Fréttablaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 60
Lífið í vikunni 22.03.20- 28.03.20 FÓLK ER JAFNVEL AÐ PANTA SÉR NÆRFÖT, NUDDOLÍUR OG UNAÐSVÖRUR TIL AÐ NJÓTA SAMAN HEIMA VIÐ. Karlotta Laufey SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@ frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is LICATA sófar og stólar Ný og glæsileg lína í DORMA. Sófar, stólar og skammel úr fallegu og slitsterku áklæði. Breyttur afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 12–18 Laugardaga kl. 12–18 www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Hv er ni g frí se nd in g h já D OR M A vi rk ar á do rm a.i s Heima er best verslaðu á dorma.is og við sendum þér það frítt KLIKKAÐU Á VÖRU OG ÞÚ FERÐ BEINT INN Í VEFVERSLUN DORMA.IS HEIMA ER BEST tilboðin Heima er best verslaðu á dorma.is og við sendum þér það frítt STYTTU ÞÉR LEIÐ GEGN UM BÆKLINGINN OKKA R RÚM 2–13 | Mjúkvara og d únn 14–17 | Stólar 18–19 | S ófar 20–29 | Hillur, borð o g skápar 30–33 | Affari og smávara 34-42 Hv er ni g frí se nd in g h já D OR M A vi rk ar www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN Þú finnur nýjan bækling á dorma.is Aðeins 187.493 kr. LICATA hornsófi Hornsófi í Kentucky koníak áklæði. Hægri eða vinstri tunga. Svartir nettir járnfætur. Stærð: 262 x 226 x 82 cm Fullt verð: 249.990 kr. 25% AFSLÁTTUR HEIMA ER BEST TILBOÐ Anna Kristín, eigandi Rokk&Rómantík, og Karlotta Laufey verslunarstjóri deyja ekki ráðalausar í kórónakóvinu og framleiða andlitsgrímurnar af slíku kappi að það rýkur úr saumavélinni í búðinni við Laugaveginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Karlotta Laufey og stelp-urnar í goth-verslun-inni Rokk&Róman-tík hafa brugðist við samkomubanninu með ýmsum ráðum. Þær halda þó sínu striki og hafa virkjað sköpunargáfuna í þágu mál- staðar hinnar gotnesku rómantíkur sem svífur yfir versluninni. „Auðvitað er í ljósi aðstæðna rólegt að gera í versluninni en við erum á fullu að sauma fleiri grímur og það rýkur úr saumavélinni,“ segir Karlotta Laufey verslunarstjóri um þá ákvörðun stelpnanna að nýta dauðar stundir í búðinni til þess að hanna og framleiða andlitsgrímur. Munúð á ögurstundum „Þetta er bara eitthvað sem okkur datt í hug að gera enda verðum við svolítið að taka einn dag í einu og höfum ákveð- ið að stytta opnunartímann hjá okkur örlítið í bili,“ segir Karlotta sem er nú með opið milli klukkan 12 og 17 á virkum dögum. „Klæðskerinn okkar hún Ásta er æðisleg og hún hannar og saumar grímurnar hjá ok kur. Við erum líka með fal- leg efni til að vinna úr og þá er best að nýta tímann í smá skapandi grímu- vinnslu.“ Andlitsgrímurnar í Rokk&Rómantík eru að sjálfsögðu í þeim munúðarfulla anda sem einkennir verslunina og rétt að láta þess getið að fyrst og fremst eru þær fylgihlutir undarlegra tíma en veita ekkert frekar vörn gegn kórónaveirunni en aðrar slíkar grímur. Pestargoggar „Við höfum selt grímur í tæp þrjú ár og eigum til dæmis oftast til leður-, stál- og gaddagrímur, segir Karlotta og bætir við að í þessu ástandi muni þær jafnvel sauma grímur úr pallíettum og latexi. „Við bara reynum að láta ímyndunaraflið ráða,“ segir Karlotta. „Við vorum með plágugrímur á tímabili svo við vonum að þeir sem keyptu þær á þeim tíma geti nýtt sér þær þessa dagana og aldrei að vita nema við fáum fleiri á næstunni,“ segir Karlotta á léttu nótunum þegar hún er spurð um hinar mjög svo gotnesku, gamaldags plágulæknagrímur með gogginum. Unaður upp að dyrum Eins og f leiri f leiri hafa stelpurnar í Rokk&Rómantík lagt áherslu á netverslun í núverandi ástandi. „Það er aðeins aukning í netversluninni og fólk er jafnvel að panta sér nærföt, nuddolíur og unaðsvörur til að njóta saman heima við,“ segir Karlotta og hvetur þó til varúðar. „Við mælum með því að fólk nýti heimaveruna í meiri nánd og njóta þess að vera saman. Ef aðstæður leyfa,“ segir Karlotta og hvetur ekki síður til heimsókna á goth.is en í búðina sjálfa. „Það sakar ekki að við erum með fría heimsendingu upp að dyrum á höfuðborgarsvæðinu og sendum frítt út á land. Við mælum með að fólk nýti „cher“ það. Skoðið úrvalið, fáið ykkur jafnvel eitthvað fallegt, verið næs við hvort annað og passið upp á heilsuna.“ toti@frettabladid.is Sexí plágugrímur Stelpurnar í Rokk&Rómantík sauma í dauðum tíma samkomu- bannsins munúðarfullar andlitsgrímur sem þær senda heim ásamt olíum og öðrum unaðsvörum sem gagnast sem aldrei fyrr. HÚMOR Á ÓVISSUTÍMUM Endurmenntun Háskóla Íslands stóð fyrir fyrirlestri á netinu í hádeginu á mið- vikudaginn sem bar heitið Húmor á óvissutímum, með leikkonunni Eddu Björgvinsdóttur. NÝTT LAG FRÁ KARITAS Karitas Harpa Davíðsdóttir gaf út lagið Running á dögunum. Mynd- band við lagið kom út í byrjun vikunnar. Lagið fjallar um ferðalag hennar í leit að sjálfssátt. NÝTIR TÍMANN Hildur Kristín Stefánsdóttir nýtir tímann þessa dagana í að skapa tónlist og taka því rólega. Hún stofnaði síðu á Patreon þar sem fólk getur nálgast efni frá henni, hvort sem það er tónlist í beinni eða per- sónuleg ráð- gjöf. GAMANMYNDAKEPPNI Í kvöld hefst keppni í gaman- myndagerð á vegum Gaman- myndahátíðar Flateyrar. Þátttak- endur hafa tvo sólarhringa til að gera gamanmynd og flott verðlaun eru í boði fyrir sigurvegarann, að sögn stofnanda hátíðarinnar, Eyþórs Jóvinssonar. Koparstunga sem sýnir plágu- lækni að störfum, líklega í kringum 1656. Í goggi grím- unnar voru ilmjurtir sem ætlað var að hreinsa loftið. MYND/GETTY 2 8 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R40 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.