Hugur og hönd - 01.06.2008, Side 44
Hulda Orradóttir
Konunglegi enski útsaumsskólinn
The Royal School of Needlework
Tbe Royal School of Needlework eða kon-
unglegi enski útsaumsskólinn var stofn-
aður af Lafði Viktoríu Welby og frú
Anastasiu Dolby árið 1872 og hét þá
School of Art Needlework. Fyrsti for-
seti skólans var prinsessan Christian
af Schleswig-Holstein, þriðja dótt-
ir Viktoríu drottningar. The School of
Art Needlework fékk konunglegan titil
þegar Viktoría drottning samþykkti að
verða fyrsti verndari skólans árið 1875.
Meginmarkmið með stofnun skólans
voru annars vegar að hleypa nýju lífi í
fallega listgrein sem farið hafði hnign-
andi og hins vegar að sjá menntuðum
konum fyrir atvinnu.
I upphafi var skólinn starfræktur í litlu
herbergi fyrir ofan hattabúð í London
en var fluttur árið 1903 í stærra hús-
næði nálægt Viktoríu og Alhert safninu.
Nú er skólinn staðsettur í Hampton
Court höllinni í Surrey sem er í újaðri
London. Einn frægasti íbúi hennar var
Hinrik VIII. Höllin sem þekkt er fyrir
mikinn íburð er nú opin almenningi.
Hallargarðurinn er einnig frægur og þar
er þriggja alda gamalt völundarhús. Mjög
vinsælt er að heimsækja skólann en panta
þarf tíma með góðum fyrirvara.
I skólanum bjóðast námskeið bæði
löng og stutt þar sem hægt er að læra
útsaum eins og svartsaum (e. blackwork),
gullsaum (e. goldwork), útsaum í sauma-
vél (e. machine embroidery) og margt
fleira. Þessi námskeið eru bæði fyrir
byrjendur og þá sem eru lengra komnir.
Kennt er í litlum hópum, ekki fleiri en
átta nemendum í senn. Allir kennararnir
eru fyrrverandi nemendur í skólanum og
margir þeirra vinna einnig á vinnustofu
hans. I skólanum er einnig mikið safn
af útsaumuðum munum og öðru tengt
handavinnu.
Á vinnustofunni er tekið við alls kyns
verkefnum, stórum og smáum, fyrir bæði
einstaklinga og stofnanir. Meðal verkefna
má nefna hreinsun og lagfæringar á göml-
um verkum, nýir munir eru hannaðir og
saumaðir eða mynd er máluð á stramma
eftir ósk viðskiptavinar sem hann saum-
ar svo sjálfur. Meðal viðskiptavina má
m.a. nefna kirkjurnar Westminster
Abbey, Canterbury Cathedral, og tónlist-
armanninn Paul McCartney. Skólinn
styrkir einnig góðgerðarstofnunina og
fangahjálpina (Fine Cell Work), en kenn-
arar skólans eru meðal sjálfboðaliða sem
kenna föngum útsaum. Með náminu
öðlast fangar færni og kunnáttu sem nýt-
ist til atvinnu bæði innan veggja fangelsis
og utan.
Veturinn 1997-1998 var ég í svoköll-
uðu diploma námi í skólanum. Hægt
var að velja um að mæta einu sinni,
tvisvar eða þrisvar í viku. Því oftar sem
var mætt, því meira var saumað út og
því fleiri aðferðir lærðar. Þar sem ég var
á annað borð komin í skólann, valdi ég
að mæta þrjá daga í viku, en þess á milli
sat ég heima og saumaði, það varð ekki
mikill tími aflögu til að sinna öðru.
Kennararnir voru mjög vinsamlegir
og einstaklega hæfileikaríkir, fengu allir
nemendur næga athygli þar sem hóparnir
voru litlir. Skólastofurnar voru staðsettar
á efstu hæð hallarinnar og því gott útsýni
yfir hallargarðinn og var aðstaðan heim-
ilisleg og þægileg. Við höfðum aðgang
að fjölda bóka til að leita hugmynda en
nánast allar myndir sem við saumuðum
áttum við að teikna sjálf. AUtaf voru þó
gefin ákveðin fyrirmæli um viðfangsefni,
t.d. blóm, dýr eða manneskja, og vísað
á það sem hentaði í hvert skipti. Síðan
var garnið valið og var úrvalið nánast
óendanlegt. Skólinn var frá tíu á morgn-
ana til fjögur á daginn, að mig minnir,
með klukkutíma matarhléi, þá var gott
að rétta úr sér og fá sér göngutúr um
hallargarðinn. Bæði morgna og síðdegis
var boðið upp á te og kex eins og góðra
Englendinga er siður.
Eftirfarandi vefsíður eru fræðandi um
skólastarfið og höllina.
www.royal-needlework.co.uk
www.finecellwork.co.uk
www.hrp.org.uk/hamptoncourtpalace
Úr garSinum við Hampton Court höllina. Ljósm. Halldór Kristjánsson.
44 HUGUR OG HÖND 2008