Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 37

Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 37
taka mið af hefðum og aðferðum hand- verks í hönnunarkennslu. Þar sem umhverfisvænar aðferðir skilja sig gjarnan á áhrifamikinn hátt frá stöðl- uðum framleiðsluaðferðum í iðnaði, er oft erfitt að finna fyrirmyndir þegar kenna á hönnunarnemum hagkvæmar, nothæfar og sannreynanlegar leiðir til að uppfylla meginmarkmið sjálfbærrar hönnunar, þ.e.a.s. að umhverfisáhrif samfélags séu í lágmarki. Handverkshefðin og aðferðir hennar fela í sér margar nothæfar fyr- irmyndir til kennslu á umhverfisvænni hönnun. Hönnunarkennsla mætti því taka mið af þeim. Sem dæmi má nefna: • Hagkvæm orkunýting: Framleiðslu- aðferðir handverks miðast við mennsk afköst og mennskt umfang, með lágmarks orkunotkun. • Gæði og ending: Gæði og end- ing handverks veldur því að neyt- andinn endurnýjar vöruna sjaldn- ar og minni framleiðsla veldur því minna umhverfisálagi. Tekjumissir framleiðenda bætist upp með hærra vöruverði, sem neytandinn lærir að samþykkja þar sem varan er ending- arbetri. • Endurnotkun, endurnýjun og end- urnýting: Vistferill handverksfram- leiðslu leiðir til hámarks hráefnis- og auðlindanýtingar og lágmarks úrgangsframleiðslu. • Lítil umhverfisárif af völdum hráefn- isnotkunar: Framleiðsla á handverki nýtir hráefni sem eru skaðlaus, vist- bær og endurunnin eða endurnýtt. Vinnslan krefst gjarnan orkunotk- unar í lágmarki. Ef hönnunarkennsla á að taka mið af handverkshefð, getur handverksfólk lagt sitt á vogarskálarnar með því að aðlaga sig að starfsháttum sem samskiptatækni 21. aldar býður upp á. Enn fremur, í sam- hengi við það að „starfa innan samfélags- ins“ ætti handverksfólk að skoða hvaða merkingu „samfélag“ hefur, þegar sam- skipta- og fjölmiðlar hafa brotið niður landfræðilegar og félagslegar hindranir fyrri alda. Þróa má stærri samvinnuein- ingar og nýjar aðferðir í aðföngum og flutningum. Þá má nefna nauðsyn þess að fræða bæði framleiðendur og neyt- endur, svo og mikilvægi þess að end- urskilgreina neysluferlið með hvatningu til endurnotkunar, endurvinnslu og með skilagjöldum á vörum og hráefnum. Hönnunarskólar og handverksfólk geta starfað saman til að kynna starfshætti handverks á fyrstu stigum hönnunar- náms og koma hugsjónum visthæfni inn í námið í bland við listiðnaðarhugsjónir Williams Morris, Bauhaus og Deutscher Werkbund, þar sem tengsl nemenda við framleiðslu, markað og neytendur eru í fyrirrúmi. Áhrifarík skref í þá áttina gætu verið: • Sköpun verkefna þar sem nemend- ur vinna að verkefnum úti í eigin samfélagi í samvinnu við handverks- fólk. • Að kenna nemendum, markvisst og kerfisbundið, vistferlisgreiningu frá sjónarhóli handverkshefða og ýta þannig undir þróun sjálfbærra aðferða í hönnun. • Að bæði opinberar stofnanir og einkafyrirtæki stofni til samkeppna, verðlauna og fjölmiðlaherferða til að fræða neytendur og framleiðendur og breyta afstöðu þeirra til fram- leiðslu handverks. • Að hönnunarnemendur kunni vel til þjóðlegra aðferða og fræða sem hætta er á að glatist og verði þannig verndarar og forsvarsmenn þeirra. • Að skrásetja og birta sjálfbær- ar aðferðir sem eru stundaðar og rannsaka visthæfar aðferðir sem geta komið í stað eða betrumbætt hefð- bundnar aðferðir sem erfitt er að framkvæma eða þarfnast hráefna eða vinnsluaðferða sem eru að hverfa, verða úrelt, óhagkvæm eða ófram- kvæmanleg. Mikilvægt er að hugarfarsbreyting eigi sér stað. Nemendur og kennarar verða að skilja að sjálfbærni krefst breytinga á kerfum sem hafa verið við lýði í áratugi og að langtímahugsun verður að vera hluti af undirbúningi á sérhverju verk- efni. Við verðum alltaf að spyrja: „Hvaða áhrif hefur lífsferill þessarar framleiðslu á umhverfið?“ A sama tíma má ekki ofhlaða ábyrgðartilfinninguna, eða krefj- ast þess að allt gerist í senn. Hafa skal í huga að margar litlar breytingar strax í dag geta verið betri en stór breyting seinna. Eins er gott að hafa í huga að þó ekki megi alltaf reikna með hjálp stjórnvalda, þá verða alltafkynslóðaskipti fyrr eða síðar. Til þess eru kosningar í lýðræðisþjóðfélagi, að hugðarefnum kjósenda sé sinnt. Mikilvægast er þó, að okkur standi ekki á sama og að hver leggi sitt af mörkum eins og unnt er. Þeim sem vilja hafa samband við höf- undinn, er bent á eftirfarandi: Karl Aspelund aspelund@etal. uri. edu HUGUR OG HÖND 2008 37

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.