Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 5

Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 5
2. mynd. Þrír lausavasar. (a) Lausavasi með glitsaumi og drtali 1854. Stœrð: hœð 30 cm, breidd 22,5 cm. Þjms. 5459. (b) Lausavasi með einfóldu ístagi í ofinn grunn. A honum er eignarmark konu, AIDA. Stærð: hœð 24,5 cm, breidd 17cm. Þjms. 1968-527. (c) Lausavasi með bútasaumi. Stærð: hæð 33 cm, breídtd 9,2 cm. Þjms. 1965-346. Ljósmynd: Þjóðminjasafn Islands, Freyja Hlíðkvist Omarsdóttir. skatteraða vasann kvenvasa, og eins var í Þjóðólfi 1862 auglýst eftir lausum kvenvasa sem hafði tapast,[12] en samkvæmt dánarbúum tveggja bændakvenna í Rangárvallasýslu 1835- 1836, voru slíkir gripir einnig nefndir lausavasar og beltisvas- ar,[13] og í annarri heimild aukavasar, svo sem enn verður getið. Orðmyndir þessar munu þó ekki vera gamlar í málinu; má vera að þær hafi verið myndaðar til aðgreiningar frá vösum á fötum eftir að þeir fóru að tíðkast.[l4] Þegar könnuð var Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans kom enda í ljós, að elsta - og eina - dæmið þar um lausavasa tengdist tóbaksbauki sem Þjóðminjasafni Islands var gefinn 1866 og hafður var í rauðum ,,lausa(?)vasa“ sem karlmenn báru „ofan á lærinu eða ofanhalt á mjöðminni“ að því er Sigurður Guðmundsson hefur eftir heimildarkonu, ekkju Eyjólfs Einarssonar í Svefneyjum, Guðrúnu Jóhannsdóttur, sem um aldamótin 1800 er hún var að alast upp í Garpsdal hjá föður sínum, sá menn bera tóbaks- bauka eða tóbakspontur úr látúnsbúnum kókoshnetum með þessum hætti.[15] Þegar leitað var að orðunum beltisvasi og aukavasi í Ritmálsskránni fannst fyrra orðið ekki, en eitt dæmi um hitt, sama og hér verður tilgreint síðar. Að minnsta kosti þrír aðrir lausavasar eru varðveittir í Þjóðminjasafni Islands; eru tveir með framhlið úr íslenskri svartri ullareinskeftu og með opi að ofan. Annar (Þjms. 5459), glitsaumaður með stílfærðum rósum í blómakeri og með ártal- inu 1854, var raunar skráður í safnið sem lyklapoki (2. mynd a).[l6] Hinn (Þjms. 1968-527) er saumaður með mislitu sam- 3. mynd. Lausavasarnir á 2. mynd, bakhlið. (a) Þjms. 5459, (b) Þjms. 1968-527 og (c) Þjms. 1965-346. Ljósmynd: Þjóðminjasafn Islands, Freyja Hlíðkvist Omarsdóttir. 4. mynd. Sýnishorn afeinfóldu ístagi saumað í ofiinn grunn, hér í stramma tilfrekari glöggvunar. Ofantil á sýnishorninu er haft bil milli sporanna svo aðþau sjáist betur, en neðantil liggja sporin þétt saman líkt og á vasanum. Höfundur vann sýnishornið árið 2008. HUGUR OG HÖND 2008 5

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.