Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Side 41

Hugur og hönd - 01.06.2000, Side 41
mw' dL í ‘.f / I - - MW|| f>< l'U’ /isjr JNy fjf mjlrft!: yi Áklæði saumað með gamla krosssaumnum og tigullaga augnsaumi af Þorbjörgu Magnúsdóttur, eiginkonu Páls lögmanns Vídalín, um eða upp úr aldamótunum 1700. Klæðið er í safni Viktoríu og Alberts í London, V&A 8-1884. Stærð: 178x134,5 cm. Ljósmynd: ímynd, Guðmundur Ingólfsson. (f. 1772, d. 1846), kona (1796) séra Skafta Skaftasonar á Skeggjastöð- urn, var dóttir séra Einars Arnason- ar (f. um 1740, d. 1822), sem síðast þjónaði Sauðanesi, og konu hans, Margrétar, dóttur Lárusar Scheving klausturhaldara á Möðruvöllum. Kristján Eldjárn segir í upphafi greinar sinnar að Jórunn Daníels- dóttir Thorlacius hafi selt safninu beltið. Jórunn var dóttir Guðrúnar (d. 1930), einkadóttur Jóseps læknis Skaftasonar. Hefur það verið Guð- rún Jósepsdóttir sem sýndi Morris og félögum hans hátíðabúninginn að Hnausum 1871, en hún giftist ári síðar Daníel Thorlacius (f. 1828, d. 1904), verslunarstjóra í Stykkis- hólmi. Kristján Eldjárn segir enn fremur að silfur með verki af því tagi sem á beltinu er, sé talið vera „frá um 1500 eða frá 16. öld." Aftan á sprotaendanum er silfurplata með gröfnu verki: mynd af konu sem heldur á sprota með margslungnu laufskrúði í hægri hendi. Hún er klædd að sið þýskra hefðarmeyja á öndverðri 16. öld, og fær tímasetn- ing sú er Morris nefnir í dagbók sinni og fyrr var getið, því vel stað- ist. Hins vegar eru þess engin merki að um mynd heilagrar Barböru sé að ræða svo sem Morris taldi vera, því að hvergi mótar fyrir turni sem er tákn Barböru rneyjar og enginn er geislabaugur um höfuð henni. Kistan sem Morris sá á Hlíðarenda 1871 er án vafa sama kistan og Pálmi ■ 3HS Hluti af áklæði Þorbjargar Vídalín. Saumgerð: gamli krosssaumurinn. Ljósmynd: ímynd, Guðmundur Ingólfsson. Hluti af bekk efst á áklæði Þorbjargar Vídalín. Saumgerð: tigullaga augnsaumur. Ljósmynd: ímynd, Guðmundur Ingólfsson. Hugur og hönd 2000 41

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.