Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Síða 18

Hugur og hönd - 01.06.2008, Síða 18
Hekluð altarisbrún á dúk í Þverárkirkju í Laxárdal, Suður- Þingeyjarsýslu. Þetta munstur, með örlitlum tilbrigðum, er algengt í Þingeyjarprófastsdœmi en kom hvergifyrir á altarisdúkum í Eyjafirði. til samanburðar á munstrum, gerð og sögu altarisdúka milli héraða. Má nefna að þegar hefur komið á daginn að algengasta heklað altarisdúkamunstur í kirkjum Eyjafjarðar er sjaldséð í Þingeyjarsýslum en munstur sem kemur margoft fyrir, með örlitlum tilbrigðum, í Þingeyjarprófastsdæmi var hvergi að finna í Eyjafirði. Nýjar munsturgerðir hafa einnig skotið upp kollinum í Þingeyjarsýslum en fjölbreytilegar „vinnslusögur“ altarisdúka komu fram í báðum prófastsdæmunum. Þótt stiklað hafi verið á stóru í þessari samantekt gefur hún vonandi innsýn í umrætt verkefni, og vekur um leið athygli les- enda á þeim ýmsu gersemum sem kirkjur landsins geyma. Heimild: Jenný Karlsdóttir og Oddný E. Magnúsdóttir (2006-2007).Altarisdúkar í íslenskum kirkjum. Öútgefið efni. Námskeið Heimilisiðnaðarskólans haustið 2008 Þjóðbúningasaumur Saumaður er upphlutur eða peysuföt. Herrabúningur Lagfæringar á eldri búningum Möttull eða skyrta og svunta Faldbúningur: Þriggja ára námskeiðaröð 2008-2011. Kynning á námskeiðinu verður 4. okt. kl. 14 í Nethyl 2E. Baldýring: Baldýring eða gullsaumur er gömul útsaumsgerð sem finnst víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einkum verið notuð á þjóðbúningum og kirkjugripum. Á námskeiðinu eru kenndar útfærslur á upphlutsborðum, uppsetning, baldýring og frágangur. Einnig er hugað að baldýringu til annarra nota. Knipl: Knipl er blúndugerð sem er unnin á sérstakt kniplbretti og með kniplkeflum. Nemendur læra að knipla úr hörþræði og gera nokkur munstursýnishorn. Perlusaumur og flauelsskurður: Aðferðir sem notaðar eru til að skreyta búninginn, einkum kraga og treyju, eru kenndar. Treyja og samsetning á pilsi og kraga. Höfuðbúnaður: Saumaður spaðafaldur eða krókfaldur. Sauðskinnsskór og íleppar: Kennt er að gera sauðskinnsskó og prjóna íleppa eins og lengi hefur tíðkast. Umsjónartímar: Nemendur geta sótt 2-3 umsjónartíma á önn. Þar geta þeir leitað upplýsinga, fengið aðstoð og lokið verkefnum t.d. í útsaumi, gerð höfuðbúnaðar. Upplýsingar og skráning í síma 895-0780 / 551-7800 /551-5500 mánud. til föstud. kl. 12.00-16.00 eða á hfi@heimilisidnadur.is 18 HUGUR 0G HÖND 2008

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.