Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 45

Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 45
skólum. Þar er gert ráð fyrir að kennsla greinarinnar taki til tveggja meginsviða; að skapa og njóta eða eins og það er orðað: Sköpun-túlkun-tjáning og Skynj- un-greining-mat. Með því að draga skýrt fram báða þættina er verið að gera auknar kröfur um að börnum sé kennd saga textílsins og að þeim sé gefið tækifæri til að skoða, greina og meta dæmi um íslenska textílmennt í fortíð og nú- tíð. Með slíka reynslu í farteskinu er unga fólkið betur í stakk búið til þess verks að þróa handverkshefð og hönnun sem byggir á menning- ararfinum en setur hann í alþjóð- legt samhengi þess samtíma. í skólastarfi hérlendis er gert ráð fyrir að skólar fari eftir Aðal- námskrá og mæti þeim markmið- um er þar eru sett. Hins vegar bindur Aðalnámskrá ekki ná- kvæmlega með hvaða hætti þeim markmiðum skal náð, t.d. hvað varðar kennsluhætti eða efni og innihald kennslunnar. Þvert á móti skal hver skóli setja sér skólanámskrá sem er útfærsla Að- alnámskrár við staðhætti. Þetta þýðir meðal annars að skólar eiga að geta sinnt fræðslu um stað- bundinn menningararf innan ramma skólanámskrárinnar. Staðbundinn menningararfur Nú kynni lesandinn að spyrja sig hvort um sé að ræða slíkan fjöl- breytileika í menningararfi Islend- inga að það taki því að fara að þróa námsefni og verkefni í hverju landshorni. Því er fyrst til að svara að kennarar í handlistum eru jafn- an að þróa sín eigin verkefni og námsefni, að vísu með fyrirmynd- ir í huga - en það er ekki eins og allir séu að læra á sömu bókina. Það sem þarf þó að koma til er markvissari skoðun á því hvað er mikilvægt að kenna, hvaða inni- hald kemur nemendum hvers skóla mest við? Ég held því hik- laust fram að nemendum á Vest- fjörðum komi til dæmis mikið við að það eru til hefðbundin prjóna- mynstur sem voru einkennandi á ákveðnum svæðum þar í bænda- samfélaginu. Þeim kemur líka mikið við hvernig menning margra þjóða mætist og hefur gagnkvæm áhrif, vegna þess að í samtímanum eru Vestfirðir byggðir fólki af fjölþjóðlegum uppruna. Eins má benda á að skagfirskir nemendur eru í veru- lega góðri aðstöðu til að kynnast byggingasögu fslands og sjálfsagt að nýta það tækifæri, að horna- og beinavinna er ákveðið áhersluat- riði hjá handverksfólki á Austur- landi og svo mætti lengi telja. Einhver kynni nú að benda á að það er hægara um að tala en í að komast - eða er eitthvert kennslu- efni til sem kennarar geta gengið að? Svarið er nei, lítið er um að kennsluefnið sé tilbúið og unnið upp í hendur kennarans. En á móti má spyrja hvort það sé nú endilega það sem kennarinn þarf - að fá uppskriftina fyrirfram gefna. Flestir kennarar eru meira og minna að vinna sitt eigið kennsluefni, textílkennarar skoða tískublöð og hannyrðablöð og taka jafnvel þaðan ákveðin verk- efni. Nú er mér spurn hvort það sé óyfirstíganlega meiri vinna að skreppa í húsvitjun í handverks- hús og fá þar hugmynd um verk- efni, eða í Handverk og hönnun eða á næsta safn og spjalla við safnvörðinn heldur en að fara í bókabúðina og kaupa nokkur út- lend prjónablöð til að ljósrita úr? Nú, eða að hugsa málið upp á nýtt - er það aðalhlutverk kennar- ans að koma með hugmyndir að því sem nemendur eiga að búa til? Það væri til dæmis farsælt og í fullu samræmi við áherslur Aðal- námskrár að fara nokkrum sinn- um í gegnum hönnunarferlið með nemendum; að greina þörf, afla nauðsynlegra upplýsinga, gera til- lögur og meta þær. Mig langar að nefna sem dæmi verkefni sem ég lagði fyrir nem- endur í 9.-10. bekk fyrir nokkrum árum. Ég hafði varið töluverðum og líklega of löngum tíma til að út- Hugur og hönd 2000 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.