Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2020, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 28.03.2020, Qupperneq 12
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Þrátt fyrir allt fylgir svona upp- námi ýmis- legt sem gæti orðið til góðs. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Ekki er að orðlengja að veröldin er á öðrum endanum vegna þeirrar aðsteðjandi vár sem kóvið er. Daglegt líf milljarða manna er úr skorðum og margir bera kvíðahnút í maga. Finna þarf nýjar aðferðir til að leysa dagleg verkefni og heimili og fyrirtæki eru skyndilega komin með úrlausnarefni í sínar hendur sem riðlar öllu skipu- lagi. Nýjar áskoranir eru við hvert fótmál og finna þarf nýjar lausnir við stór og smá viðfangsefni. Efnahagskerfi heimsins verða fyrir ógnarhöggi og ríkisstjórnir og seðlabankar keppast við að hlífa íbúum landanna við búsifjum sem ekki ræðst við nema með stórgerðum aðgerðum stjórnvalda með allskyns innspýtingu og inngripum. Við þessu gat enginn búist. Þegar þetta allt gengur á furða menn sig á því hvernig ein svo agnarsmá veirulús getur komið þessu öllu í svo mikið uppnám. Hvernig getur það gerst að sérkennilegur matarsmekkur fjöl- mennrar þjóðar leiði af sér þetta umrót? Getur það staðist að stofnað sé til þessarar áhættu æ ofan í æ? Hvernig var með HABL og svínaflensuna – voru þeir faraldrar ekki líka sprottnir af matarvenjum? Er ekki viðbúið að alþjóðasamfélagið krefjist þess að menn finni sér eitthvað annað að borða og gangi þannig um matvæli að ekki sé hætta á sótt- kveikjum? Myndum við ekki fallast á það hér uppi á Íslandi að hætta að leggja okkur hákarl eða súra punga til munns, ef neyslu þeirra fylgdi hætta á að efnahagskerfi yrðu fyrir áfalli? Að ekki sé minnst á að þúsundir manna tapi lífinu. Það er líka sérkennilegt að þessi f lóknu kerfi sem við höfum komið okkur upp séu ekki traustari en svo að svona písl eins og kórónaveiran er, felli þau eins og stráhús í vindi. Þegar upp verður staðið hlýtur að verða dreginn af þessu lærdómur. Heimurinn getur varla búið við að þetta gerist á ný. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hlýtur að leggja til að einhverjar skorður verði settar, þannig að sam- bærileg staða komi ekki upp á ný. Hún verður ekki reiknuð inn í áhættulíkön. Við slíka áhættu er ekki hægt að búa. Þrátt fyrir allt fylgir svona uppnámi ýmislegt sem gæti orðið til góðs. Í Fréttablaðinu sagði í vikunni frá skólastjórnanda sem telur að skólastarfi f leygi fram við þessar aðstæður. Byggt á þessari reynslu fari vaxandi skólastarf fram um netið. Það er gott. Skotið hefur verið á að um þriðjungur starfandi manna sinni verkefnum sínum heima hjá sér og tengist kerfum vinnustaðar síns um netið. Það er sumpart gott. Til eru þeir sem segja að mesta fram- þróun tækni og þekkingar verði á stríðs- eða átaka- tímum. Þeir benda til dæmis á að menn hefðu ekki gengið á tunglinu ef ekki hefði verið fyrir spennu og kapphlaup milli andstæðra afla í heiminum. Það má vera að eitthvað sé til í því. Það má vel vera að þegar allt kemur til alls að kóvið stuðli að framþróun á ýmsum sviðum. Og úr því þetta allt varð yfir okkur að ganga er eins gott aðþað verði til einhvers góðs. En það er of dýru verði keypt. Kerfin Fyrir tíu árum, nánast upp á dag, heimsótti ég Stríðsminjasafnið í London. Þar stóð yfir sýningin „Matarmálaráðuneytið“ sem fjallaði um skömmtun matvæla í Bretlandi í heimsstyrjöld- inni síðari. Matarskömmtun hófst í Bretlandi 8. janúar 1940 og lauk henni ekki fyrr en 30. júní 1954 þegar höft á kjötsölu voru afnumin. Sérstöku matar- málaráðuneyti var falið hið flókna verk að útfæra skömmtunina og stýra dreifingu matvæla svo fæða mætti heila þjóð á viðsjárverðum upplausnartímum. Í fyrstu vöktu höftin reiði, einkum í fjölmiðlum. „Það á að skammta okkur smjör!“ skrifaði dagblaðið Daily Mail. „Sjálfur Göbbels hefði ekki getað látið sér detta í hug áróður sem ylli Bretlandi jafnmiklum skaða.“ Í apríl 1940 var kaupsýslumaður sem ekki hafði starfað við stjórnmál áður gerður að matvælaráð- herra. Woolton lávarðar beið mikil áskorun en fyrir stríð framleiddu Bretar innan við þriðjung af þeim mat sem þeir neyttu. Woolton dó ekki ráðalaus. Stjórnvöld hvöttu fólk til að breyta blómabeðum húsagarða í grænmetisreiti. Almenningsgarðar voru teknir undir grænmetisrækt. Sjálf boðaliðar hjálpuðu við landbúnað. Skorin var upp herör gegn matarsóun. Woolton hugðist ekki aðeins koma í veg fyrir sult heldur vildi hann tryggja að mataræði Breta yrði aldrei svo einhæft að það kæmi niður á baráttuþreki fólks. Stjórnvöld sendu frá sér uppskriftir, auglýsingar og stuttmyndir um mat, næringu og nýbreytni í eldhúsinu. „Woolton grænmetisbakan“ naut hylli í heimahúsum og á veitingastöðum. Woolton hafði löngum verið baráttumaður gegn misskiptingu. Matarskömmtun hans byggði á jafn- ræði óháð efnahag. Börn fengu ókeypis appelsínudjús, þorskalýsi, heita máltíð í skólum og mjólk. Ótrúlegt en satt batnaði almenn heilsa í Bretlandi í ráðherra- tíð Woolton; hinir ríku og holdugu grenntust en þeir mögru og efnaminni gildnuðu. Woolton ávarpaði almenning af hreinskilni á reglu- legum blaðamannafundum, greindi frá stöðu mála og lagði sig fram um að viðurkenna og leiðrétta mistök þegar ráðuneyti hans brást bogalistin. Matarmála- ráðuneytið fór úr því að vera óvinsælasta ráðuneyti landsins í það vinsælasta. Svo dáður varð Woolton að almenningur tók að kalla hann „Fred frænda“. Mannleg hugvitssemi Þar sem ég gekk um sýningu Stríðsminjasafnsins og virti fyrir mér skömmtunarbækur, áróðursplaköt og uppskriftabækur taldi ég mig skoða horfinn heim; veruleika sem aldrei gæti orðið aftur. En runninn er upp tími hins ómögulega. Ég bý í Bretlandi. Við upphaf vikunnar gáfu bresk stjórnvöld út þau tilmæli að til að hefta útbreiðslu COVID-19 yfirgæfi fólk ekki heimili sín nema í brýnustu neyð. Faraldrinum er gjarnan líkt við stríðsástand og varð íbúum fljótt ljóst að rétt eins og við upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari yrði ein helsta áskorun almennings á þessum fordæmalausu tímum að verða sér úti um mat. En ekki leið á löngu uns hug- vitssemin lét á sér kræla. Á örfáum dögum voru íbúar í hverfum um allt land farnir að hjálpast að við að tryggja að allir hefðu aðgang að matvælum. Inn um póstlúgur eldri borgara tóku að berast símanúmer sjálf boðaliða sem voru til í að skjótast út í búð fyrir þá. Í blokkinni minni skiptast íbúar á um að fara út í búð fyrir nágranna í sóttkví. Hillur verslana eru stundum tómlegar og er orðið nánast ómögulegt að panta heimsendingar hjá stór- mörkuðum á Internetinu. Komist nágranni yfir slíkan munað lætur hann boð út ganga svo að hann geti pant- að hluti sem eru ófáanlegir í hverfisverslunum fyrir þá sem vantar. Verslanir deila með viðskiptavinum ráðleggingum um hvernig minnka megi matarsóun. Kokkurinn Jamie Oliver er með daglegan sjónvarps- þátt þar sem hann kennir fólki að elda í faraldri. Á tímum hins ómögulega er það mannleg hugvits- semi sem gerir okkur mögulegt að feta áfram veginn í átt að nýjum hversdagsleika handan yfirstandandi hremminga. Tími hins ómögulega Millimál í fernu VÍTAMÍN & STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN 2 8 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.