Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 45
Margrét Valdimarsdóttir
Prjónakaffi HFÍ
stærsti saumaklúbbur landsins?
í janúar 2008 flutd prjónakaffið úr Iðu
í Lækjargötu í AMOKKA í Hlíðasmára
3, Kópavogi. Þar er prjónakaffið nú
haldið kl. 20 fyrsta fimmtudag hvers
mánaðar, jafnt yfir sumarmánuðina sem
og aðra mánuði, í fallegum og rúmgóð-
um salarkynnum.
Það var Norræna nefnd HFI sem kom
prjónakaffinu af stað en nú hefúr Funda-
og fræðslunefnd félagsins tekið við skipu-
lagningunni. Ekkert lát er á vinsældum
prjónakaffisins og standa því vonir til að
því verði haldið áfram lengi enn.
Opnuð hefur verið bloggsíða um
prjónakaffið: www.prjonakaffi.bIog.is
Heimilisiðnaðarfélagið hefur síðan í
febrúar 2007 staðið fyrir prjónakaffi
fyrsta fimmtudagskvöld hvers mánaðar.
I prjónakaffi hittist áhugafólk um
handavinnu yfir kaffibolla og meðlæti.
Prjónakaffinu hefur verið afar vel tekið
og er algengt að 80-100 manns mæti
með prjóna eða aðra handavinnu með
sér. Haldnar eru stuttar kynningar um
ýmislegt sem á einn eða annan hátt
tengist hannyrðum. Meðal þess sem
hefur verið kynnt er Istex, Árval, Gyðjan
í vélinni, rósaleppaprjón, Prjónablaðið
Tinna, Handprjónasambandið, Nálin,
Heimilisiðnaðarfélagið, Storkurinn,
Prjónanámstefnur á Norðurlöndum,
bækur frá forlaginu Sölku, stuðnings-
púðar frá Bjargeyju Ingólfsdóttur og
Skals handavinnuskólinn í Danmörku.
HUGUR 0G HÖND 2008 4 5