Fréttablaðið - 28.03.2020, Side 24
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Heimkaup.is er stærsta netverslun á landinu, er eingöngu á vefnum og
selur matvöru og flesta sérvöru.
Markaðsstjóri heimkaup.is,
Hildigunnur Þráinsdóttir, segir að
eins og við var að búast hafi sala á
matvöru margfaldast. „En það er
ekki bara vöxtur í matnum, heldur
í afþreyingunni heldur betur. Það
er engu líkara en að hálf þjóðin sé
nú sest við púsl, við höfum aldrei
selt jafnmikið af púsluspilum, ekki
einu sinni fyrir jólin. En höfum
sem betur fer úr nægu að moða.
Við höfum stært okkur af því að
vera með landsins mesta úrval af
púsluspilum og þau rjúka út núna
eins og heitar lummur.“
Hildigunnur segir að þetta komi
svo sem ekkert sérstaklega á óvart.
„Margir láta sig dreyma um að hafa
tíma til að púsla – svei mér þá ef
sá draumur er ekki bara að rætast
núna. Þetta er auðvitað erfitt og
margir eru órólegir en við vitum
að þetta tekur enda og vonandi
geta allir þeir sem eru frískir nýtt
tímann til að gera eitthvað sem
annars erfitt er að finna tíma í.“
Stærsta púslið sem fæst á Heim-
kaup er 6.000 bita en 1.000 bita
púslin eru alltaf vinsælust, og
Hildigunnur segir að það sé úr hátt
í tvö þúsund myndum að velja.
Bækur, Lego og æfingatæki
Krakkarnir eru líka mikið heima,
margir fara bara í skólann annan
hvern dag og mega lítið hittast
utan skóla. Þetta reynist örugg-
lega mörgum erfitt og það verður
að bjóða upp á eitthvað annað en
skjá. „Það er mjög mikið keypt af
Lego og alls konar kubbum fyrir
krakka, litabókum, föndri og
svoleiðis, en við erum með flotta
leikfangadeild og mikið úrval af
kubbum, föndri og þrautum. Hvað
jafnast á við spilakvöld með fjöl-
skyldunni?“
Nú kemst fólk ekki í ræktina
eins og venjulega og heimkaup.
is hefur líka orðið vart við það.
Lóð, teygjur og önnur æfingatæki
klárast jafnharðan og þau koma
inn. Hildigunnur segir að enn sé
eitthvað til og þau hafa alla anga
úti til að vera sér úti um æfinga-
vörur.
Bókamarkaðsverð á bókum
Heimkaup.is hefur ætíð verið
með flotta bóksölu. Hildigunnur
segir að margir bókaútgefendur
hafi gefið heimkaup.is
bókamarkaðsverð af bókum áfram
eftir að hefðbundnum mörkuðum
lauk í febrúar. „Það er bara gaman
að geta gert vel við viðskiptavinina
og boðið mikið af bókum á góðu
verði svo auðveldara sé að smella
spennusögu með í matarkörfuna,“
segir Hildigunnur og greinilegt
að margir fagna því að geta fengið
afþreyinguna heim að dyrum.
Heimsendingar hafa
margfaldast undanfarið
Heimkaup.is er stærsta netverslun
landsins og hefur verið starfandi
í sjö ár. Verslunin fer stöðugt
stækkandi og munar þar miklu
um matvöruna sem heimkaup.is
hefur selt síðan í nóvember 2018.
Matvörusalan fór mjög vel af stað
að sögn Hildigunnar og greinilegt
að Íslendingar vilja þessa þjónustu
og kunna að meta þægindin.
„Við stefnum að vexti eins og öll
önnur fyrirtæki. Vöxtur skellur þó
sjaldan svona hastarlega á eins og
núna og við þurftum að bregðast
skjótt við. Okkur hefur tekist að
anna margfaldri eftirspurn og
erum mjög stolt af starfsfólkinu
okkar en það stendur sig ótrúlega
vel svo ekki sé meira sagt. Hér
gengur maður undir manns hönd
á hverjum einasta degi, álagið er
meira, vinnuaðstæður breytast
stöðugt, nýtt fólk kemur til starfa
og svo þarf að passa fjarlægðir
hvert við annað í vöruhúsinu.
Skrifstofufólkið vinnur allt heima
en hittir fólkið í vöruhúsinu á
fjarfundum á hverjum morgni til að
taka stöðuna,“ segir Hildigunnur.
„Við settum mjög strangar
reglur í vöruhúsinu strax fyrir
samkomu bannið, enda kom á
daginn að við erum að sinna mjög
mikilvægri þjónustu sem má ekki
undir nokkrum kringumstæðum
klikka þegar fólk kemst ekki
út í búð. Við verðum að halda
hópnum hraustum og starfseminni
gangandi hvað sem tautar og raular.
Enn höfum við náð að afhenda
vörur samdægurs og í versta falli
daginn eftir fram að þessu. Það
gengur ef samtakamátturinn
er mikill, og við höfum hann.“
Hildigunnur hvetur fólk til að vera
saman við dund, spil og púsl.
Hildigunnur segir marga fagna því að geta fengið mat, afþreyingu og æfingatæki upp að dyrum, þar sem fólk er hvatt til að halda sig heima. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Það er mikið úrval af púsluspilum á heimkaup.is, það stærsta er 6.000 bita. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Við erum að sinna
mjög mikilvægri
þjónustu sem má ekki
undir neinum kringum-
stæðum klikka þegar
fólk kemst ekki út í búð.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . M A R S 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R