Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 46

Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 46
IW/I Námskeiö Heimilisiðnaðarskólans haustið 2008 Námskeið í eldsmíði og hnífagerð í september 2008 Kennari er Jorgen Hanghei, eigandi Hanghoi Knive, sem sérhæfir sig í námskeiðahaldi og sölu á efni til hnífagerðar. Hann hefur kennt hnífagerð í mörg ár í Danmörku og er þetta í þriðja skiptið sem hann kennir við Heimilisiðnaðarskólann. Kennt er í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Eldsmíði-hnífsblöð: Nemendur kynnast eldsmíði, kennt er að gera hnífsblað úr stáli. Járnið er slegið og mótað þegar það er orðið rauðglóandi, einnig er kennd hersla og slípun á járni. Farið verður yfir efnisfræði, kynnt hvers konar verkfæri eru nauðsynleg við eldsmíðina. Nemendur sem lengra eru komnir fá tækifæri til að gera erfiðari hluti. Skepti úr beinum og tönnum dýra: Unnið er úr ýmiss konar efni og eru nemendur hvattir til að koma með eigið efni t.d. hreindýrshorn, hvaltönn eða annað. Hnífaslíður eftir norskri aðferð: Grunnhönnun á slíðri með saum á bakhlið er kennd, einnig er kennd máltaka, leðursaumur, litun leðurs o.fl. Haustönn: Leðursaumur Spjaldvefnaður Hekluð lopateppi Prjónaðir tvíbandavettlingar með tungu (fyrir þumal) og áttablaða rós Orkering Heklaðir lopavettlingar Baldýring Baldýring byrjendanámskeið Tóvinna Vattarsaumur Byrjendanámskeið í hekli Byrjendanámskeið í prjóni Keðjugerð og skartgripagerð Upplýsingar og skráning í síma 895-0780 / 551-7800 mánud.-föstud. kl. 12-16 eða hfi@heimilisidnadur.is Lítið skilti var gert til að auðkenna ákveðinn stað í húsi Heimilisiðnaðarfélagsins. Skiltið er saumað í stramma með sérlituðu kambgarni og gamla krosssaumnum. Við frágang er verkið pressað frá röngu með votum klút, síðan lagt á stinnt karton og strekkt með því að tylla saman brúnum á röngunni. Riflás (velchro) er notaður til að festa skiltið á hurðina. Letur teiknaði Asdís Birgisdóttir. Kambgarnið litaði Asa Olafsdóttir svo listavel. fl ■ ARBÆJARSAFN - GOTT HEIM AÐ SÆKJA OPIÐ ALLA DAGAISUMAR FRA10-17 Nánari upplýsingar á vefslóðinni www. minjasafnreykjavikur. is Minjasafn Reykjavíkur M á mmmm ÁRBÆJARSAFN Kistuhyl •110 Reykjavík • Sími 411 6300 www.minjasafnreykjavikur.is 46 HUGUR 0G HÖND 2008

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.