Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2020, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 28.03.2020, Qupperneq 64
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg. ehf DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Óttars Guðmundssonar BAKÞANKAR buzzador® LAUGARÁSVEGI 1 Pantaðu á skubb.is fyrir kl. 21 og við keyrum ísinn til þín sama kvöld Á pestartímum kemur í hug drepsótt frá árinu 1000 sem fjallað er um í Eyrbyggja- sögu. Fólkið á Fróðá hrundi niður, annaðhvort úr torkennilegri pest eða drukknaði á sjó. Allir gengu aftur og sátu við langelda á kvöldin. Varð af þessu ófögnuður mikill enda lítil gleði af sjó- og sóttdauðum draugum. Þetta voru kölluð Fróðárundrin. Snorri goði Þorgrímsson á Helga- felli var Þórólfur sóttvarnalæknir þessara tíma. Hann lét brenna rúmföt gamallar konu sem talin var hafa borið með sér pestina. Snorri réttaði yfir draugunum og losnaði við þá. Hann einangraði bæinn og lét syngja messu og stökkva vígðu vatni um híbýlin. Bæði pestin og draugarnir hurfu frá Fróðá. Gömlu heiðnu guðirnir voru taldir standa á bak við þessi vandræði en Snorri trúði á hinn nýja sið. Vinnubrögð heilbrigðisyfirvalda líkjast aðferðafræði Snorra goða. Hann barðist við drauga en sótt- varnaþríeykið þarf að berjast við nettröll og alls konar sérfræðinga í sóttvörnum og farsóttum sem blómstra eins og sóleyjar í hlað- varpa. Báðar sjónvarpsstöðvarnar flytja stöðugar fréttir af veirunni með nýjustu tölum eins og á kosn- inganótt. Rifist er um hvort loka skuli skólum og vinnustöðum eða jafnvel landinu öllu. Dómsdags- spámenn vaða uppi með spálíkön sín sem minna á „líkindaútreikn- ing kjarnorkustríðshönnuðanna eins og Megas segir. Snorri goði var einn vitrasti stjórnmálamaður þjóðveldistíma- bilsins. Hann hefði litið aðgerðir sóttvarnayfirvalda með velþókn- un. Í stað vígða vatnsins er komið handspritt en a.ö.l. eru viðbrögðin ósköp keimlík. Hann hefði líkt og Þórólfur kveðið niður falsspámenn og netdrauga með staðreyndum og æðruleysi. Snorri hefði bætt guðs- orði við aðgerðir sóttvarnayfir- valda til að tryggja fullnaðarsigur en það má ekki á þessum tímum trúfrelsis og umburðarlyndis. Fróðárundrin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.