Fréttablaðið - 28.03.2020, Síða 30
Fréttablaðið
Atvinnuauglýsing frá Hagstofu Íslands
Birting: Atvinnublað 25. júlí 2015, forsíða
Tengiliður: Brynjólfur Ólason (símar: 528-1105 / 867-1857)
Stærð: 168,5 mm (4 dálkar) x 154 mm
Verð (20% afsláttur): 158.016 + vsk.
Sérfræðingur í gagnasöfnun
Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa í gagnasöfnunardeild.
Deildin hefur umsjón með gagnasöfnun og framkvæmir úrtaksrannsóknir
á vegum Hagstofunnar. Starfið felur í sér sérhæfð tæknileg verkefni við
undirbúning, framkvæmd og frumúrvinnslu gagna vegna úrtaksrannsókna
sem og innsöfnun gagna frá fyrirtækjum og stofnunum. Jafnframt kallar
starfið á teymisvinnu við hönnun, innleiðingu og spurningalistagerð vegna
nýrra gagnasafnana í samræmi við viðurkenndar aðferðir og verklagsreglur í
hagskýrslugerð.
Hæfniskröfur
3 Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur
3 Reynsla af vinnu og forritun í gagnagrunnum (svo sem SQL) er nauðsynleg
3 Góð þekking á tölfræðihugbúnaði (svo sem R, SPSS, STATA) er æskileg
3 Reynsla af gagnasöfnun er kostur
3 Góð ritfærni á íslensku og ensku
3 Góð samstarfs- og samskiptahæfni
3 Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
Hagstofa Íslands er mið stöð
opinberrar hagskýrslugerðar
á Íslandi. Hlutverk hennar
er að vinna hlutlægar hag-
skýrslur, hafa forystu um
sam hæfingu hagtalna,
stunda rannsóknir og stuðla
þannig að upplýstri umræðu
og faglegum ákvörðun um.
Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst 2015.
Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun
eru samkvæmt kjara samningi fjármálaráðuneytis og hlut aðeigandi stéttar félags. Öllum
umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í
sex mánuði frá því að umsóknar frestur rennur út.
Póstáritun Hagstofa Íslands, starfsumsókn, Borgartúni 21a, 105 Reykjavík
Netfang starfsumsokn@hagstofa.is
Upplýsingar Ólafur Arnar Þórðarson [olafur.thordarson@hagstofa.is]
Borgartúni 21a · 105 Reykjavík
Sími: 528 1000 · Bréfasími: 528 1099
www.hagstofa.is
Hagstofa Íslands
óskar eftir að ráða metnaðarfullan
og áhugasaman starfsmannSérfræðin ur
í gerð ferðaþjónustureikninga
Hagstofa Íslands leitar að metnaðarfullum, framsæknum og áhugasömum sérfræðing til starfa í
deild þjóðhagsreikninga og opinberra fjármála. Í starfinu felstu umsjón með gerð ferðaþjónustu
reikninga (Tourism satellite accounts) með hliðsjón af auknu vægi ferðaþjónustunnar sem
undirstöðuatvinnugreinar í íslensku efnahagslífi. Ferðaþjónustureikningar eru hliðarreikningar
þjóðhagsreikninga og er ætlað að leggja mat á hlut ferðaþjónustunnar í hagkerfinu og þróun
hennar sem atvinnugreinar.
Í verkefninu felst upplýsingaöflun, greining og iðlun á viðkomandi sviði, samskipti við gagna
veitendur, hagaðila og notendur, ásamt þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.
Viðkomandi sérfræðingur þarf að búa yfir getu til að vinna sjálfstætt, búa yfir greiningarhæfni og
hafa áhuga á efnahagsmálum, ekki síst málefnum ferðaþjónustunnar og hafa bæði ríka þjónustu
lund og samskiptahæfileika.
ÆFNISKRÖFUR
√ Háskólamenntun í hagfræði, tölfræði, verkfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
√ Reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga
√ Reynsla af vinnslu gagna í gagnagrunnsumhverfi er æskileg
√ Reynsla af greiningum og gagnaúrvinnslu, t.d. í R eða Python
√ Þekking á málefnum ferðaþjónustunnar er kostur
√ Þekking á þjóðhagsreikningum er kostur
√ Reynsla af alþjóðasamskiptum er kostur
√ Góð íslensku og enskukunnátta
√ Geta til að vinna sjálfstætt, skipulega og undir álagi
√ Góðir samstarfs og samskiptahæfileikar
Deild þjóðhagsreikninga og opinberra fjármála vinnur meðal annars tölur um landsframleiðslu
og undirþætti hennar og afkomu hins opinbera.
Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl 2020 og skal sótt um á vef starfatorgs: www.starfatorg.is.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun
hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hauksdóttir í síma 5281000.
Hagstofa Íslands er miðstöð opin-
berrar hagskýrslugerðar á Íslandi.
Hlutverk Hagstofunnar er að vinna
hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu
um samhæfingu hagtalna, stunda
rannsóknir og stuðla þannig að
upplýstri umræðu og faglegum
ákvörðunum.
Nánari upplýsingar má finna á
www.hagstofa.is
Aðstoðarskólastjóri Háteigsskóla
Skóla- og frístundasvið
Háteigsskóli auglýsir stöðu aðstoðarskólastjóra frá og með 1. ágúst næstkomandi.
Háteigsskóli er heildstæður grunnskóli með um 460 nemendur, staðsettur á horni Háteigsvegar og Bólstaðarhlíðar.
Háteigsskóli er grunnskóli án aðgreiningar og er fyrir nemendur á skólaskyldualdri í Reykjavík. Einkunnarorð skólans eru
virðing, samvinna og vellíðan. Leitað er að einstaklingi með mikinn metnað, sem hefur sýnt árangur í störfum sínum og
leggur áherslu á árangur og vellíðan nemenda í góðu samstarfi við aðra starfsmenn skólans.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Að vera í forystu um mótun og framkvæmd faglegrar
stefnu skólans innan ramma laga og reglugerða og í
samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og menntastefnu
Reykjavíkurborgar.
• Að leiða faglega forystu í skólanámskrárvinnu og
skólaþróunarverkefnum.
• Að bera ábyrgð á og stjórna daglegri starfsemi skólans í
samstarfi við skólastjóra.
• Að vinna að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins.
• Að stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og
annað fagfólk.
• Að vera staðgengill skólastjóra.
Hæfniskröfur
• Leyfisbréf sem kennari.
• Kennaramenntun með sérhæfingu á grunnskólastigi.
• Kennslureynsla í grunnskóla.
• Viðbótarmenntun í stjórnun og reynsla af stjórnunar-
störfum á grunnskólastigi.
• Reynsla af faglegri forystu í skólaþróunarverkefnum.
• Metnaður í starfi og áhugi á skólaþróun.
• Þekking í upplýsinga- og tæknimennt.
• Hæfni og færni í samskiptum og samvinnu.
• Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Góð færni í íslensku.
Ráðið er í starfið frá og með 1. ágúst 2020
Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2020
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Skólastjórafélags Íslands.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www,reykjavik.is/storf
Nánari upplýsingar um starfið veitir Arndís Steinþórsdóttir í síma 5304300 og tölvupósti arndis.steinthorsdottir@rvkskolar.is
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Við ráðum
WWW.RADUM.IS | 519 6770 | RADUM@RADUM.IS
Stjórnendaleit
Reynsla og gott tengslanet sérfræðinga
Ráðum skilar árangri þegar finna þarf æðstu
stjórnendur eða fólk í stjórnir fyrirtækja.
Ráðningar millistjórnenda og sérfræðinga
Góður gagnagrunnur, gott tengslanet og ára
löng reynsla á ráðningarmarkaði eykur líkurnar
á því að finna hæfasta einstaklinginn í starfið.
Almennar ráðningar á markaði
Öflun umsækjenda í almenn störf er ein helsta
áskorun fyrir tækja í dag. Þekking á markaðnum
er því mikilvæg og þar skiptir reynslan miklu
máli. Með leit í gagna grunni eða aug lýsingu í
viðeigandi miðlum aðstoðar Ráðum fyrirtæki
við að finna hæfasta ein staklinginn í starfið.
Sveigjanleg nálgun
Sérstaða Ráðum liggur í sveigjanlegri nálgun
á ráðningar verkefnið. Fyrir utan að sjá um allt
ráðningar ferlið komum við til móts við þarfir
fyrir tækja með því að sjá um hluta þess ef þörf
krefur, t.d. bakgrunns kannanir, hæfnis mat eða
starfs tengdar æfingar.
Matstæki
Ráðum notast við nýjustu aðferðir við að meta
hæfni og persónuleikaþætti sem geta skipt
sköpum í ráðningum. Ráðum er í sam starfi við
banda ríska mannauðs lausna fyrirtækið CEB sem
er í farar broddi í persónu leika prófum og öðrum
mats tækjum sem eru sér stak lega hönnuð til að
greina sérstöðu og hæfileika ein staklinga áður
en ráðning fer fram.
Þannig er hægt að finna hæfasta einstaklinginn
með talsverðri ná kvæmni. Persónu leika matið
OPQ32 og DSI (Dependa bility & Safety Index)
skimunar prófið hafa t.d. verið stöðluð og
staðfærð að íslenskum markaði.
Ráðgjöf við starfslok
Viðskilnaður fyrirtækis við starfsmann skiptir
höfuð máli þegar fyrirtækið á frum kvæðið að
starfs lokum. Ráðum býður upp á við tal við
ráð gjafa sem felur m.a. í sér upplýsingar um
atvinnu markaðinn, ráðgjöf varðandi starfs
ferilskrá og kynningarbréf og hagnýt atriði
varðandi starfs leit og atvinnu viðtöl.
Ráðum býður upp á ráðgjöf
og ráðningar þjónustu sniðna
að þörfum viðskiptavinarins.
Ráðgjafar okkar búa
yfir víðtækri þekkingu
á atvinnulífinu og
veita trausta og
persónulega ráðgjöf.
capacent.is
Við gætum verið
með næsta starfsmann
mánaðarins á skrá