Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 36

Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 36
Karl Aspelund arid andverkshefðin: Fyrirmynd kennslu í visthæfri hönnun Á síðustu öld hafa kröfur fjöldafram- leiðslu mótast af kennslu- og starfs- háttum hönnunar á kostnað þekkingar á handverki. Kennslan var skilin frá aðferðum og hefðum handverksins þannig að núorðið er greinargóð þekking á handverki í flestum tilvikum ekki talin til nauðsynlegrar undirstöðu í hönnunargreinum, heldur einangrað námsefni sem er rannsakað sérstaklega. Handverkinu er bætt við hönnunarnámið til skemmtunar eða til að gera námið meira aðlaðandi. Ný athugun á tengslum hönnunar og handverks, að hætti Williams Morris, Deutscher Werkbund og Bauhaus, er tímabær. Alvarleg endur- skoðun af þessu tagi hefur ekki átt sér stað í meira en hálfa öld bæði vegna yfirgnæfandi áhrifa módernismans, gífur- legrar iðnvæðingar og pólitískrar stefnu 20. aldarinnar bæði í austri og vestri og enn fremur vegna neyslumenningar sem er orðin hornsteinn efnahagskerfis heimsins. Grænar eða visthæfar aðferðir ættu að vera hvati að nýrri samtvinnun handverks og hönnunar. Hröð tækniþróun í lok síðustu aldar og hinar óumflýjanlegu þjóðfélags-, efnahags- og pólitísku breytingar sem komandi áratugir munu hafa í för með sér munu krefjast nýrra aðferða í hönn- un, framleiðslu og markaðssetningu. Margmilljónaþjóðir í Kína, Indlandi og víðar eru að koma sér upp lífsstíl með sams konar neyslumenningu og Vestur- landabúar hafa talið sjálfsagða í áratugi. Neysla af þessu tagi leiðir til reiknings- dæmis sem hefur frekar skelfilega útkomu. Ef litið er á skýrslur sem Sameinuðu þjóðirnar og The World Wildlife Fund hafa tekið saman á síðustu árum, er ljóst að Vesturlönd nýta vistkerfi jarðar tvisvar til sex sinnum örar en plánetan getur þolað (hér er átt við grunn-hráefnisöfl- un, sem er vatn, ræktarland, skóglendi og fiskimið ásamt skóglendi því sem nauðsynlegt er til að jafna kolefnisfram- leiðslu). Þar sem önnur lönd keppast nú við að koma sér upp neysluþjóðfélagi af því tagi sem Vesturlandabúar hafa státað sig af, má reikna með, ef ekkert er að gert, að vistkerfið verði undir álagi sem það mun ekki jafna sig af fyrir lok þessarar aldar. The World Wildlife Fund einfaldar málið á áhrifaríkan hátt með því að benda á að auðveldast sé að líta á þetta svona: komi heimurinn sér upp neysluþjóðfélagi með sams konar óhófi og Vesturlönd hafa byggt efnahagstefnu sína á, þá þarf sex plánetur til að standa undir því. En það þarf ekki að sexfalda, við erum nú þegar að ofnýta plánetuna, þar sem heimurinn allur er nú þegar að nýta vistkerfi jarðarinnar u.þ.b. tuttugu prósent umfram endurnýjunargetu.1 Það er mikil kaldhæðni fólgin í því að 1 Skýrslu The World Wildlife Fund, “The Living Planet Report“ má finna á Netinu: www.panda.org/livingplanet nú þegar „þriðji heimurinn” svokallaði er að taka upp markaðsþjóðfélag með tilheyrandi neyslustefnu, þá eru þjóð- irnar sem fúndu upp efnahagsstefnu þar sem aukning framleiðslu og neyslu er lögð til grundvallar „velmegun“ að átta sig á því að dæmið gengur ekki upp. En kaldhæðni getur fólgið í sér sannleika og sama er hvernig dæmið er reiknað, við erum að éta sáðkornið og étum það hraðar með degi hverjum. Það skiptir ekki máli hvar í veröldinni við erum, öll berum við skyndilega augljósa ábyrgð á framtíð okkar allra. Hönnuðir munu verða að laga sig að nýjum og strangari takmörkunum auðlinda. Það er einnig að verða ljóst, að hönnuðir eiga engan annan kost en að taka upp sjálfbærar aðferðir sem stuðla að lágmarks umhverfisálagi af völdum vöru þegar litið er til vistferils vörunn- ar, þ.e. allt frá hráefnisöflun til end- urvinnslu, endurnýtingar, eða forgunar. Þessum kröfum má svara með því að 36 HUGUR OG HÖND 2008

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.