Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Síða 34

Hugur og hönd - 01.06.2008, Síða 34
Fyrirlesarar Það var samdóma álit þátttakenda að erindi á þinginu hefðu verið einstaklega fjölbreytt og skemmtileg og myndað góða heild um þema þingsins: Handverkshefð í hönnun. Fyrirlesararnir voru listamenn, hönnuðir og fræðimenn frá sex löndum. Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) prófessor við Listaháskóla Islands hélt fyrsta erindið sem hann kallaði Rýnt í skraut og mynstur íþjóðararfmum. I erindinu fjallaði Goddur um eðli hugmynda, þ.e. hvernig hugmyndir ferðast og að þær séu hvorki þjóðlegar né persónulegar heldur hvernig unnið er úr þeim. Máli sínu til stuðnings sýndi hann myndir af mynstrum hvaðanæva að auk mynda úr væntanlegri sjónabók. Marie Koch ráðgjafl og fyrr- verandi rektor í Kerteminde í Danmörku flutti næst erindið Hvernig getur heimilisiðnaður gegnt Lykilblutverki í afþrey- higariðnaðinum? Frásögn um hefðir, gildi, hönnun og verðmati upplifunarinnar. Eins og titillinn ber með sér fjallaði hún um hvernig nýta má staðbundna þekkingu og handverk í ferðaþjónustu. Einnig vísaði hún til þess hvernig hefðbundið handverk er nýtt sem innblástur m.a. í hönnun. Að auki sýndi hún dæmi um hvernig handverk er í auknum mæli notað í menningarlegum og jafnvel pólitískum tilgangi m.a. í prjónuðum götulistaverkum. UNESCO. Hlutverk hans er m.a. að hefja til virðingar ósnert- anlega hluta menningararfsins, t.d. siðvenjur, framsetningu, tjáningarform, þekkingu, færni og verkkunnáttu. Fram kom að skiptar skoðanir eru um samninginn, m.a. telja sumir að með skráningu á lista verði til ný tegund „hluta“ sem í raun sé andstætt þeim óhlutbundnu gildum sem samningnum er ætlað að vernda. I kjölfar erindisins fóru fram pallborðsumræður þar sem fulltrúar allra aðildarlanda Nordens husflidsforbund skiptust á skoðunum um ótvírætt mikilvægi samningsins fyrir heimilisiðnaðarfélögin. Prjónað götulistaverk (prjónað grafíttí) lír fyrirlestri Marie Koch. Ljósm. www.knittaplease.com Guðrún Lilja Gunn- laugsdóttir hönnuður og húsgagnasmiður fjallaði um eigin hönnun í erindi sínu Hvernig handverk og nútímatizkni sameinast í nýjum hlutum. Guðrún notar m.a. gömul útskurðar- og handavinnumynstur í verkum sínum auk þess sem þjóðsögurnar eru henni oft innblástur. Meðal þess sem bar á góma í erindinu voru umhverfissjónarmið ásamt kostum og ókostum framleiðslu á Islandi. „Heklað stál” hilla eftir Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur. Lars Strannegárd prófessor í fyrirtækjahagfræði frá Svíþjóð hélt erindið Mótun eigin ímyndar. Hjá honum kom fram að vörur og þjónusta eru í auknum mæli seld með því að höfða til til- finninga fólks. Þetta gerir það að verkum að fagurfræði og hönnun skiptir sífellt meira máli. Við þessar kringumstæður eykst gildi þjóðlegs og staðbundins handverks svo sem heim- ilisiðnaðar. Valdimar Tr. Hafstein lektor í þjóðfræði við Háskóla íslands flutti erindið Hof hátíðir, handverk: Menningarerfðir mann- kyns og sáttmáli UNESCO. Þar rakti hann tilurð og sögu samningsins sem ætlað er að vera mótvægi við heimsminjaskrá Fatnaður frá norsku fatahönnuðunum Arne & Carlos. Ljósm. Bent René Synnevág. „Brisings Stole” hluti af stœrra verki eftir Lori Talcott. Ljósm. Doug Yaple. Lori TaLcott gullsmiður og sagn- fræðingur frá Bandaríkjunum nefndi erindi sitt Framvinda handverksins en í því fjallaði hún um starf sitt sem listamanns. Lori er af fimmtu kynslóð gullsmiða og þekkir vel þá ögrun að vera handverksmaður í nútímasam- félagi. Meðal þess sem fram kom er mikilvægi þess að verðleggja vinnu sína rétt til þess að hand- verkið ávinni sér virðingu og haldi henni. Eija Váhálá deildarforseti Kupio design í Finnlandi fjallaði um mikilvægi handverks á andlega og líkamlega heilsu í erindi sínu Sá sem ftzst við handverk stefnir að ánagjulegri oggefandi framtíð. Þar kom fram hvernig ástundun handverks hefur áhrif á sköp- unargáfu, sjálfstraust og jákvæðar tilfinningar eins og þolgæði og ímyndunarafl. HiLdur Bjarnadóttir myndlistarmaður flutti erindið Bakgrunnur. Hún greindi frá uppvexti sínum og áhrifavöldum á list sína. Handverk hefur ætíð skipað stóran sess hjá Hildi og sjást þess greinilega merki í myndlist hennar sem m.a. sýnir samspil lista og handverks kvenna. Hildur sagði frá fimm einkasýningum sem hún hélt árið 2006 og hvernig henni verður handverkið sífellt hugleiknara í myndlistinni. 34 HUGUR OG HÖND 2008

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.