Hugur og hönd - 01.06.2008, Síða 15
Nálhús. Stœrð: lengd 9,5 cm, ummál
3,3 cm. I því eru fínlegar saumnálar,
þrístrendar nálar ogjjaðranál.
Prjónakoddi. Stœrð: hœð 12 cm, breidd
mest 9 cm. A bakhliðinni getur að líta fáséð
munstur í knippli.
Askja, karfa (Market Basket stendur á
botninum), er einnig í bauknum. Stærð:
lengd 5 cm, hæð 3,8 cm.
eða prjónakoddi. Við vitum ekki hvaða
nafni eigandinn kallaði gripinn.
Lögunin á nálakoddanum er sérstæð,
líkust stundaglasi, og er þétttroðin tróði
af einhverju tagi, en ofan í það ganga þrír
fjaðurstafir sem áður hafa geymt nálar.
Lokinu hefur svo verið hneppt yfir þær
og sjást ummerki eftir einhvers konar
hnapp eða aðra festingu sem nú er horfin.
Nálakoddinn er að framan klæddur silki-
kenndu efni, blái liturinn er grunnlitur
efnisins en sér í rauða og gula liti í munstri
við brúnir, á bakhlið er annað efni líka
blátt. Koddinn er bryddur ljósu efni.
A lokinu er áttabiaðarós fallega baldýr-
uð með silfurlitum málmþræði, snúð-
hörðu Ijósu og bláu silki eða hör. Hneslan
er svo kríluð úr sama ljósa og bláa þræð-
inum. A bakhlið er knippluð legging úr
silfruðum og bláum þræði, munstrið á
henni er fáséð. Allt handbragð á þessum
hlut er afar vandað. Attablaðarósin vísar
til íyrri tíma, sver hún sig mjög í stíl rósa
á krögum faldbúninga og á upphluts-
borðum frá 19. öld eða jafnvel íyrr.
Nálhús rennt úr viði er nett og fínlegt,
það geymir nálar: fínlegar útsaumsnálar,
þrístrendar nálar sem algengt var að nota
við skósaum og fjaðranál sem notuð var
við grófari saum.
Græn askja er með körfulagi sem lok
falla yfir sitt hvoru megin við hand-
fangið. Hún er flauelsklædd og ber miða
framleiðanda á botni sem skýrir hvað í
henni var eitt sinn, silfruð fingurbjörg
og fingurhlíf.
Gamlir gripir sem þessir eiga sér sögu
þótt aðeins hluti hennar sé ljós og minnir
okkur á að sjálf getum við skráð það sem
við vitum um eigin muni og með því
forðað þeim frá glapkistunni.
YFIR HAFIÐ OG HEIM
íslenskir munir frá Svíþjóð
5. júní 2008 til 3 1. janúar 2009
[2
ÞJÓÐMINJASAFN ISIANDS
National Museum of Iceland
HUGUR 0G HÖND 2008 1 5