Fréttablaðið - 28.03.2020, Side 54
Bókaútgáfan Kver hefur undanfarin ár gef ið út bækur eftir hinn gríðarvinsæla barna-bók a höf u nd Roa ld Dahl í þýðingu Sól-
veigar Hreiðarsdóttur. Fyrir síðustu
jól komu út Risastóri krókódíllinn
og Tvistur og Basta. Nú á dögunum
komu svo út tvær bækur, Georg og
magnaða mixtúran og BFG (Berg-
risinn frómi góði) í þýðingu Sól-
veigar, sem er stofnandi Kvers.
Hún er þýðingafræðingur og loka-
verkefnið hennar var þýðing á bók
Dahls, Nornunum.
„Georg og magnaða mixtúran
og BFG voru gefnar út hjá Kveri
árið 2015 og 2016. Báðir titlarnir
eru nú endurprentaðir og allt yfir-
farið bæði umbrot og prófarka-
lestur, að auki er BFG í nýrri kápu.
Myndskreytingar eru sem fyrr eftir
Quentin Blake,“ segir Sólveig.
Um áhuga sinn á barnabókum
Roalds Dahl segir hún: „Ég hef
lengi verið aðdáandi hans og það
má rekja til þess að fjölskyldan bjó
erlendis í um fimmtán ár, í Banda-
ríkjunum, Þýskalandi og Englandi.
Ég las bækur Dahls fyrir börnin og
þeim fannst þær mjög skemmti-
legar. Stundum þýddi ég hann jafn-
óðum af ensku yfir á íslensku til að
þurfa ekki að lesa á ensku.
Sem þýðingafræðingur var ég að
leita mér að verkefnum til að þýða
og þá lá beint við að þýða Dahl
og það er mjög skemmtilegt. Það
eru komnar út sex bækur og f leiri
væntanlegar.“
Hræðileg amma og góður risi
Um efni bókanna tveggja segir
Sólveig: „Georg og magnaða mixt-
úran er stórskemmtileg og fyndin
saga sem fjallar um átta ára strák
sem býr með foreldrum sínum og
ömmu. Amman er hræðileg og
óskaplega vond við hann. Hann
ákveður að laga hana og býr til sér-
staka mixtúru fyrir hana. Ekkert fer
þó eins og ætlað er.
Í BFG er sagt frá risa einum sem
býr í fjarlægu landi þar sem níu
aðrir risar búa. Þeir eru mannætur
en það er BFG ekki, þvert á móti.
Hann neyðist óvart til að ræna
lítilli stúlku, Soffíu, og með þeim
tekst mikill vinskapur. Og hér er
spoiler alert: Í sameiningu ráða
þau niðurlögum risanna á ævin-
týralegan hátt, með dyggri aðstoð
drottningarinnar af Englandi.
Risinn er mjög vænn en hann kann
ekki almennilega tungumálið, til
dæmis notar hann sagnir einkenni-
lega og talar því barnalega. Þar að
auki ruglar hann saman orðum
og orðatiltækjum og býr stundum
til ný. Þessi nýju orð tilheyra sér-
stöku tungumáli sem Roald Dahl
bjó til og kallaði Gobblefunk. Þetta
var mikil áskorun fyrir mig sem
þýðanda, þar sem þýðingin var að
hluta til nokkurs konar nýyrða-
smíð og þýðing á orðum sem eru í
raun ekki til í enskri tungu, en sum
hafa fest sig og eru oftast notuð sam-
hliða brosi á vör, má þar nefna orðið
scrumdiddly umptious.“
Dáleiðandi texti
Spurð hvað hún haldi að geri að
verkum að börn séu svo hrifin af
Dahl segir Sólveig: „Hann leit ekki á
unga lesendur sem smábörn heldur
bar virðingu fyrir þeim. Hann vildi
í verkum sínum styrkja börn sem
manneskjur.
Það er hrynjandi í texta hans
þannig að hann verður dáleiðandi.
Svo er þar einnig mikill húmor. Það
má einnig alltaf greina fallegan boð-
skap í bókum hans. Markmið Kvers
bókaútgáfu er að ungir lesendur
á Íslandi hafi aðgang að bókum
hans.“
ÞAÐ ER HRYNJANDI Í
TEXTA HANS ÞANNIG
AÐ HANN VERÐUR DÁLEIÐANDI.
SVO ER ÞAR EINNIG MIKILL
HÚMOR. ÞAÐ MÁ EINNIG ALLTAF
GREINA FALLEGAN BOÐSKAP Í
BÓKUM HANS.
Hann vildi styrkja börn sem manneskjur
Sólveig Hreiðarsdóttir þýðir barnabækur Roalds Dahl. Hinar sígildu Georg og magnaða mixtúran og BFG
komu út á dögunum. Fleiri bækur hans eru væntanlegar.
Sólveig segir sérlega skemmtilegt að þýða bækur eftir Roald Dahl. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Roald Dahl er einn dáðasti barnabókahöfundur sögunnar.
spjallaðu við okkur
sendu okkur línu
elko@elko.is
vertu í bandi
544 4000
Vegna samkomubanns má búast við því að aðgangur
að verslunum sé verulega takmarkaður. Við höfum
því framlengt opnunartímann en hvetjum þig þó
til að versla frekar á elko.is og fá vöruna senda heim.
Þú finnur allar okkar vörur á elko.is og færð
sömu góðu þjónustuna í netspjallinu.
verslum á elko.is
verum heima og
2 8 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING