Hugur og hönd - 01.06.2008, Síða 20
irnar. Allt garn sem Guðrún notar eru afgangar frá hinum og
þessum konum sem henni hafa verið gefnir, og hún safnar þeim
saman í bakpokann sinn. Þannig eru engin mynda hennar gerð
úr sömu tegund garns, heldur ægir saman ýmsum tegundum
í mismunandi grófleika og litabrigðum. Það gerir myndirnar
svo lifandi sem raun ber vitni. Þær eru nánast þrívíðar, ólgandi
eins og náttúran eða framandi heimur sem hægt er að sökkva
sér í og skoða endalaust. I fyrstu virðist sem Guðrún velji garn
af handahófi, en það er af og frá, hún hættir ekki fyrr en hún
finnur rétta litinn, áferðina og grófleikann. Sumt garn vill hún
alls ekki nota og verður afgangs. Það er ekkert handahófskennt
við vinnuna. Og pokann sinn hefur hún með sér hvert sem
hún fer, í vinnuna, sumarfríið, heimsóknir og við sjónvarpið
þar sem hún saumar mest.
Guðrún er starfsmaður í Asi, verndaðri vinnustofu, þar sem
hún vinnur m.a. við að falda klúta á saumavél. I kaffitímanum
tekur hún upp strammann sinn og saumar nokkur spor eins og
tíminn leyfir, jafnvel fullkomnar listaverkið, áður en hún sest
aftur við klútasauminn.
Arið 2000 byrjaði Guðrún að sauma í auðan stramma, en
alllöngu síðar áttaði fjölskyldan sig á því að krosssaumsmyndir
Guðrúnar voru nánast bein yfirfærsla af tússmyndunum yfir
í strammann. Fyrstu krosssaumsmyndirnar eru einfaldar eins
og fyrstu tússmyndirnar, formin eru stór, fletirnir fáir, litirnir
hreinir og einfaldleikinn er í fyrirrúmi. Fljótlega fara fletirnir
að minnka og litunum að fjölga, mynstrin verða flóknari. Nú
átta árum síðar eru verkin hennar alveg ótrúleg og svo flókin að
því er virðist, en eru í raun algjörlega úthugsuð af hennar hálfu
að uppbyggingu forms og lita. Guðrún vinnur alltaf aðeins eina
mynd í einu og ef henni mislíkar myndin eyðir hún stundum
Krosssaumur. ÁriS 2001. Stœrð 37x34 cm.
1 c
Ét Hjj
■ ): 1
1! - 1
flféfgi
LnHHnnJ
’
Frd sýningu Guðrúnar í Gerðubergi árin 2006-2007.
20 HUGUR 0G HÖND 2008