Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Síða 23

Hugur og hönd - 01.06.2008, Síða 23
Hér er verið að endurhlaða hluta af hestaréttinni. Þar var grjót lagt í streng alla vegghœðina. 1. Torf sem byggingarefni; eðli þess og notkun, torfhleðsla og verkfæri sem tengjast vinnslu efnisins. 2. Grjót og grjóthleðslur og nauðsynleg verkfæri. 3. Timbur; öflun þess og nýting, verkfæri og vinnubrögð. 4. Járn; eldsmíði járns til heimilishalds og húsbygginga. I stjórn Fornverkaskólans eiga sæti deildarstjóri Tréiðnað- ardeildar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, deildarstjóri Ferðamáladeildar Fiólaskóla - Fíáskólans á Hólum og safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga. Um leið og handverkið er kennt gefst tækifæri til að safna heimildum um það og varðveita til komandi kyn- slóða. Hlutverk samstarfsaðilanna eru skilgreind þannig að Byggðasafn Skagfirðinga safnar og skráir heimildir um aðferðir og vinnubrögð á námskeiðunum og varðveitir þær upplýsingar í formi ljósmynda, myndbandsupptakna, uppmæl- inga, teikninga, nákvæmra ritaðra lýsinga og hljóðupptakna ef þarf. Byggðasafnið leggur einnig til vettvang fyrir námskeiðin að Tyrfingsstöðum á Kjálka, þar sem torfhúsin eru á fallanda fæti, og að Suðurgötu 5 á Sauðárkróki þar sem gamalt timb- urhús frá 1923 bíður aðhlynningar. Safnið gerði samning við eigendur Tyrfingsstaða um aðgang að öllum húsum jarðarinn- ar til þess að nota þau sem vettvang handverkskennslu, með það fyrir augum að þau fái að standa í upprunalegri mynd að námskeiðum loknum. Iðnaðarmannafélagið á Sauðárkróki afhenti Arbakka, Suðurgötu 5, gagngert til námskeiðahalds Fornverkaskólans og varðveislu. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra (FNV) leggur til sérhæfða kennsluaðstöðu í verk- námshúsi sínu og annan búnað eftir þörfum. FNV varðveitir einnig gögn um kennslu á námskeiðunum. Ferðamáladeild Hólaskóla leggur til kennsluaðstöðu og veitir aðgang að mannvirkjum Hólastaðar sem fela í sér fornan byggingararf og fer með alla umsýslu fyrir skólans hönd. Námskeiðin eru ætluð starfsfólki fyrirtækja í byggingariðn- aði, sem vinna verkefni tengd minjavörslu, starfsfólki safna, staðarvörðum, áhugafólki um varðveislu handverkshefða, land- eigendum, húseigendum, og öðrum sem vilja nýta og varðveita gömul mannvirki t.d. í ferðaþjónustu eða læra handverk til viðhalds og varðveislu eigna sinna. Kallað er til Þjóðminjasafns Islands, Fornleifaverndar ríkisins og Húsafriðunarnefndar rík- isins, Fornverkaskólanum til halds og trausts þegar upp koma mál sem einungis verða leyst með þeirra aðstoð. Námskeið Fornverkaskólans eru að því leyti sérstök að fornt bygging- Þarna er verið að setja bönd d raft sem var sérstaklega valinn í ftörunni á Hrauni á Skaga ogfluttur á vinnslustaðþar sem grindin var unnin. arhandverk er ekki skilgreint sem löggilt iðngrein og þau eru fyrst og fremst verkleg. Nemendur kynnast gömlum verkfær- um, en læra jafnframt að beita verkfærum nútímans á þann hátt að það rýri ekki gæði handverksins né breyti því. Námið krefst þess að nemendur tileinki sér viðhorf minjaverndar til viðfangsefna er lúta að varðveislu og viðhaldi. Kennsla í fornu handverki hefurþað að markmiði að viðhalda sem mestu og breyta sem minnstu. Vinnureglur við nýtingu friðaðra mannvirkja eru hafðar að leiðarljósi. Með námskeiðunum er stefnt að því að útskrifa nemendur: 1. sem þekkja vinnubrögð við íslenskt byggingarhandverk, s.s. torfskurð, torf- og grjóthleðslu, trésmíði og málmsmíði. 2. með þekkingu á einkennum, þróun og varðveislu menning- arlandslags á Islandi. 3. sem eru færir um að kynna þann menningararf sem felst í menningarlandslagi og mannvirkjum til sveita. 4. sem geta aukið við þekkingu sína á fornu byggingarhand- verki og viðhaldið verkkunnáttu sinni. 5. sem með tímanum öðlast færni sem arfberar, sem t.d. geta beitt fornu handverki af nægri kunnáttu til að geta kennt öðrum, og með því bera þekkinguna áfram og miðla til þess næsta. Þakviðir lagðir á Hólhús sem eru tvíása hús. Reft er á ása og spor í vegg þar sem undir eru steinhellur. Stoðir undir ásum afmarka breidd garðans, sem er með garðaböndum úrflettum borðviði. Þakið var svo tyrfl á seinna torfhleðslunámskeiðinu. HUGUR OG HÖND 2008 2 3

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.