu á Hornstöðum er að lík-
indum hjónabollinn sem Sigurður
nefnir svo, en ekki kemur fram í
dagbókinni að þeir hafi keypt neitt
kvensilfur.
Eina kvensilfrið sem nefnt er í
dagbókum Morris er raunar belti
það sem læknisdóttirin í Hnausum
bar við hátíðabúning sinn sem hún
klæddist til að sýna hann erlendu
ferðalöngunum að morgni 4. ágúst
1871, og hvergi er ýjað að því að fal-
ast hafi verið eftir því til kaups.
Belti þetta, loftverksbelti, kom hins
vegar til Forngripasafnsins 1892
(Þjms. 3729), og verður að teljast
með því vandaðasta sem varðveist
hefur af búningasilfri hér á landi.
Skrifaði Pálmi Pálsson um það
grein þegar 1897, en síðar, 1962,
gerði Kristján Eldjárn því einnig skil
á prenti, en hvorugum mun hafa
verið kunnugt um frásögn William
Morris. Pálmi Pálsson getur þess að
beltið sé „talið vera frá 15. öld," og
að það „viti menn fyrst til beltis
þessa, að það var í eigu Guðrúnar
Einarsdóttur, móður Jóseps læknis
Skaptasonar í Hnausum." Guðrún
40 Hugur og hönd 2000