Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Síða 52

Hugur og hönd - 01.06.2000, Síða 52
Fáséð heklaðferð Heklaðir vettlingar Það mun hafa verið snemma á átt- unda áratugnum að til landsins kom norski heimilisiðnaðarráðu- nauturinn (landskonsulenten), frú Signe Rutlin. Hún hefur mikinn á- huga á samnorrænum heimilisiðn- aði og þingum, sem haldin hafa verið frá upphafi stofnunar Nor- rænu heimilisiðnaðarsamtakanna, þriðja hvert ár til skiptis í þátttöku- löndunum. Er ekki ólíklegt að Signe sé sú sem setið hefir flest þingin og var þar mikill drifkraft- ur meðan hún var við störf. Hún hefur komið nokkrum sinnum til Islands og í umrætt skipti hitti hún undirritaða, sem þá starfaði sem heimilisiðnaðarráðunautur Heim- ilisiðnaðarfélags Islands. Eins og Signe er vandi er hún ævinlega fús að gefa öðrum hlutdeild í reynslu sinni og kunnáttu og í þetta skipti sýndi hún undirritaðri m.a. um- rætt hekl. Heklið, sem hér er kallað keðju- hekl, er afar einfalt og auðlært, þó er hægt að fá með því mismun- andi áferðir eftir því hvernig farið er í lykkjuna og hvort heklað er fram og til baka eða í hring. A vettlingunum er tvenns konar á- ferð, sem fæst eingöngu með því að hekla í hring. Flest hekl byrjar með því að fitja upp nokkrar loftlykkjur eins og hér er gert. Fyrir vettlinga eru þær tengdar í hring. Þverrákótta áferðin efst á vettlingunum fæst með því að stinga heklunálinni undir aftari (efri) lykkjuhelming næstu umferðar á undan (eða loft- lykkju í fit), bandið dregið í gegn og gegnum lykkjuna á nálinni, sjá ör A á teikningu. Heklað er í hverja lykkju, ef hvorki á að breikka eða mjókka stykkið. Fjöldi þverráka verður jafn um- ferðafjölda. Áferðin sem er á belg og þuml- um fæst aðeins með því að fara með heklunálina undir fremri (neðri) lykkjuhelming næstu um- ferðar á undan, sjá ör B, draga bandið í gegn og gegnum lykkjuna á nálinni. Athugið að síðasta þver- rák hverfur þegar fyrsta umferð af þessari áferð hefur verið hekluð. Það sem helst ber að varast í keðjuhekli er að hekla ekki of fast. Til að fá það hæfilega laust er best að toga svolítið aukalega í bandið áður en það er dregið í gegnum lykkjuna á nálinni. Hægt er að mynstra heklið með því að nota báðar áferðirnar sam- an, t.d. í tigla eða þríhyrninga í handarbök, skámunstur í stað rák- óttu áferðarinnar með því að hekla til skiptis tvær og tvær eða annan lykkjufjölda sem gengur upp í fitj- uðum fjölda. 52 Hugur og hönd 2000

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.