Hugur og hönd - 01.06.2008, Qupperneq 14
Heiður Vigfúsdóttir
Arfur frá gengnum kynslóðum
Ljósm. Binni
Gömlu gripirnir og baukurinn sem þeir hafa verið geymdir í.
Gamall gripur, lúinn eftir langa notkun
grípur augað og ósjálfráð löngun gerir
vart við sig að fara um hann höndum og
skoða nánar. Hver skyldi hafa gert hann,
hvert er efnið og áhöldin, hvernig var
birtan, umhverfið þar sem hann varð til?
Hver er saga hans?
Fjöldi slíkra gripa er til í einkaeign.
I Þjóðminjasafni hefur tvívegis í vetur
verið opið hús beinlínis til þess að fólk
með eigin muni geti leitað upplýsinga
hjá fagfólki. Margt forvitnilegt hefur
komið í Ijós. Aðsóknin að þessari þjón-
ustu safnsins hefur verið mikil t.d., varð
undirrituð að hverfa frá með þessa muni
sökum langrar biðar.
Eigendasaga þessara gripa sem hér er
fjallað um nær til áranna um 1930 og
hafa þeir verið geymdir í þessum gamla
bauk síðan. Þeir voru gamlir og kon-
unni kærir sem gaf þá. Hún hét Guðrún
Sigurðardóttir frá Skiphyl, Hraunhreppi
á Mýrum.
Lausavasinn hefur verið handhægur til
að geyma í smáhluti. Hann var hnýttur
um mittið, var vasi en laus frá flíkinni
sem hann var borinn við. Þessi lausavasi
er saumaður úr þrykktu bómullarefni
(kattúni), hvert spor fínlegt og haglega
gert og litum raðað smekklega saman.
Bútasaumur er í framhliðinni og hún
fóðruð, en bakhliðin ekki. Fáir lausavasar
hafa varðveist, vafalaust hafa þeir verið
notaðir til daglegs brúks og verið slitið
upp til agna. Þetta er annar af tveimur
sem saumaðir eru úr efnisbútum og vitað
er um að hafi varðveist frá fyrri tímum.
Nytjahlutur saumakonunnar gæti hafa
verið kallaður nálhús, nálaprilla, nála-
14 HUGUROG HÖND 2008