Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Blaðsíða 6

Hugur og hönd - 01.06.2008, Blaðsíða 6
hverfu reitamunstri og stöfunum AJDA, eignarmarki konu að nafni Ástríður Jónsdóttir, þ.e. Ástríður Jónsdóttir á [vasann] (2. mynd b). Ástríður, sem var ættuð úr Skaftafellssýslum, dó 1911, 93 ára; hún var amma gefanda, Ástu Málfríðar Bjarnadóttur. Utsaumsgerðin á vasanum er óþekkt af öðrum íslenskum útsaumi í ofinn dúk. I safnskránni er henni lýst sem „hið sérstæða glit,“ en í raun á hún ekkert skylt við glitsaum. Má helst líkja sporinu við einfalt ístag í sprangi,[17] nema hvað það er saumað í dúk en ekki í hnýtt net eða varpaðan úrraks- 6. mynd. Konur með lausavasa eða pyngjur sem virðast festar á belti með lyklasylgjum (konfund, vasahringum) til mótvægis, líkt og í lýsingu séra Steingríms Jónssonar 1818. Spássíuteikning í Jónsbókarhandriti, AM 345, fol.,f 38v, frá lokum 16. aldar. Ljósmynd: Stofnun Arna Magnússonar á Islandi, Ljósmynd: Jóhanna Olafidóttir. grunn. Samkvæmt þessu er saumgerðin hér nefnd „einfalt ístag saumað í ofinn grunn“ (4. mynd). Þriðji vasinn (Þjms. 1965- 346) er úr eigu Þuríðar Sveinbjarnardóttur (f. 1823, d. 1899), konu séra Eiríks Kúld í Stykkishólmi og talinn sennilega unn- inn af henni (2. mynd c). Hann er úr bútum afþrykktu bóm- ullarefni, kattúni, fóðraður með hvítu bómullarlérefti og með sniði ekki ólíku skatteraða vasanum (sjá 1. mynd). Orðið beltisvasi bendir til að konur hafi fest vasa þessa við belti. I skýrslu séra Steingríms Jónssonar í Odda, síðar bisk- ups, til fornleifanefndarinnar dönsku 1818, lýsir hann og dregur upp myndir af tveimur koparhringum með krosslaga miðju og ílöngu haldi (5. mynd), en hringa þessa telur hann að kunni að vera „papiskra allda leifar“ og segir að sumt fólk kalli þá „Konfund en sumt vasahríng. þared þeir brúkuðust af kvennfólki á belltinu til að vega á móti vasanum. Ecki vita menn uppruna þeirra, enn nockrir segia séu í fyrstu frá álfa fólki." Jafnframt segir hann neðanmáls að hann hafi heyrt að bændakonur í Noregi noti viðlíka vasahringi „bædi til að hallda uppi lausavasa og ad hengia a lykla.“[18] Eru koparhringar af þessu tagi einmitt nefndir lyklasylgjur eða lyklahringar af fræðimönnum seinni tíma hér á landi, en notkun þeirra mun hafa lagst af á seinni hluta 18. aldar.[19] Aðferðin við að festa á sig lausavasa sem Steingrímur nefnir virðist koma fram á spássíumynd í íslensku handriti, AM 345 fol., f. 38v, frá lokum 16. aldar, nema hvað konurnar tvær á myndinni virðast frem- ur bera pyngjur[20] en lausavasa (6. mynd). Bönd liggja frá hvorri pyngju upp undir vasahring og að líkindum undir belti, fram yfir það og niður í hringinn.[21] A annarri konumynd íslenskri, á kirkjubekk frá Laugardal í Tálknafirði frá um 1700 að talið er (Þjms. 10571), sést pyngja eða lausavasi(?) við vinstri hliði konunnar en hringur með lyklum við þá hægri, og verður að ætla að hvort tveggja sé fest við belti hennar.[22] Tvær heimildir aðrar um lausavasa eru annars eðlis en innbyrðis líkar. Er önnur eftir Kristínu Sigfúsdóttur skáld- konu (f. 1876), en hún segir um brauðveislu í brúðkaupi á Möðruvöllum í nóvember 1851 að konur hafi haft „lérefts- poka, sem þær nældu innan á svuntustrenginn og kölluðu lausavasa,“ og að þær hafi, að siðvenju, haft leifarnar af síróps- vættu brauði sínu og bænda sinna með sér heim í þeim handa „þeim sem heima voru;“ var sagt að „þegar mikið var fram borið hafi þær verið ósparar að hella sírópi yfir brauðið.“[23] Hólmfríður Björnsdóttir Hjaltason (f. 1870) minnist þess frá bernskuárum sínum 1875-1878), að húsfreyjan á bænum þar sem hún dvaldist þá hafi átt poka saumaðan úr alla vega léreftstuskum. Var hann dreginn saman um opið með sterkri snúru. En upp úr pokanum var smálykkja gerð úr sama efni og pokinn. Þegar hún lét á sig svuntuna, smeygði hún lykkjunni upp á svuntustrenginn. Lá pokinn, sem kallaður var aukavasi, niður með hliðinni, og lagðist svuntan yfir aukavasann, svo að hann sást ekki. I þennan poka lét hún svo alls konar afganga af veizlumatnum. Þegar heim kom, gaf hún börnunum að bragða á þessu góðgæti. Veislumaturinn var um þetta leyti „venjulega stórsteik, brauð, og smjör, rísgrjónagrautur með rúsínum í sykri og kanel út á,“[24] og má nærri geta hve vel þetta hefur farið saman í vasanum! I þessum tveimur heimildum var annar vasinn nældur innan á svuntustreng en hinn var með lykkju sem smeygt var upp á svuntustreng. Hvað varðar festingar varðveittu lausavasanna þá 6 HUGUROG HÖND 2008

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.