Fréttablaðið - 28.03.2020, Page 58

Fréttablaðið - 28.03.2020, Page 58
„Ég kynntist Ástríki og Steinríki í bókabílnum sem kom einu sinni í viku upp í Breiðholt. Síðan þá hef ég alltaf haldið tryggð við þá og beðið spenntur eftir hverri nýrri bók. Teikningarnar eru vel unnar og grípandi, persónurnar eru æðis- legar, sögurnar eru drepfyndnar og taka bæði á funheitum sam- tímamálum og frægum söguvið- burðum,“ segir Freyr Eyjólfsson, útvarpsmaður með meiru. „Þegar ég bjó í Frakklandi tók ég vel eftir því hversu mikið Frakkar elska þessar bækur og höfundana, þá Goscinny og Uderzo. Sögurnar ramma vel inn andrúmsloftið í Frakklandi eftir seinna stríð; sam- skiptin við nágrannaþjóðirnar, Tour de France-keppnina, upp- reisnarmenn á Korsíku og margt fleira. Gaulverjarnir eru Frakkar í hnotskurn, kraftmiklir og lífsglaðir nautnaseggir, þversagnakenndir, þrasgjarnir og þrjóskir. Það var stórviðburður og stór- frétt í Frakklandi þegar Uderzo lagði frá sér pennann og þeir Ferri og Conrad tóku við keflinu 2016. Þessar bækur eru til á hverju einasta bókasafni og bókabúð í Frakklandi. Jafn stór hluti af franski þjóðarsál og rauðvínið og baguettan. Goscinny og Uderzo eru settir á stall með helstu mikil- mennum þjóðarinnar,“ segir Freyr og bætir við: „Það var fyrst og fyrst og fremst húmorinn, myndirnar og frábær íslensk þýðing sem dró mig að þessum bókum. Síðan lærði maður slatta og fékk áhuga á sögu og landafræði við að lesa þessar sögur.“ Rauðvín og baguette Húmorinn, myndirnar og frábær þýðing drógu Frey að bókunum. „Að eiga Ástríks bók var í æsku eins og flottasti sími,“ segir Gyða Jónsdóttir um bækur sem teljast fjársjóður í dag. „Ég á enn mitt fyrsta eintak af Ástríki gallvaska sem Fjölvi gaf út 1974 en tengi þó mest við bókina um Ástrík og Kleópötru,“ heldur Gyða áfram og er ekki ein um að hafa heillast af drottningu Egypta sem vafði meira að segja Júlla Ses um fingur sér. „Tilfinningin að mæta með bókina í Laugagerðisskóla er hlaðin lotningu. Þetta var alskemmtilegasta bókin í mínum huga. Kannski vegna þess að þarna var kona í „aðalhlutverki“ og senan þar sem hún mætir á „litla jeppanum“ að skoða framkvæmdir er stórkostleg í minningunni. Svo tíndust bækurnar inn hver af annarri, en tilfinningin fyrir þessum tveim fyrstu slær allt út, bara svona eins fyrsti bitinn af sér- lega góðu súkkulaði, næstu bitar ná aldrei sama bragði.“ „Teikningar Uderzo eru svo skemmtilegar, þessi húmor sem verður til í útliti og svipbrigðum er ótrúlegur og gefur svo mikla gleði. Bara að hugsa um þessar bækur færir mig inn í hinar yndislegu stundir sem ég átti við lestur bóka. Þarna var gleðin ávallt við völd, allar persónur svo ógleymanlegar og sama hver söguþráðurinn var þá var alltaf stutt í hláturtaugina.“ Kleópatra senuþjófur „Mín fyrstu kynni af Ástríki og félögum var á jólunum 1977 þegar ég fékk bókina um Ástrík og falsspámanninn úr einum jólapakkanum,“ segir Jón Birgir Valsson samskiptafræðingur. „Þá má segja að eftir að hafa lesið nokkuð af verkum þeirra hafi aðrar teiknimyndasögur þess tíma fallið í skuggann af sköpunarverki Uderzo og textahöfundarins Goscinny. Það sem heillaði mig mest var persónugalleríið sem þeir buðu upp á í bókunum, ásamt því frjáls- ræði Gaulverja að þurfa ekki að óttast neitt, nema kannski að himnarnir gætu hrunið yfir þá.“ Jón Birgir segir Uderzo hafa náð að draga fram ótrúleg svipbrigði flestra persónanna alveg í takt við hnyttinn texta Goscinny. „Þó ber að nefna að textarnir urðu sennilega á köflum aðeins fyndn- ari í þýðingu Þorbjörns Magnús- sonar.“ Leit að æskufjársjóði Jón Birgir bendir á að Ástríkur og fleiri teiknimyndasögur sem komu út á íslensku fyrir 1980 skipi stóran sess hjá hans kynslóð og hafi aukið áhugann á bóklestri svo um munar. „Oftast þegar maður fékk nýja Ástríksbók þá las maður hana strax og svo aftur og aftur, alltaf var hægt að reka augun í eitthvað nýtt sem yfirsást í fyrri lestrum. Á fullorðinsárum fékk ég áhuga á teiknimyndasögum barnæsku minnar og fór að safna Ástríks- bókunum á ný,“ segir Jón Birgir og bætir við að hann hafi þurft að hafa mikið fyrir því að „ná“ öllum Ástríksbókunum sem komu út hjá Fjölva. „Síðasta bókin sem mig vantaði til að fullkomna safnið var Ástríkur heppni og það tók mig nokkur ár að verða mér úti um hana,“ segir Jón sem eignaðist hana loksins á haustmánuðum 2017. „Hún kostaði skildinginn og það má segja að það hafi tekið mig 40 ár að safna þessum bókum.“ Og hann er ekki hættur vegna þess að „sem betur fer heldur Froskur bókaútgáfa merki Ástríks á lofti og hefur verið ötull við að gefa út skáldverk þeirra Goscinny og Uderzo. Þannig að þá má enn á sig blómum bæta.“ Jing og jang Jón bendir þó á að þrátt fyrir teiknisnilli Uderzo hafi bækurnar aldrei orðið þær sömu eftir að Goscinny féll frá. „Bækurnar Ástrík- ur og sonur, Ástríkur og þrætugjáin og hrakningasaga Ástríks náðu ekki viðlíka flugi og hinar bækurn- ar. Því má segja að Goscinny hafi verið jing á móti jangi Uderzos.“  Falsspámaður í jólapakka Jón Birgir segir að nú þegar Uderzo hefur farið á fund Goscinny í æðri heim- um vilji hann nota „tækifærið og þakka þeim félögum fyrir skemmtunina. Minning þeirra lifir í gegnum gaulversku hetjurnar um ókomna tíð“. My n d a s ö g u -t e i k n a r i n n Albert Uderzo lést í hárri elli á heimili sínu í Frakklandi á þriðjudaginn. Fréttablaðið fékk þrjá íslenska Gaulverja til þess að líta um öxl og ljóst að eins og ótal f leiri munu þau minnast Uderzo með hlý- hug þar til himnarnir hrynja. Rithöfundurinn René Goscinny, sem lést 1977, og Albert Uderzo gerðu Gaulverjana, með þá Ástrík og Steinrík fremsta meðal jafningja, ódauðlega í teiknimyndasögu- f lokknum um Asterix og víðfræg afrek hans. Bækurnar hafa frá 1959 selst í yfir 370 milljónum eintaka og verið gefnar út á yfir 100 tungumálum en Fjölvi gaf Ástrík fyrst út á íslensku 1974. Eftir langt hlé tók Froskur Útgáfa upp þráðinn og hefur í seinni tíð sinnt útgáfu Ástríks-bókanna á Íslandi. Rétt eins og aðdáendur og útgefendur um víða veröld, syrgir Jean Posocco, hjá Froski, Uderzo, sem var 92 ára þegar hann lést, en segir að útgáfa hans muni „að sjálfsögðu halda áfram að gefa út allt sem tengist þessum frábæru sögum og lesa þær um ókomna tíð.“ Það munu þau Freyr Eyjólfsson, Gyða Jónsdóttir og Jón Birgir Vals- son einnig gera en þau hafa haldið tryggð við Gallana vösku allt frá fyrstu kynnum í æsku seint á síð- ustu öld. toti@frettabladid.is  Ave Uderzo! ¹ Latn. orðalisti: 1) sæll vertu, heill vertu. Albert Uderzo með þeim Steinríki og Ástríki. MYND/PHILIPPE CAUVIN. Gyða á enn þá dýrgripinn mikla, Ástríkur gallvaski, frá 1974. 370 BÆKURNAR HAFA SELST Í YFIR 370 MILLJÓNUM EINTAKA FRÁ 1959 Nánar á frettabladid.is ) 2 8 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R38 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.