Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 33
Margrét Valdimarsdóttir
«
W
heppnað Norrænt heimilisiðnaðar-
þing á vegum HFÍ haustið 2007
Norrænt heimilisiðnaöarþing
I tilefni af formennsku Heimilisiðnaðarfélags Islands í Nordens
Husflidsforbund hélt félagið Norrænt heimilisiðnaðarþing í
lok september 2007. Norræn nefnd innan félagsins hélt utan
um þingið og fjölmörg samstarfsverkefni tengd því. Verkefnið
í heild var skemmtilegt og tókst vel, margir voru virkjaðir til
þátttöku, tengsl mynduðust og HFI fékk jákvæða kynningu.
Samstarfsaðilar og sýningar
Yfir tuttugu aðilar tóku þátt í samstarfi í tilefni af þinginu.
Arangur af samstarfinu mátti m.a. sjá á þremur sýningum
á vegum félagsins en auk þess er mánaðarlegt prjónakaffi
og væntanleg nútíma sjónabók afrakstur þess. Sýningarnar
reyndust afar mikilvægur hluti þingsins. Mikill fjöldi tók þátt
í sýningunum og margir heimsóttu þær sem að öðru leyti
tóku ekki þátt í þinginu. Þema sýninganna var það sama og
þingsins: Handverkshefð í hönnurt.
Ljósm. Guðrún Pálína Haraldsdóttir
Gestir þingsins skoða sýningu HFI í Gerðuhergi. Bergrós
Kjartansdóttir segir frá verki sínu.
Nomena húsið
Samsýning allra skólastiga var haldin í Norræna húsinu. Þar
voru sýnd verk þriggja grunnskóla (Hagaskóla, Ingunnarskóla
og Lágafellsskóla), fimm framhaldsskóla (Borgarholtsskóla,
Fjölbrautarskóla Suðurlands, Iðnskólans í Hafnarfirði,
Verkmenntaskólans á Akureyri og Hússtjórnarskólans á
Hallormsstað), Listaháskóla Islands auk Heimilisiðnaðarskólans
og Den klassiske broderiskole frá Skals í Danmörku. Yfir 400
nemendur tóku þátt í sérstökum verkefnum af þessu tilefni en
verk tæplega 130 þeirra voru á sýningunni. Skólastjórnendur,
kennarar og nemendur voru afar ánægðir enda tókst vel til,
sýningin fjölsótt og öllum til sóma.
Gestir þingsins skoða sýninguna í Norrœna húsinu.
Gerðuberg
Hönnuðum, handverks- og listiðnaðarfólki var boðin þátttaka
í sýningu félagsins í Gerðubergi. Sýningin var haldin í samráði
við Handverk og hönnun og Gerðuberg. Fimmtíu manns sendu
inn yfir 300 verk en nefnd valdi úr verk þrjátíu og fjögurra
einstaklinga til sýningarinnar. Gefin var út vegleg sýningarskrá
sem dreift var ókeypis til gesta. Sýningin var fádæma vel sótt.
Arbajarsafn
Faldafeykir, hópur áhugakvenna um íslenska faldbúninginn,
sýndi verk í Listmunahorni Árbæjarsafns. Sýningin kallaðist
Hliðarspor en þar gaf að líta verk þar sem faldbúningurinn var
nýttur sem innblástur að nýjum verkum. Auk þinggesta nutu
almennir gestir safnsins sýningarinnar.
Þingið
Þema þingsins var Handverkshefð í hönnun og undirtitill
þess — framtíðin er í okkar höndum. Dagskrá þingsins
samanstóð af setningu og móttöku fyrsta kvöldið, fyrirlestrum,
pallborðsumræðum um UNESCO samninginn og heimsóknum
í Norræna húsið og verslunina Kraum annan daginn. Þriðja
daginn var farið um Borgarfjörð og fjórða og síðasta daginn
voru fyrirlestrar og heimsóknir í Gerðuberg og Arbæjarsafn
ásamt lokakvöldverði. Auk þess var haldinn formannafundur
að kvöldi annars dags. Erlendu gestirnir tóku þátt í allri
dagskránni en Islendingum gafst kostur á að taka þátt í hlutum
hennar, til dæmis að hlusta á stök erindi.
HUGUROG HÖND 2008 33