Fréttablaðið - 28.03.2020, Side 32

Fréttablaðið - 28.03.2020, Side 32
Starf skólastjóra Háaleitisskóla laust til umsóknar Reykjanesbær auglýsir starf skólastjóra í Háaleitisskóla. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leiða skólann inn í framtíðina. Háaleitisskóli er heildstæður 300 barna grunnskóli og eru einkunnarorð skólans menntun og mannrækt. Í skólanum er unnið eftir hugmyndafræði PBS um heildstæðan stuðning við jákvæða hegðun. Í stefnu skólans er ennfremur lögð áhersla á að rækta hæfileika sérhvers nemanda svo hann nái að þroskast og mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs sem einkennist af mannhelgi, réttlæti og félagsanda, að hann virði mismunandi einstaklinga og leyfi einkennum þeirra að njóta sín. Mikilvægt er að skólastjóri sé tilbúinn að viðhalda góðum skólabrag og hafi ánægju af því að vinna með nemendum, starfsfólki og foreldrum. Menntunar- og hæfniskröfur • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara • Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi æskileg t.d. á sviði stjórnunar • Reynsla af skólastjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi • Þekking og færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfileikar • Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þá eiginleika í störfum sínum og framkomu. Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl 2020. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna SÍ. Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsókn fylgi starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs, helgi.arnarson@reykjanesbaer.is. Helstu verkefni • Veita skólanum faglega forystu • Móta framtíðarstefnu skólans innan ramma laga og reglugerða, í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla, nýrrar stefnu sveitarfélagsins til 2030, Í krafti fjölbreytileikans og menntastefnu Reykjanesbæjar • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun • Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins Vantar þig starfsfólk? hagvangur.is RÁÐGJÖF RÁÐNINGAR RANNSÓKNIR Að gera betur í dag en í gær er drifkraftur nýrra hugsana og betri árangurs. Starfsmenn eru lykill að árangri allra fyrirtækja. Rannsóknir auka þekkingu og gera ákvarðanir markvissari Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri. 6 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 8 . M A R S 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.