Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 32

Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 32
Gallerí Snærós á Stöðvarfirði Á Stöðvarfirði hafa hjónin og mynd- listarmennirnir Ríkharður Valtingojer og Sólrún Friðriksdóttir rekið Gallerí Snærós síðan árið 1988. Þegar þau fluttu til Stöðvarfjarðar árið 1985 með tvö ung börn sín keyptu þau gamalt hús sem þau gerðu upp. Þau byggðu síðan við húsið, gerðu þar vinnu- stofur og innréttuðu lítið gallerí sem svo hefur stækkað í áranna rás. I galleríinu hafa þau sýnt og selt mynd- list sína og listhandverk og á síðari árum hefur Rósa dóttir þeirra einnig komið að því starfi með þeim. Það sem þau hafa til sýnis og sölu í galleríinu eru aðallega grafíkmyndir, akrýlmálverk, skartgripir, litaðar silki- slæður, þæfð sjöl úr ull og silki, vefnaður, litríkar töskur, textílarmbönd og máluð kort. I galleríinu eru jafnframt haldnar myndlistarsýningar. I ágúst 2007 lauk fjölskyldan við bygg- ingu nýs húss á lóðinni sem hýsir full- komið grafíkverkstæði eða „Grafíksetrið”. Jafnframt voru innréttuð vel búin text- ílverkstæði og keramikverkstæði og gall- eríið stækkað. Fyrir utan betri aðstöðu nú fyrir eigin vinnu, bjóða þessi góðu húsakynni upp á lifandi listastarfsemi í formi námskeiða, vettvangsnáms fýrir grunnskóla- og framhaldsskólanemendur og samvinnu við aðra myndlistarmenn. Gallerí Snærós er opið daglangt yfir sumartímann og er vinsæll viðkomustað- ur innlenra og erlendra ferðamanna en á veturna er opið eftir samkomulagi. Nemendur í vettvangsferð. 32 HUGUR 0G HÖND 2008

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.