Hugur og hönd - 01.06.2008, Qupperneq 26
Sigurjón Ólafsson
Fluguhnýtingar
Ljósm. Ólafur Geir Sigurjónsson
Fyrstu heimildir um hnýtingar á veiði-
flugum er að finna í bók sem gefin var út
árið 1496, „The TreatyseofFysshynge wyth
an Angle“ eftir Dame Julyana Bernes.
Snemma hafa menn því farið að reyna að
heilla fisk með fjaðurskreyttum önglum.
Það hlýtur þó að hafa verið talsvert fyrr
sem fyrstu flugurnar komu fram, því að
varla var byrjað að hnýta flugur eingöngu
fyrir þessa bók. Eftir þetta virðist ekki
mikið minnst á veiðiflugur í bókum eða
ritum fyrr en komið er fram á 19. öld þó
að finnist ein og ein grein á stangli. A
19. öld fara hins vegar í hönd miklir upp-
gangstímar í hnýtingum, sem enn sér ekki
fyrir endann á. Bókaútgáfa var talsverð,
tímaritagreinar birtast víða og fjölmargir
hnýtarar koma fram. Bretaveldi var upp
á sitt besta og teygði anga sína um allan
heim. Hnýtarar höfðu aðgang að þeim
efnum sem þeim datt í hug og gilti einu
af hvaða skepnu það var. Sjómenn breska
heimsveldisins komu heim með hami og
feldi hvaðanæva að.
Margar fallegustu flugur sögunnar
komu fram á þessum tíma. Nú eru
flugur af þessari gerð kallaðar klassískar
flugur og eru nánast eingöngu hnýttar til
sýnis og innrömmunar. Friðun dýra var
á þessum tímum nánast óþekkt og því
eru núlifandi hnýtarar grænir af öfund
yfir þeim fjöðrum sem í boði voru, en
eru nú nánast ófáanlegar. Framboð hefur
þó lagast undanfarin ár með ræktun
á sjaldgæfum dýrum, en sumar þeirra
fjaðra sem notaðar voru í flugur á 19.
Laxafluga.
öld eru enn mjög dýrar. Nokkrar fjaðr-
ir, sem nægja aðeins í eina flugu geta
jafnvel kostað tugi þúsunda króna, já, í
eina flugu.
Hingað til lands virðast veiðiflugur
hafi komið með erlendum veiðimönnum
snemma á 20. öld. Fluguhnýtingar hóf-
ust þó ekki hér á landi að nokkru ráði
fyrr en eftir miðja öldina og hafa farið
hraðvaxandi síðan. Islenskir hnýtarar
hafa almennt á sér gott orð fyrir hnýt-
ingar sínar og þykja gera góðar, fallegar
og fengsælar flugur.
Að sjálfsögðu er keppt í flugu-
hnýtingum víðs vegar um heim.
Heimsmeistaramótið í Kanada er afar
fjölsótt en sennilega er fjölsóttasta
keppnin í Noregi sem má helst líkja við
Olympíuleika. I slíkri keppni er ekki óal-
gengt að það taki 20 klst. að hnýta eina
flugu. Lengsti tími sem ég veit um, er frá
frönskum kunningja mínum, en hann
var tæpar 200 klst. að hnýta eina keppn-
isflugu sem síðan vann gull í Noregi.
Algengur hnýtingartími fyrir venjulega
veiðiflugu er samt ekki nema 4-10 mín-
útur, þó að sumar þeirra taki lengri tíma,
það er helst að talsverður tími fari í að
lakka hausinn, því að umferðir þurfa
að minnsta kosti að vera þrjár og góður
þurrktími á milli umferða.
Hnýtingasýningar eru einnig haldn-
ar víða um heim. Þar koma saman
fluguhnýtarar til skrafs og ráðagerða og
sýna gestum og hver öðrum hnýtingar.
Sjálfur hef ég farið á slíkar sýningar
erlendis og lært mikið og eignast frábæra
félaga beggja vegna Atlantshafsins sem
ég held stöðugu sambandi við. Sumt af
því sem ég hef séð hnýtara gera á svona
sýningum er hreinlega ekki hægt að gera
þó að maður horfi á það gerast, augun
Bjalla.
26 HUGUR OG HÖND 2008