Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2020, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 30.03.2020, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —7 6 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 3 0 . M A R S 2 0 2 0 Við hjálpum þér að leita réttar þíns TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA HAFÐU SAMBAND 511 5008UMFERÐARSLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS Átt þú rétt á slysabótum? FANGELSISMÁL Fari allt á versta veg gætu þrjátíu refsingar fyrnst á árinu. Þetta kemur fram í svari Fangelsismálastofnunar við fyrir- spurn Fréttablaðsins. Í fyrra fyrnd- ust 16 refsingar sem var töluverður árangur frá árinu á undan þegar 35 refsingar fyrndust. Meðan neyðarstig viðbragðs- áætlunar er í gildi verða ekki teknir inn fangar nema í ýtrustu neyð og þá aðeins þeir dómþolar sem teljast hættulegir umhverfinu. Um 600 manns eru nú á boðunar- lista Fangelsismálastofnunar en þeir voru 552 í árslok 2019. Um 86 prósent þeirra eiga að afplána stutta dóma, eitt ár eða minna. Af þeim eru rúmlega fimmtíu farnir úr landi, f lestir útlendingar sem fengu dóma fyrir skjalafals og brot á útlendingalögum. Þá hefur 77 verið heimilað að ljúka afplánun með samfélagsþjónustu en neyðarstig almannavarna og samkomubann hafa þó þau áhrif að verr gengur að útvega þeim verkefni. Páll Winkel forstjóri Fangelsis- málastofnunar segir að boðunar- listinn hafi tekið töluverðum breyt- ingum á undanförnum árum. Þegar hætt var að úrskurða þá sem komu til landsins á fölsuðum skilríkjum í gæsluvarðhald bættust þeir í stað- inn á boðunarlista í kjölfar dóms. Þegar röðin komi að þeim hafi þeim í flestum tilvikum þegar verið vísað úr landi. Páll segir fleira en farsóttina hafa áhrif á hvaða fjölda fangelsin geti tekið inn til afplánunar á hverjum tíma. „Það hefur orðið alger spreng- ing í fjölda gæsluvarðhaldsfanga og í raun slegið fjöldamet mánuð eftir mánuð,“ segir Páll. Til afplánunar á síðasta ári komu inn 206, en dómþolar voru þó innan við helmingur þeirra sem alls komu til vistar í fangelsi því auk þeirra komu 177 til gæsluvarðhaldsvistar og 57 til afplánunar vararefsinga. – aá Tugir refsidóma gætu fyrnst Tugir refsidóma gætu fyrnst á árinu. Hættulegir dómþolar hefja afplánun meðan neyðarstig er í gildi. Fjölgun gæsluvarðhaldsfanga hefur einnig áhrif. Verr gengur að finna verkefni fyrir samfélagsþjónustu. Það hefur orðið alger sprenging í fjölda gæsluvarðhaldsfanga og í raun slegið fjöldamet mánuð eftir mánuð. Páll Winkel for- stjóri Fangelsis- málastofnunar Á iðjagrænu gervigrasinu við Hagaskóla voru þessir piltar í fótbolta þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar þar að garði í gær. Þeir létu hvorki hann né heimsfaraldurinn truf la sig við knatt- leikinn og sendu boltann fimlega á milli sín og skutu á markið þegar færi gafst. Á þessum síðustu tímum fækkar mjög því sem ungviðið getur dundað sér við og hefur spark- og gervigras- völlum sums staðar verið lokað á höfuðborgarsvæðinu og víðar með það að markmiði að fækka mögulegum smitleiðum og frekari lokanir eru til skoðunar. Sjá síðu 4. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON. EFNAHAGSMÁL Meðal breytinga sem efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis leggur til á aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kóróna- veirunnar er að banna arðgreiðslur fyrirtækja sem njóta ríkisábyrgðar á brúarlánum. Þá verði þeim einn- ig óheimilt að kaupa eigin hluta- bréf. Í upphaf legum áformum ríkis- stjórnarinnar var gert ráð fyrir að ríkisábyrgð væri möguleg á allt að helmingi lánsf járhæðar en nefndin leggur til að það hlut- fall verði aukið í 70 prósent. Við það myndi heildarábyrgð ríkisins hækka úr 35 milljörðum króna í 50 milljarða. Þá er meðal tillagnanna að opinberum gjalddögum fyrir- tækja verði frestað enn frekar en áformað var. – jþ Breytingar á aðgerðapakka í farvatninu

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.