Hugur og hönd - 01.06.2008, Blaðsíða 35
Arne Nerjordet & Carlos Zachrison fatahönnuðir frá Noregi
fluttu erindið Frá hefð til tísku. Félagarnir vinna sameiginlega
að fatalínu sem kallast einfaldlega Arne & Carlos. Þeir sýndu
fjölda mynda af hönnun sinni og sögðu frá vinnuaðferðum
sínum þar sem hefðir, búseta, handavinnuáhugi og gamlar
konur gegna m.a. stóru hlutverki. Nýlega gaf Norsk husflid út
bók um Arne & Carlos ásamt prjónauppskriftum þeirra.
Karl Aspelund kennari við Universiry of Rhode Island flutti
síðasta erindi þingsins: Flandverkshefðin: Fyrirmynd til kennslu
í visthœfri hönnun. Ekki verður fjölyrt um innihald erindisins
hér þar sem Karl skrifar sérstaka grein um efnið annars staðar
í þessu blaði.
Heimsókn þinggesta í Haraldarhús á Akranesi í boSi bœjarstjórnar.
Þátttaka
Rúmlega 130 manns tóku beinan þátt í þinginu sjálfu, þar af
rúmlega áttatíu Islendingar og tæplega fimmtíu erlendir gestir,
að ógleymdum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í tengdum
verkefnum eða heimsóttu sýningar. Mjög mikil ánægja var á
meðal gesta þingsins með dagskrána, fyrirlesara og innihald
erinda og viðburði tengda þinginu. Ákjósanlegt hefði verið að
enn fleiri hefðu notið þeirra góðu fyrirlestra sem í boði voru
en þó ber að hafa í huga að þingið er fyrst og fremst ætlað
starfsfólki Heimilisiðnaðarfélaganna.
Þátttakendur frá Finnlandi á lokakvöldverðinum á Fjörukránni.
Vibeke Mohr formaSur Norsk husflid tekur viS formennsku í
Nordens husflidsforbund úr hendi Margrétar Valdimarsdóttur. A
milli þeirra stendur Sigrún Helgadóttir, formaSur HeimilisiSnaSar-
félagsins.
Að lokum
Formennska HFI í Nordens husflidsforbund hefur fært félaginu
jákvæða reynslu sem nýtast mun í framtíðinni. Frændur okkar
í aðildarlöndum Nordens husflidsforbund dáðust að því að
eins fámennt félag og okkar hefði bolmagn til að standa jafn
veglega að málum og raun bar vitni. Norðmenn sem nú gegna
formennsku munu halda næsta þing þar í landi árið 2010.
Þingin eru mikil upplifun og skemmtileg fyrir alla þá sem unna
heimilisiðnaði.
Norskir og samískur þátttakandi á lokakvöldverSi þingsins.
HUGUROG HÖND 2008 35