Fréttablaðið - 28.03.2020, Síða 50
Leikurinn
Hvísl
Leikurinn hefst á því að leikmenn
setjast í hring. Sá sem „er hann“
á að hvísla einhverri spurningu í
eyrað á næsta manni sem hvíslar
að næsta manni og svo koll af kolli.
Sá sem er síðastur í röðinni, og
næstur spyrjandanum í lokin, á að
svara spurningunni upphátt.
Þar sem spurningin vill oft breyt-
ast á leiðinni getur verið gaman að
heyra svarið.
Sá sem svaraði á svo að búa til
nýja spurningu og láta hana ganga
sama hring.
Ekki brosa og
ekki hlæja
Allir þátttakendur standa í einni
röð, hlið við hlið, nema einn. Hann
stillir sér upp framan við hina og
gerir þar ýmsar grettur, fettur og
brettur til að reyna að fá þá til að
brosa eða hlæja.
Allir fylgjast með honum og
sá sem fyrst brosir eða hlær á
að verða stjórnandi næst. Þá er
komið að honum að gretta sig
sem best hann getur.
Haraldur Fróði Elvarsson er nýlega
orðinn sjö ára og hélt upp á það með
dálítið óvenjulegum hætti.
Hvenær er afmælið þitt Haraldur
Fróði? Það er 21. mars og ég fæddist
árið 2013.
Hvað var sérstakt við afmælið
þitt núna? Það var svoldið skrítið
af því það mátti enginn koma inn
í afmælisveislu til mín vegna þess
að ég var í sóttkví. En ég var mjög
hissa að fá afmælisvídeó frá Daða úr
Eurovision keppninni!
Hvort hlakkaðir þú til afmælisins
eða kveiðst fyrir? Hlakkaði til, ég
elska afmæli.
Var hægt að halda veislu? Ekki
alveg, út af því að ég var í sóttkví
en samt komu amma, afi og pabbi
í afmæliskaffi og voru fyrir utan
gluggann í brjáluðum stormi! Hann
pabbi var ekki í sóttkví með okkur
nefnilega. Kannski höldum við
veislu í sumar í staðinn og þá geta
allir verið úti að leika.
Fengu gestirnir á pallinum eitt-
hvað í svanginn? Að sjálfsögðu.
Amma og afi komu sjálf með kaffi í
brúsa og svo var súkkulaðikaka sem
Almar bakari bakaði fyrir afmælið.
Hann setti líka kökusneiðar á sér
diska og pakkaði þeim inn. Svo
keyrði ég, mamma og Steingrímur
bróðir minn með kökudiskana og
gáfum vinum mínum og fjölskyldu.
Þurftum að vera með hanska og
bara setja diskana fyrir utan húsin
hjá öllum.
Fékkstu einhverja pakka? Já fullt!
Galdradót, Pacman tölvu, bolta með
dótakalli inn í, spil, Harry Potter
Lego, könguló og skemmtilegar
bækur.
Ertu í skóla? Já, ég er í Grunnskól-
anum í Hveragerði í fyrsta bekk.
Ertu farinn að lesa? Já, mér finnst
mjög gaman að bókum og uppá-
haldsbækurnar mínar núna sem
við mamma og pabbi erum að lesa
saman á kvöldin eru Goðafræði,
Múmínálfa- og Harry Potter bæk-
urnar.
Hvað langar þig að verða þegar þú
verður stór? Kennari og ísgerðar-
maður.
Fékk afmælisvídeó
frá DAÐA
Haraldur Fróði segist örugglega alltaf muna eftir þessum afmælisdegi.
Amma, afi og pabbi voru í afmæliskaffi fyrir utan gluggann í brjáluðum
stormi en ég og bróðir minn, Steingrímur Darri, vorum inni í hlýjunni.
HANN PABBI VAR EKKI
Í SÓTTKVÍ MEÐ
OKKUR NEFNILEGA. KANNSKI
HÖLDUM VIÐ VEISLU Í SUMAR Í
STAÐINN ÞÁ GETA ALLIR VERIÐ
ÚTI AÐ LEIKA.
„Og hvað eigum við
eiginlega að gera við
þessa þríhyrninga,“
spurði Kata snúðug.
„Þetta eru endalausir
þríhyrningar.“ „Ekki
alveg endalausir,“ sagði
Lísaloppa. „Við eigum að
telja alla þá þríhyrninga
sem við getum séð út úr
myndinni og þá líka þá
þríhyrninga sem verða til
úr öðrum.“ „Þú meinar
ekki bara þessa einföldu
heldur líka þá sem verða
til eins og þessi stóri
utan um þá alla?“ spurði
Kata. „Já einmitt,“ sagði
Lísaloppa. Konráð horfði
á þessa þríhyrningamynd
og byrjaði að telja í
huganum, hann fann að
hann ruglaðist o þegar
hann var farinn að sjá
þríhyrninga alls staðar
í myndinni.
Konráð
á ferð og ugi
og félagar
397
Getur þú talið hvað eru margir þríhyrningar á þessari mynd?
?
? ?
?
?
Lausn á gátunni
SVAR: 13?
2 8 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR