Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 19

Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 19
Gréta María Bergsdóttir Strammaskáldið Guðrún Bergsdóttir Ljósm: Binni Guðrún hefur ávallt teiknað með tússlitum bœði áður og eftir að húnfór að sauma út. Myndirnar eru unnar á A4 blöð. Guðrún Bergsdóttir fæddist þann 27. júlí 1970. Hún ólst upp í Hafnarnrði og sótd í fyrstu Lækjarskóla og Víðistaðaskóla en fór síðan í Oskjuhlíðarskóla og var þar í 7 ár. Fyrsta krosssaumsmyndin. Arið 2000. Stœrð 35x23 cm. Á yngri árum sat Guðrún gjarnan við eldhúsborðið með tússlitasettið sitt og teikniblokkina og tússaði. I fyrstu voru viðfangsefnin barnslegar fígúrur en fljótlega fór Guðrún að beita tússinu markvisst á autt blaðið, byrjaði stundum á að gera ramma til að afmarka vinnu- svæðið eða skipti blaðinu upp í ferninga, ólíka að stærð. Síðan skipti hún ferning- unum upp, teiknaði form innan í formin og fyllti að lokum upp í með öllum heimsins litum. Tússmyndirnar hennar urðu flóknari og við fórum að taka eftir ákveðinni formhugsun og þróun í mynd- unum. Mörgum árum síðar fór Guðrún á ýmis námskeið hjá Fullorðinsfræðslu fatlaðra, sem nú heitir Fjölmennt, og lærði m.a. textílsaum og vélsaum. Upp úr því fór hún að æfa sig í krosssaumi, og ég held að mamma okkar hafi átt stóran þátt í því með því að gefa henni í fyrstu stramma með áteiknuðu mynstri og útvegað henni æ síðan efni í hannyrð- HUGUR 0G HÖND 2008 1 9

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.