Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 17

Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 17
Fáeinir altarisdúkar í eigu kirknanna reyndust vera handofnir og auk þess nokkrir ómunstraðir. Flesrir handunnir altarisdúk- ar og altarisbrúnir í prófastsdæminu voru úr hör- og/eða bóm- ullarefni. A elstu munstruðu dúkunum var hvítsaumur. Jafnan var reynt að grafast fyrir um sögu munstranna á alt- arisdúkunum. Ekki tókst þó að finna uppruna þeirra allra. Eins og við mátti búast verða mörg altarisdúkamunstrin rakin til munsturblaða og -bóka, bæði íslenskra og erlendra. Eins og við þekkjum hafa ýmis handavinnumunstur löngum gengið á milli hannyrðakvenna í láni og bendir verkefni okkar til að svipað gildi um munstur í altarisdúka. Sum altarisdúkamunstur komu oft fyrir í prófastsdæminu en önnur sjaldnar. Af einstaka munstri mátti sjá fleira en eitt afbrigði. Einnig voru í verkefninu skráð nokkur dæmi um að við endurnýjun altarisdúks hafi verið unnin nákvæm eftirgerð af fyrri dúk. Altari í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal. Altarisdúkurinn er nákvœm eftirgerð eldri dúks kirkjunnar sem var með hvítsaumsmunstri (með tjullundirlagi) frá verslun Augustu Svendsen í Reykjavík. Síðast en ekki síst rákumst við á fáeina sérhannaða dúka og munstur í altarisbrúnum (blúndum) í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Var þar einkum um að ræða hekl og harðangurssaum, oft í anda hefðar, en í einni kirkju var sérhannaður handofinn altarisdúk- ur með damaskvefnaði og trúarlegum táknum í munstri. Eftir því sem næst varð komist eru elstu altarisdúkar í próf- astsdæminu frá því snemma á 20. öld en þeir nýjustu frá upp- hafi þeirrar 21. Eins og aðrir nytjahlutir úr textílefnum slitna altarisdúkar smám saman við notkun og þvott, ganga úr sér og eru þá endurnýjaðir.2 Breytingar á ölturum kirkna eða annað 2 Það kom íIjós í verkefninu aðfínlegir altarisdúkargetafarið illa ípvotta- vélum en varfærnislegurpvottur (í höndum) stuðlar að góðri endingu. Altarisdúkur Dalvíkurkirkju. Harðangursmunstrið er hannað af Ingu Benediktsdóttur. tilfallandi getur líka kallað á gerð nýrra dúka. Flestar kirkjur í Eyjafirði reyndust eiga einn til tvo altarisdúka, sumar þó fleiri. Oftast var aðeins einn dúkur í notkun en þeir aflögðu voru í mörgum tilfellum varðveittir hjá kirkjunum eða á söfnum. Gamall altarisdúkur með hvítsaumsmunstri, úr Akureyrarkirkju (eldri). Nú varðveittur í Minjasafninu á Akureyri. Kirkjum eru oft gefnir ýmsir gripir, þar á meðal dúkar. Verkefnið leiddi í ljós að margir altarisdúkar hafa borist kirkjum í Eyjafirði sem gjafir, gjarnan að ákveðnu tilefni. Voru þeir víða í notkun, sumir nýlegir, aðrir eldri. Allir þeir altarisdúkar sem upplýsingar fengust um í prófasts- dæminu voru unnir af konum. Flin sérhönnuðu munstur sem getið er um hér að ofan voru sömuleiðis verk kvenna, utan eitt hvítsaumsmunstur sem eiginmaður teiknaði í altarisbrún fyrir konu sína. Dæmi fundust um dúka sem voru samvinnuverk- efni tveggja eða fleiri kvenna, jafnvel tveggja kynslóða. Margir altarisdúkanna eiga sér þannig áhugaverða sögu. Má ef til vill segja að þó umrætt verkefni miðist einkum við einn tiltekinn þátt handverksmenningar í þjóðlífinu, þ.e. gerð altarisdúka, snerti það um leið sögu íslenskra kvenna sérstaklega. Þegar verkefninu lauk í Eyjafjarðarprófastsdæmi var ákveðið að hefja sams konar vinnu í Þingeyjarsýslum og er hún nú vel á veg komin. Ef unnt reynist er ætlun okkar að skoða alt- arisdúka víðar um land. Skapast þá m.a. áhugaverð tækifæri HUGUR OG HÖND 2008 17

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.